Vandamál með að tengja 2 skjái við sömu tölvuna.
Sent: Fös 18. Jún 2010 21:09
Var að tengja auka skjá við fartölvuna hjá pabba og það gekk bara eins og í sögu nema að það er eins og skjáirnir snúi vitlaust þ.e.a.s ef ég er á skjánum vinstra megin og fer til hægri þá stoppa ég þar sem að skjárinn endar en ef að ég fer til vinstri þá enda ég hægra megin á hægri skjánum, eins og að skjárinn sem á að vera vinstra megin sé hægra megin. Get engan veginn fundið hvar ég get snúið þessu við. Pabbi vill hafa fartölvuna hægra megin þannig að ég get ekki bara sett hana vinstra megin og skjáinn hægra megin.