Upplýsingar/ráðgjöf varðandi Sennheiser HD 555
Sent: Mið 14. Júl 2010 00:11
Daginn. Gallinn við að vera búsettur í fjölbýli eru nágrannar. Allavega hef ég ákveðið að fjárfesta í heyrnatólum til að komast hjá vandamálinu sem eru nágrannar. Vil koma því til skila að þegar ég skrifa þetta, hef ég ekki séð hd 555 hvað þá prófað. Allar reynslusögur og hvað sem fólk getur skrifað um þetta er vel þegið.
Þá komum við að því sem ég er að velta fyrir mér. Allt sem ég hef lesið um þessi heyrnatól segja að það sé "must" að versla hágæða hljóðkort með. Skil ég það vel, en er hægt að komast hjá því að versla hljóðkort ef maður á fyrir 13 ára gamlan heimabíómagnara Pioneer VSX-806-RDS. Svo gamall að það er varla hægt að googla honum
Þá meina ég að plögga magnaran bara í móðurborðið og tólinn í magnaran, einfalt. Myndi ég heyra einhver svaka mun á að keyra þetta svona : móðurborð-magnari-heyrnatól : Gott hljóðkort-magnari-heyrnatól.
Annað skemmtilegt sem ég rakst á er einföld lausn að gera HD 555 að HD 595 þar sem það eru sömu hátalarar í báðum heyrnatólum.
Linkur á slíkar breytingar : http://hubpages.com/hub/Mod-MY-HD-555-A ... Headphones Hvort þetta skili einhverju veit ég ekki.
Fleira um málið hef ég ekki að segja.
Vona að þetta sé ykkur til einhvers fróðleiks og skemmtunar.
Góðar stundir.
Ragnar
Þá komum við að því sem ég er að velta fyrir mér. Allt sem ég hef lesið um þessi heyrnatól segja að það sé "must" að versla hágæða hljóðkort með. Skil ég það vel, en er hægt að komast hjá því að versla hljóðkort ef maður á fyrir 13 ára gamlan heimabíómagnara Pioneer VSX-806-RDS. Svo gamall að það er varla hægt að googla honum
Annað skemmtilegt sem ég rakst á er einföld lausn að gera HD 555 að HD 595 þar sem það eru sömu hátalarar í báðum heyrnatólum.
Linkur á slíkar breytingar : http://hubpages.com/hub/Mod-MY-HD-555-A ... Headphones Hvort þetta skili einhverju veit ég ekki.
Fleira um málið hef ég ekki að segja.
Vona að þetta sé ykkur til einhvers fróðleiks og skemmtunar.
Góðar stundir.
Ragnar