Síða 1 af 1
M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 19:03
af emmi
Frændi minn keypti sér tölvu (
http://kisildalur.is/?p=2&id=1010) í Kísildal í dag og við erum í vandræðum með að fá mynd á skjáinn. Við erum búnir að prófa innbyggða VGA/DVI og ATi 5750 en það kemur engin mynd á skjáinn, ekki einu sinni til að komast í BIOS.
Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að?
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 19:09
af AntiTrust
1. Taka skjákortið úr og sjá hvort hún ræsir þá upp mynd á onboard GPU-inu. Yfirleitt er PCI-E með priority á onboard GPU-ið.
2. Flasha BIOS, bara basic - taka CMOS batt úr, ef það dugar þá á svona nýtt móðurborð.
3. Aftur með þetta í búðina

Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 19:19
af Nördaklessa
prófaðu HDMI tengið á móðurborðinu.
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 19:43
af Frost
Þetta gerðist svipað með mig og vin minn. Það sem var að hjá okkur var að kælingin á örgjorvanum var ekki að koma við örgjörvann s.s. ekki nógu föst á. Athugaðu þetta fyrst áður en þú ferð með tölvuna.
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 20:01
af emmi
Virðist vera að annar minniskubburinn sé ónýtur, vélin virkar ef ég tek annan kubbinn úr, svo setti ég hinn kubbinn í og hún póstaði þannig að hann er líklegast gallaður.
Mikið um gallaða hluti frá Kísildal þessa dagana?

Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 21:26
af Frost
emmi skrifaði:Virðist vera að annar minniskubburinn sé ónýtur, vélin virkar ef ég tek annan kubbinn úr, svo setti ég hinn kubbinn í og hún póstaði þannig að hann er líklegast gallaður.
Mikið um gallaða hluti frá Kísildal þessa dagana?

Farðu endilega til þeirra og reyndu að veiða eitthvað uppúr þeim

Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 21:29
af Klemmi
Mjög skrítið, trúi ekki að þeir afhendi tölvur án þess að kveikja á þeim til að sjá allavega hvort mynd komi á skjá... og ættu öllu jöfnu að stilla BIOS í leiðinni.
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 21:44
af Zpand3x
Ég var að lenda í nákvæmlega sama dæminu hjá mér núna. Heyrði í viftunum og diskunum en fékk ekkert display á skjáinn.
Ég fékk mér nefnilega nýtt móðurborð, vinnsluminni, örgjörva og skjákort en er að nota sama harðadiskinn með stýrikerfinu. Þar var aðal vandamálið mitt. Ekki fyrr en ég
unpluggaði harðadiskinn komst ég í BIOS. Svo setti ég windows diskinn í og í gegnum hann gat ég sett móðurborð diskinn og installað driverum (tengdi harðadiskinn meðan ég var í bios, veit ekki hvort það er sniðugt en það virkaði (gæti verið að sniðugra sé að breyta bara boot priority, slökkva og reyna með HD tengdan))
Svo er reyndar ennþá smá vesen að kveikja stundum á tölvunni, en þegar ég unplugga aflgjafan og slekk á honum og held Power takkanum inni í nokkrar sekúntur, tengi hann aftur og kveiki á honum og svo tölvunni þá virkar allt fínt .. (held reynar að þetta sé eitthvað í sambandi við skammhlaup útaf kassanum , er svoldið þröngt um allt hjá mér núna).Þannig að prufaðu þetta tvennt:
1. Unplugga hörðudiskana og gá hvort þú kemst í BIOS
2. Unplugga aflgjafan og slökkva á honum og halda Power takkanum inni í nokkrar sekúntur, tengja hann aftur og kveikja á honum og svo tölvunni
Breytt: LOL sá ekki að lausnin var komin

my bad
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 21:47
af Frost
Zpand3x skrifaði:Ég var að lenda í nákvæmlega sama dæminu hjá mér núna. Heyrði í viftunum og diskunum en fékk ekkert display á skjáinn.
Ég fékk mér nefnilega nýtt móðurborð, vinnsluminni, örgjörva og skjákort en er að nota sama harðadiskinn með stýrikerfinu. Þar var aðal vandamálið mitt. Ekki fyrr en ég
unpluggaði harðadiskinn komst ég í BIOS. Svo setti ég windows diskinn í og í gegnum hann gat ég sett móðurborð diskinn og installað driverum (tengdi harðadiskinn meðan ég var í bios, veit ekki hvort það er sniðugt en það virkaði (gæti verið að sniðugra sé að breyta bara boot priority, slökkva og reyna með HD tengdan))
Svo er reyndar ennþá smá vesen að kveikja stundum á tölvunni, en þegar ég unplugga aflgjafan og slekk á honum og held Power takkanum inni í nokkrar sekúntur, tengi hann aftur og kveiki á honum og svo tölvunni þá virkar allt fínt .. (held reynar að þetta sé eitthvað í sambandi við skammhlaup útaf kassanum , er svoldið þröngt um allt hjá mér núna).
Þannig að prufaðu þetta tvennt:
1. Unplugga hörðudiskana og gá hvort þú kemst í BIOS
2. Unplugga aflgjafan og slökkva á honum og halda Power takkanum inni í nokkrar sekúntur, tengja hann aftur og kveikja á honum og svo tölvunni
Breytt: LOL sá ekki að lausnin var komin

my bad
Alltaf gott að segja svona. Ekki slæmt að dreifa kunnáttu sinni

Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 21:50
af AntiTrust
Klemmi skrifaði:Mjög skrítið, trúi ekki að þeir afhendi tölvur án þess að kveikja á þeim til að sjá allavega hvort mynd komi á skjá... og ættu öllu jöfnu að stilla BIOS í leiðinni.
Tjah, ég man nú alveg eftir því að hafa verið að setja saman vélar, kíkja svo aftur yfir pöntunina eftir install á OS/BIOS config etc, sjá að það vantar í vélina meira minni, smella því í og loka, búið.
Trassaleg vinnubrögð engu að síður, en við erum nú einu sinni mannleg.
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 21:57
af emmi
Þeir settu vélina ekki saman, hún kom í pörtum. Ég setti hana saman.

Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 22:03
af Jimmy
Þá geta þeir nú aaagalega lítið gert við DOA minniskubb :p
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 22:04
af Zpand3x
Frost skrifaði:Alltaf gott að segja svona. Ekki slæmt að dreifa kunnáttu sinni

Nákvæmlega það sem mig langaði að gera eftir að ég var búinn að standa á haus hálfan dag og gera allt sem ég fann á google um "new motherboard cpu no display"

Endaði á því að þurfa að sameina þetta með lausninni á að nota sama stýrikerfið fyrir og eftir hardware update (sumir segja alltaf fresh install en aðrir að það þurfi bara driver) og þetta með að unplugga.
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Mið 07. Júl 2010 22:19
af emmi
Já ég veit að þeir geta ekkert að þessu gert, bara pirrandi þar sem ég þarf að keyra í Reykjavík með þetta og fá annan.
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Fim 08. Júl 2010 00:24
af beatmaster
Varstu með Anti-Static armband á þér þegar að þú settir tölvuna saman?
Re: M3A790GHX/USB3 ekkert video
Sent: Fim 08. Júl 2010 08:16
af emmi
Að sjálfsögðu.