Í dag er ég með Coolmax psu sem er max 523W. Það er ekki að ná að keyra leikjatölvuna með
2 x 75GB WD Raptors (eiga að fara í RAID)
2 x 8800 G92 512mb skjákort
1 x 500GB Samsung HD
1 x Creative X-Fi Elite
1 x Sony Cd
Örgjafinn er 3800 AMD 939 X2
Þetta er svo sem ekki það nýjasta en er í lagi fyrir mig. Það er greinilega PSU sem er að klikka því að um leið og ég tek eitthvað úr sambandi er tölvan í lagi. Annars eru allskonar fáránleg vandræði eins og CD vill ekki virka.
Allavega, ég prófaði að reikna út hvað ég þyrfti stóran PSU og fékk út eitthvað um 590W. Þá er spurninginn hvað á ég að fara í stóran PSU. Verðmunurinn á 650W upp í 1000W er ekkert rosalegur en er ég eitthvað að græða á að fara í of stóran PSU. Þá er ég að hugsa um ef maður fer að uppfæra á næstunni (1-2 ár) þá veit maður ekkert um orkuþörfina þá.
Smá hugleiðingar um kaup á PSU
Re: Smá hugleiðingar um kaup á PSU
Vandaður 750W er meir en nóg fyrir þennan búnað. En auðvitað ekkert vitlaust að fara í öflugri aflgjafa þar sem aflgjafar slappast með aldrinum, auk þess sem að flestir aflgjafar eru með hita/álagsstýrðri viftu, ef kælingin er hönnuð til að geta auðveldlega viðhaldið 750W outputti þá þarf viftan ekki að snúast jafn hratt ef þú ert að nota töluvert minna en það sem skilar sér í minni hávaða.
Annars vorum við t.d. að nota Antec CP-850 í sýningarvélinni okkar með 2x GTX470 kortum, 1x 500GB SATA2 disk, i7-920, 3x2GB DDR3 kubbum, svo 750 ætti að vera yfirdrifið nóg fyrir vélina þína eins og hún er núna.
Annars vorum við t.d. að nota Antec CP-850 í sýningarvélinni okkar með 2x GTX470 kortum, 1x 500GB SATA2 disk, i7-920, 3x2GB DDR3 kubbum, svo 750 ætti að vera yfirdrifið nóg fyrir vélina þína eins og hún er núna.
Starfsmaður Tölvutækni.is