Síða 1 af 1

HDD vs. SSD

Sent: Fös 25. Jún 2010 16:22
af svanur08
hver er munurinn á venjulegum HDD og SSD diskum? SSD eitthvað hraðvirkari ?

Re: HDD vs. SSD

Sent: Fös 25. Jún 2010 16:31
af Lexxinn
svanur08 skrifaði:hver er munurinn á venjulegum HDD og SSD diskum? SSD eitthvað hraðvirkari ?


SSD mikið hraðara, HDD fer eftir snúning hversu hraður er.

Smá um SSD http://en.wikipedia.org/wiki/Solid-state_drive .

Bara það sem ég veit, þó það sé ekki mikið um harðadiska

Re: HDD vs. SSD

Sent: Fös 25. Jún 2010 17:36
af rapport
Hvernig er það með endinguna á SSD...

Eru þeir að endast betur eða verr en HDD?

Re: HDD vs. SSD

Sent: Fös 25. Jún 2010 17:38
af kazgalor
Ef þú ert með windows 7 þá endast þeir nokkuð lengi. (Vegna TRIM)

Re: HDD vs. SSD

Sent: Lau 26. Jún 2010 00:04
af mind
kazgalor skrifaði:Ef þú ert með windows 7 þá endast þeir nokkuð lengi. (Vegna TRIM)


Bara nei, TRIM er ekki gert til að auka endingu á SSD.

Hvað varðar muninn fyrir upprunalegu spurninguna.

Já flest allir SSD eru nú orðnir töluvert hraðvirkari. Um það bil tvöfalt hraðvirkari í gagnaflutning og margfalt hraðari í svartíma.

Ef ég ætti að gefa myndlíkingu af þessu þá gott að ýminda sér að maður fari útí búð að versla og þegar þú kemur að kassanum:
Ef það eru 20 manns og einn kassi þá ertu með hefðbundinn harðan disk.
Ef það eru 10 manns og 10 kassar þá ertu með SSD.

Miðað við mun á tækni og að diskarnir séu í sambærilegri stærð þá ætti SSD að vera áreiðanlegri heldur en hefðbundinn diskur.
En ný tækni hefur alltaf einhverja ókosti og ekki er komin næg reynsla á SSD til að segja með vissu að þetta sé raunin.

Sjálfur sé ég ekki ástæðu lengur til að nota hefðbundna diska nema í þeim tilgangi að verulega spara eða undir gagnageymslu.
Að forðast SSD er að mínu mati svipað eins og að vilja ekki skipta skodanum sínum fyrir ferrari á þeim forsendum að rispan sem er á ferrarinum hafi svo neikvæð áhrif á hröðunina á honum.

Re: HDD vs. SSD

Sent: Lau 26. Jún 2010 00:09
af spankmaster
samkvæmt kenningunni ætti SSD að vera öruggari heldur en venjulegur HDD vegna þess að í SDD eru engir hreyfanlegir hlutir eins og í hörðu diskunum, en það er einmitt einn factorinn í öryggi HDD, hreyfanlegir mekkanískir hlutir sem geta bilað, og þar af leiðandi eiðilagt diskinn

Re: HDD vs. SSD

Sent: Lau 26. Jún 2010 00:10
af intenz
mind skrifaði:
kazgalor skrifaði:Ef þú ert með windows 7 þá endast þeir nokkuð lengi. (Vegna TRIM)


Bara nei, TRIM er ekki gert til að auka endingu á SSD.

Hvað varðar muninn fyrir upprunalegu spurninguna.

Já flest allir SSD eru nú orðnir töluvert hraðvirkari. Um það bil tvöfalt hraðvirkari í gagnaflutning og margfalt hraðari í svartíma.

Ef ég ætti að gefa myndlíkingu af þessu þá gott að ýminda sér að maður fari útí búð að versla og þegar þú kemur að kassanum:
Ef það eru 20 manns og einn kassi þá ertu með hefðbundinn harðan disk.
Ef það eru 10 manns og 10 kassar þá ertu með SSD.


Miðað við mun á tækni og að diskarnir séu í sambærilegri stærð þá ætti SSD að vera áreiðanlegri heldur en hefðbundinn diskur.
En ný tækni hefur alltaf einhverja ókosti og ekki er komin næg reynsla á SSD til að segja með vissu að þetta sé raunin.

Sjálfur sé ég ekki ástæðu lengur til að nota hefðbundna diska nema í þeim tilgangi að verulega spara eða undir gagnageymslu.
Að forðast SSD er að mínu mati svipað eins og að vilja ekki skipta skodanum sínum fyrir ferrari á þeim forsendum að rispan sem er á ferrarinum hafi svo neikvæð áhrif á hröðunina á honum.

Góð myndlíking! =D>

Re: HDD vs. SSD

Sent: Lau 26. Jún 2010 00:23
af bixer
ssd er eins og einhver hérna fyrir ofan sagði með engum hreyfanlegum skífum, virka eins og minniskort SOLID STADE DRIVE
ssd er mikið hraðari en hröðustu hdd. þú færð reyndar meira gangamagn fyrir minni pening ef þú kaupir þér venjulegann harðanndisk.

160 gb intel ssd----85 þús buy.is

500 gb seagate-----11 þúsund

annars er allt rétt sem stendur fyrir ofan