Síða 1 af 1

Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Mið 14. Júl 2010 22:56
af Jimmy
Jæja félagar, fyrsta unboxing/reviewið.

Í gegnum tíðina þá hef ég eytt subbulegri upphæð af peningum í rubber dome lyklaborð sem hafa ekki tekið nema 1-2 ár í að slappast.
Fyrir nokkrum mánuðum rakst ég á lausn, Mekanísk lyklaborð. Mekanísk lyklaborð eru, má segja, með actual takka, frekar en hnappa sem þú ýtir niður á gúmmiplötu.

Það eru til ýmsar gerðir af tökkum fyrir þessi lyklaborð, brown, blue, black, white og red cherry mx switches, 'bucking springs' rofar og fleiri týpur.

Það sem varð fyrir valinu hjá mér voru cherry brown rofar, ástæðan fyrir því er að þeir eru eru ekki með 'click' hljóðið og með smá æfingu getur maður silenceað ásláttinn, með að sleppa því að botna takkann, og einnig eru þeir taldir einna bestir ef maður er 50/50 í gaming/typing.

Anyways! Í morgun barst mér pakki:
Mynd
(tók jafn langan tíma að fá pakkan frá Bretlandi til Íslands og það tók hann að komast heim til mín eftir að hann kom til landsins.) :roll:

Mynd
Framleitt í Taiwan, hence hellingur af óskiljanlegu babbli.(fyrir mér)

Mynd
Ennþá meira af óskiljanlegu babbli á bækling.
Mynd
Mynd
Smátt og kynþokkafullt.

Mynd
Mynd
Merkilega bjartar díóðurnar, ekki að það eigi eftir að loga mikið á þeim.

Mynd
Cherry brown rofarnir.

Tilfinningin að skrifa á þetta borð er svakaleg. Ekki einu sinni á sama leveli og rubber dome lyklaborðin sem maður er vanur.

Jæja, þá er kominn tími á 'OTAKU' pakkann. :8)
Mynd
h0h0
Mynd
Mynd
Tools of the trade, keycap pullerinn til vinstri, snilldargræja til að rífa takka upp þægilega og örugglega, USB > PS2 adapterinn, sem gefur borðinu NKRO(N-key rollover), get ýtt á eins marga takka í einu og hendur, tær og nef leyfir, og þeir registera allir. Og svo að sjálfsögðu rauði ESC takkinn, sem Bruce frá Keyboardco sendi með pakkanum af einskærri góðmennsku.

Mynd
Útlitið á borðinu eftir góða ca. klst af föndri yfir Futurama.

Það er ekkert komin svakaleg reynsla á þetta borð hjá mér, en ég er strax farinn að kvíða því að hætta að skrifa þennan þráð, þetta borð er það girnilegt í áslætti.

Verðið var ca. 30þús komið hingað heim með öllu saman, borðinu, blank tökkunum og keycap pullernum, pantað af http://www.keyboardco.com, einnig flottir gæjar sem vinna þar, skipti engu máli hversu mörgum spurningum ég dældi á Bruce þar, ég fékk alltaf ómannlega fljótt svar.

Svosum erfitt að mæla með þessu borðum, þar sem verðið hræðir sennilega flesta frá þeim, sérstaklega þar sem það er enginn staður hérna heima sem selur þetta og þal mjög erfitt að fá að prófa áður en maður pantar.

En hversu mikið eru menn ekki að eyða í Logitech og Razer G4M1NG lyklaborð?
Það eru allt rubber dome lyklaborð, sem standast þessum mekanísku borðum engan vegin snúning imo.

Vona að ég hafi náð að vekja forvitni hjá einhverjum með þessari predikun. :D
Endilega dembið á mig commentum/spurningum.

Jimmy.

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Mið 14. Júl 2010 23:13
af Gunnar
flottur esc takki en ég gæti alldrei verið með borð sem stendur ekkert á, þótt ég kunni á alla takkana utanaf. fynnst það bara betra :S
en þú keyptir þér 2 lyklaborð og færðir takkana á milli? eða er þetta bara til að halda tökkunum?

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 01:55
af zedro
Gunnar skrifaði:flottur esc takki en ég gæti alldrei verið með borð sem stendur ekkert á, þótt ég kunni á alla takkana utanaf. fynnst það bara betra :S
en þú keyptir þér 2 lyklaborð og færðir takkana á milli? eða er þetta bara til að halda tökkunum?

Non-printed Keytop for Majestouch - Jebb mér sýnist það miða við myndina.

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 07:29
af Jimmy
Jébb, keypti bara sér blank takka.
Óþægilegt til að byrja með en maður er enga stund að venjast þessu, og skrifar hraðar fyrir vikið :)

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 07:51
af ZoRzEr
Já helvíti magnað. Aldrei séð eða heyrt um neinn sem lætur flytja inn lyklaborð sérstaklega fyrir sig :P En auðvitað erum við allir geðveikir á okkar hátt.

Flott lýsing og góðar myndir segir allt sem segja þarf.

Vonandi virkar þetta betur en ruslið sem við öll hin erum greinilega að nota ;)

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 11:54
af coldcut
bara eitt sem er að þessu lyklaborði og það er að það er ekkert numpad :/

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 11:57
af ZoRzEr
coldcut skrifaði:bara eitt sem er að þessu lyklaborði og það er að það er ekkert numpad :/


Segir maðurinn á MacBook vél :P

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 11:58
af Saber
Keppnis Mynd

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 14:23
af coldcut
ZoRzEr skrifaði:
coldcut skrifaði:bara eitt sem er að þessu lyklaborði og það er að það er ekkert numpad :/


Segir maðurinn á MacBook vél :P


hehehe good point...en það er bara það sem þarf að sætta sig við ef maður vill nettar fartölvur ;) En mundi aldrei blæða í rándýrt lyklaborð við borðtölvu sem er ekki með numpad :wink:

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 18:28
af Jimmy
Ég hefði svosum alveg getað keypt þetta borð með numpadi, en þetta compact look heillaði mig meira, fyrir utan það að ég nota numpadið nánast aldrei, nema í einhver sérhæfð excel fíaskó sem gerast freeekar sjaldan.

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Fim 15. Júl 2010 19:36
af Hvati
Ég sé heldur lítinn tilgang í því að vera með Numpad, ég nota þá örsjaldan. Lyklaborðið tekur bara meira pláss fyrir vikið, ef þú þarft nauðsynlega numpad þá er hægt að kaupa ódýra USB Numpads.

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Þri 26. Okt 2010 03:20
af Black
Ég er ekki að skilja þessi lyklaborð, eru þau úr stáli, eða gúmmí ? hver er munurinn á þessu og venjulegu lyklaborði :dontpressthatbutton

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Þri 26. Okt 2010 06:47
af ZoRzEr
Er sjálfur með svona lyklaborð. Lífið virðist bara aðeins yndislegra eftir að ég byrjaði að nota það.

Tók svona 2-3 daga að venjast hljóðinu og hæðinni á lyklaborðinu en eftir það hef ég aldrei skrifað hraðar né betur.

Get lofað því að þú átt eftir að átta þig á muninum ef þú fengir að prófa eitt svona eða hugsanlega gamalt IBM borð sem fylgdu öllum tölvum hérna í gamla daga. Létt að ýta á alla takka og ákveðið "tikk" hljóð sem er mjög þægilegt. Fer betur með puttana á þér og gerir þér kleift að skrifa hraðar með smá æfingu.

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Mán 22. Nóv 2010 18:23
af chaplin
OH MY GOD! MUST HAVE IT! =P~

Re: Filco Majestouch Tenkeyless Tactile Touch 'OTAKU'

Sent: Mán 22. Nóv 2010 18:31
af biturk
merkilegt að eiða pening í svona oldschool dót

ég á sennilega ein 10 mekanísk gömul lyklaborð inní geimslu.......þau eiga öll ákveðna hluti sameiginlegt

1. hávaði þegar maður pikkar
2. óþægileg að skrifa á þau
3. alltof hávaxnir takkarnir


annars hef ég aldrei séð svona nýtt mekanískt en ef það er eitthvað í líkingu við þetta gamla þá get ég engan vegin skilið ásóknina hjá þér í þetta. besta lyklaborð sem ég hef skrifað á er gigabyte gk-k7500 lyklaborð og mús combo........þráðlaust lágir takkar og.......engin hljóð svo að segja =D>


en samt gaman að sjá að menn nenna svona og taka það sem þeir vilja, ekkert gaman ef allir eiga eins \:D/