Smá rispa
Sent: Lau 19. Jún 2010 00:27
Halló ég var að opna fartölvuna mína og ég þurfti að taka vinnsluminnið úr og þegar ég setti það aftur notaði ég beyttan hnníf. Sem ég notaði í að spenna dótið upp fyrir vinnsluminnið og ég tók eftir því að ég hef rispað móðurborðið smá bara pinkulítið ég tók líka harðadiskinn og netkortið úr og ég setti það allt aftur í. Ég hef gert þetta oft áður en núna þegar ég reyni að kveikja á tölvunni kemur ekkert á skjáinn, ég er reyndar með eitthvað linux stýrikerfi sem ég er nýbúinn að fá og hef verið með vandamál með það. er það mögulegt að þessi pínkulitla alls ekki djúparispa hafi gert þetta?
