Síða 1 af 1

Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:11
af Son of a silly person
Daginn. Gallinn við að vera búsettur í fjölbýli eru nágrannar. Allavega hef ég ákveðið að fjárfesta í heyrnatólum til að komast hjá vandamálinu sem eru nágrannar. Vil koma því til skila að þegar ég skrifa þetta, hef ég ekki séð hd 555 hvað þá prófað. Allar reynslusögur og hvað sem fólk getur skrifað um þetta er vel þegið.

Þá komum við að því sem ég er að velta fyrir mér. Allt sem ég hef lesið um þessi heyrnatól segja að það sé "must" að versla hágæða hljóðkort með. Skil ég það vel, en er hægt að komast hjá því að versla hljóðkort ef maður á fyrir 13 ára gamlan heimabíómagnara Pioneer VSX-806-RDS. Svo gamall að það er varla hægt að googla honum :) Þá meina ég að plögga magnaran bara í móðurborðið og tólinn í magnaran, einfalt. Myndi ég heyra einhver svaka mun á að keyra þetta svona : móðurborð-magnari-heyrnatól : Gott hljóðkort-magnari-heyrnatól.

Annað skemmtilegt sem ég rakst á er einföld lausn að gera HD 555 að HD 595 þar sem það eru sömu hátalarar í báðum heyrnatólum.
Linkur á slíkar breytingar : http://hubpages.com/hub/Mod-MY-HD-555-A ... Headphones Hvort þetta skili einhverju veit ég ekki.

Fleira um málið hef ég ekki að segja.
Vona að þetta sé ykkur til einhvers fróðleiks og skemmtunar.
Góðar stundir.
Ragnar

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:19
af ZoRzEr
Ég hef átt HD595 núna í 6 ár. Þettu eru bestu heyrnatól sem ég hef prófað. Sér varla á þeim eftir næstum daglega notkun og þónokkur ferðalög um allan heim.

Hef ekki mikla reynslu af öðrum tólum, en hef prófað 10-12 stykki í klst eða meira. Ekkert kemst nálægt Sennheiser tólunum mínum. Ekki kynnst tóli sem er jafn þægilegt að hafa á hausnum í marga tíma.

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:26
af Pandemic
Ég á sjálfur HD555 sem ég keypti þegar þau voru á heilbrigðu verði og þau hafa ekki slegið feilpúst síðan ég fékk þau. Þau eru reyndar frekar máttlaus í Realtek HD hljóðkortinu en um leið og þau eru tengd í H&K magnarann þá heyrir maður hvað þau bjóða uppá.

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:28
af Son of a silly person
Já ég er ekki alveg að trúa þessu með að fjarlægja smá límband geri gæfumun á 555 og 595 það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið það. Límband kostar ekki 16.000kr (notast við verð hjá tölvulistanum). Gallinn er að tölvulistinn á egilsstöðum vill ekki panta frá reykjavík nema ég kaupi :( Hefði gaman að fá að prófa fyrst. Þó það væri ekki nema að máta.

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:32
af xate
Ég á sjálfur HD555 sem ég keypti þegar þau voru á heilbrigðu verði og þau hafa ekki slegið feilpúst síðan ég fékk þau.


+1 Líka mjög þægileg, verður ekki illt í hausnum eða eyrunum á því að nota þau lengi (hef prófað 2 önnur headset sem að hafa þrengt svo að hausnum að ég enda að fá hausverk :) Myndi ekki hika við að kaupa mér önnur ef þessi eyðilögðust, fyrir utan þau eru semí dýr í dag.

Svo er öruglega vel hægt að prófa að fjarlægja púðan bara til að prófa það =)

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:36
af GullMoli
Ég keypti mín 555 fyrir 5-6 árum á 8k :lol:

Var að prófa að taka þetta "foam" límband úr öðru megin. Ég finn alveg greinilegan mun á loftinu sem kemur inn/út úr þeim megin (finn ekkert þar sem þetta foam drasl er) svo að þetta hleypir loftinu amk betur um. Get ekki sagt að ég heyri einhvern mun enda bara með þetta tengt í onboard hljóðkortið á tölvunni minni :P

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:44
af Pandemic
Son of a silly person skrifaði:Já ég er ekki alveg að trúa þessu með að fjarlægja smá límband geri gæfumun á 555 og 595 það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið það. Límband kostar ekki 16.000kr (notast við verð hjá tölvulistanum). Gallinn er að tölvulistinn á egilsstöðum vill ekki panta frá reykjavík nema ég kaupi :( Hefði gaman að fá að prófa fyrst. Þó það væri ekki nema að máta.


Það er smá munur á þeim fyrir utan þetta límband. HD595 koma með flottara headband sem er með embossað Sennheiser logo sem lookar örlítið betur en hvíta málningin. Svo er headbandið einnig klætt leðri og enginn púði sem situr á hausnum en aftur á móti stendur mjúkt leður út til að styðja við hausinn. Svo eru skálarnar gerðar úr silki en ekki gerviefni eins og er á HD555.
Svo má bæta við að það fylgir standur með HD595.

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:48
af Son of a silly person
Töff! Ég skoða þetta og rökræði við sjálfan mig kosti og galla 555 og 595

Læt duga í bili að notast við magnaran. Versla kort seinna ef þess er þörf :)

Re: Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555

Sent: Mið 14. Júl 2010 00:50
af Olafst
Pandemic skrifaði:
Son of a silly person skrifaði:Já ég er ekki alveg að trúa þessu með að fjarlægja smá límband geri gæfumun á 555 og 595 það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið það. Límband kostar ekki 16.000kr (notast við verð hjá tölvulistanum). Gallinn er að tölvulistinn á egilsstöðum vill ekki panta frá reykjavík nema ég kaupi :( Hefði gaman að fá að prófa fyrst. Þó það væri ekki nema að máta.


Það er smá munur á þeim fyrir utan þetta límband. HD595 koma með flottara headband sem er með embossað Sennheiser logo sem lookar örlítið betur en hvíta málningin. Svo eru headbanið einnig klætt leðri og enginn púði sem situr á hausnum en aftur á móti stendur mjúkt leður út til að styðja við hausinn. Svo eru skálarnar gerðar úr silki en ekki gerviefni eins og er á HD555.
Svo má bæta við að það fylgir standur með HD595.


Jáhm, mikið rétt.
En spurningin er samt ennþá sú hvort þetta réttlæti verðmuninn.
þegar ég keypti mín 555 á sínum tíma(6-7 ár síðan) þá fór ég yfir öll þessi atriði.
Niðurstaðan var augljós hvað mig varðar. Hljóðgæðin voru það svipuð að mjög mjög erfitt var að greina einhvern mun, og alls ekki hægt í öllum tilvikum.

Þú verður ekki svikin af 555 Ragnar, ég get lofað þér því!