Gaming heyrnatól


Höfundur
evilscrap
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Lau 25. Nóv 2006 12:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Gaming heyrnatól

Pósturaf evilscrap » Fim 27. Maí 2010 21:19

Hver eru bestu gaming heyrnatólin á bilinu 15 þúsund til svona 25 Þúsund. Hef verið að skoða heyrnatól eins og Razer Megalodon, Carcharias, SteelSeries 5h v2 & Sound Blaster Arena. En er ekki alveg nógu fróður um þetta, smá hjálp væri vel þegin :)


AMD Phenom x4 965 - GIGABYTE GA-790FXTA-UD5 - Ati Radeon 5770 - 4GB 1333 MHZ Kingston - Cooler Master Ammo 533 - 1TB HDD - Nexus RX-8500 850W - Razer Deathadder - Logitech G15 - Steelseries S&S - Steelseries Siberia v2


hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf hauksinick » Fim 27. Maí 2010 21:23

Þessi should do the trick


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3458
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf mercury » Fim 27. Maí 2010 21:23

tjahh steelseries h5 eða hvað þau heita eru ekki að fá nógu góða dóma en annars eru sennheiser basic og ég er að fíla razer svakalega vel þegar konan er ekki heima :D



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1484
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 184
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf Lexxinn » Fim 27. Maí 2010 21:42

skoðaði heyrnartól í umþb. 3 mánuði svo ætlaði ég að fara í að kaupa þau en þá hætti við vegna þess að ég fann unaðslega góðan grip í stað en hérna smá info og guide eða eithvað...

Það sem þú þarft eiginlega eru heyrnartól með MJÖG gott sound sem gott dæmi "Sennheiser HD555" eða jafnvel "Sennheiser HD595" ef þú týmir í þann grip. Ég keypti mér notað svona! hér á vaktinni fyrir nokkru. Þar fékk ég 7.1 surround sound fílingin sem ég var að leita að til að finna soundspottið. En svo eftir að ég fékk þetta hætti ég við að kaupa mér önnur heyrnartól af því að þessi kubbur breytti hljóðinu svo svakalega í heyrnartólunum mínum gömlu að ég átti ekki til orð.

En ef þú ert að leita þér að bara ekta eins og það verður í gaming mundi ég skella mér í þessi! ein bestu leikjaheyrnartól sem finnst nú til dags hef ég heyrt, það fylgir svona 7.1 surround sound kubbur með þeim en ég hef enga reynslu um hann svo get ekkert sagt með það. Eini stóri gallinn sem ég hef heyrt með Razer er að þau séu ekki að endast jafnvel og t.d. sennheiser og steelseries.

Steelseries heyrnartól sem ég pældi í í rúma 2 mánuði svo fékk ég kortið hér! mörg fræg cs og cod4 lið nota þessi heyrnartól.

Niðurstaða fyrir þig að mínu mati:
  • Razer Megalodon (fylgir 7.1 surround kubburinn).
  • Sennheiser 555/595 + 7.1 surround steelseries sound card.
  • Steelseries Siberia V2 (fylgir 7.1 surround sound card frá steelseriec)

En ég mundi sjálfur fá mér sennheiser 555 og steelseries sound varið núna ef að ég væri að fá mér en ég er góður eins og stendur.

En takk fyrir mig.

Mbkv,
Lexxinn
Síðast breytt af Lexxinn á Fim 27. Maí 2010 22:55, breytt samtals 1 sinni.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf SteiniP » Fim 27. Maí 2010 21:56

Get 100% mælt með HD555. Brilliant heyrnartól í alla staði.
HD595 ef þú hefur efni á því, miklu tærari hljómur, heyrir samt líklegast ekki mikinn mun nema þú sért með gott hljóðkort eða magnara.

Flest 5.1/7.1 heyrnartól eru gimmick. Þegar þú ert kominn með hátalarann svona nálægt eyranu þá ertu ekki að fá neitt betra surround með mörgum litlum hátölurum heldur en einum stórum.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2519
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 242
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf GullMoli » Fim 27. Maí 2010 22:37

Sama hér, mæli með 555 tólunum. Er búinn að eiga mín í vel yfir 5 ár, virka ennþá eins og til er ætlast.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1484
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 184
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf Lexxinn » Fim 27. Maí 2010 22:54

SteiniP skrifaði:Get 100% mælt með HD555. Brilliant heyrnartól í alla staði.
HD595 ef þú hefur efni á því, miklu tærari hljómur, heyrir samt líklegast ekki mikinn mun nema þú sért með gott hljóðkort eða magnara.

Flest 5.1/7.1 heyrnartól eru gimmick. Þegar þú ert kominn með hátalarann svona nálægt eyranu þá ertu ekki að fá neitt betra surround með mörgum litlum hátölurum heldur en einum stórum.

Þú ættir þá að prufa bara með stereo heyrnartól að spila t.d. cs 1.6 (mesti soundspot leikur í heimi að MÍNU mati) og svo aftur cs 1.6 en núna með 7.1 surround kubbinn það breytir endalaust spilun mín breyttist svakalega við þetta



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf mind » Fim 27. Maí 2010 23:27

Við erum bara með stereo heyrn alveg sama hversu marga hátalara við látum við eyrun á okkur.
Heilinn getur hinsvegar reiknað hvaðan hljóðið kom frá tímasetningu.

Sé ekki alveg tilganginn í að vera eyða peningum í fleiri hátalara af lægri gæðastaðli en þarf þegar hægt er að áorka sama hlut með stærðfræðiformúlu.

http://www.youtube.com/watch?v=wT1XuB95qMk
Sem dæmi.



Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf jagermeister » Fös 28. Maí 2010 00:06

mind skrifaði:Við erum bara með stereo heyrn alveg sama hversu marga hátalara við látum við eyrun á okkur.
Heilinn getur hinsvegar reiknað hvaðan hljóðið kom frá tímasetningu.

Sé ekki alveg tilganginn í að vera eyða peningum í fleiri hátalara af lægri gæðastaðli en þarf þegar hægt er að áorka sama hlut með stærðfræðiformúlu.

http://www.youtube.com/watch?v=wT1XuB95qMk
Sem dæmi.



eeelska svona þetta er snilld




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf SteiniP » Fös 28. Maí 2010 00:23

Lexxinn skrifaði:
SteiniP skrifaði:Get 100% mælt með HD555. Brilliant heyrnartól í alla staði.
HD595 ef þú hefur efni á því, miklu tærari hljómur, heyrir samt líklegast ekki mikinn mun nema þú sért með gott hljóðkort eða magnara.

Flest 5.1/7.1 heyrnartól eru gimmick. Þegar þú ert kominn með hátalarann svona nálægt eyranu þá ertu ekki að fá neitt betra surround með mörgum litlum hátölurum heldur en einum stórum.

Þú ættir þá að prufa bara með stereo heyrnartól að spila t.d. cs 1.6 (mesti soundspot leikur í heimi að MÍNU mati) og svo aftur cs 1.6 en núna með 7.1 surround kubbinn það breytir endalaust spilun mín breyttist svakalega við þetta

Ég var ekkert að dissa þetta hljóðkort þitt, svona virtual surround lausnir hjálpa oft í soundspott, eins og CMSS-3D t.d. sem hefur verið fítus á öllum creative hljóðkortum í mörg ár.

En 5.1 heyrnartól eins og þessi eru algjört sorp. Þú heyrir ekkert frekar hvort að hljóðið kemur aftan frá eða beint frá hlið þegar hátalararnir eru 5mm frá hvor öðrum og alveg upp við eyrað á þér. (þú ert bara með 2 eyru er það ekki?)
Það er heilinn og hugbúnaðurinn sem sér um að staðsetja hljóðið, ekki heyrnartólin.

Ég myndi blæða frekar í almennileg stereo heyrnartól, því ef þú færð þér svona sérhæfð gaming headphones, þá ertu að fá heyrnartól sem eru kannski góð í leiki (samt ekkert betri en blanda af góðum stereo heyrnartólum og hljóðkorti) en alveg glötuð í tónlist og bíómyndagláp.




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf corflame » Fös 28. Maí 2010 14:24

Þarf ekkert að flækja þetta neitt, bara gott hljóðkort og Sennheiser




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf hsm » Fös 28. Maí 2010 14:29

corflame skrifaði:Þarf ekkert að flækja þetta neitt, bara gott hljóðkort og Sennheiser

Það sem hann sagði :8)


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf Gúrú » Fös 28. Maí 2010 17:52

Ég bara hefði ekki getað orðið sáttari fyrir 8000kr með HD555 tólin mín úr fríhöfninni 2006, og er bara mjög sáttur með HD595 sem ég fór upp í bara vegna þess hve góð HD555 eru fyrir peninginn og er mjög sáttur, þrátt fyrir rusl innbyggt hljóðkort :)

Hátalarar < HD555 < HD595


Modus ponens

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf urban » Fös 28. Maí 2010 23:36

áður en þú ferð að blæða 15 - 20 þús í heyrnatól, þá skalltu fá þér alminnilegt hljóðkort áður.

annars er það einsog að horfa á cam mynd í heimabíói.

annars er þetta lang lang bestu heyrnatól sem að ég hef nokkurn tíman prufað.
http://www.netverslun.is/Verslun/catalo ... eSupport=1
og já, töluvert betri en 595


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf mind » Lau 29. Maí 2010 00:12

urban skrifaði:áður en þú ferð að blæða 15 - 20 þús í heyrnatól, þá skalltu fá þér alminnilegt hljóðkort áður.

annars er það einsog að horfa á cam mynd í heimabíói.

annars er þetta lang lang bestu heyrnatól sem að ég hef nokkurn tíman prufað.
http://www.netverslun.is/Verslun/catalo ... eSupport=1
og já, töluvert betri en 595


Svo þú ráðleggur manninum að kaupa sér blu-ray spilara við 14" túbusjónvarpið sitt í stað þess að byrja á því að uppfæra sjónvarpið fyrir DVD spilarann ?

Bara rugl.

Innbyggða hljóðkortið á öllum nútíma móðurborðum er mjög gott. Byrjaðu á alminnilegum heyrnatólum.
Ef mín orð eru ekki nógu góð er hér hlekkur, tölur segja ekki allt en þær gefa leiðbeinandi mynd af gæðamuninum.
http://www.insidehw.com/Reviews/Multimedia/Integrated-Sound-Cards-Roundup/Page-7.html

Ef þú hlustar mjög mikið á tónlist geturðu síðar íhugað að fjárfesta í utanáliggjandi DAC til að keyra heyrnatólin og losna við suðið. T.d. frá HeadRoom.

Fyrir tölvuleiki og tónlist myndi ég skoða Xonar frá Asus




Höfundur
evilscrap
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Lau 25. Nóv 2006 12:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf evilscrap » Mán 31. Maí 2010 00:13

Ég á að vera með frekar gott innbyggt hljóðkort í móðurborðinu mínu http://www.buy.is/product.php?id_product=841.

En var að pæla vill sérstaklega hafa mic innbyggðann í heyrnatólinu en þarna þar sem ég er með innbyggt hljóðkort væri betra að fá http://buy.is/product.php?id_product=1177 í stað þess að fá http://www.buy.is/product.php?id_product=1161 þar sem með megalodoninum fylgir í rauninni hljóðkort=o Einning er ég mjög mikið að pæla í http://buy.is/product.php?id_product=219 & Logitech G35 sem eru virkilega gourmé http://www.logitech.com/en-us/webcam_communications/internet_headsets_phones/devices/5095. 7.1 virtual sound er virkilega að höfða til mín, hver haldiði að sé besti kosturinn af þessum heyrnatólum?


AMD Phenom x4 965 - GIGABYTE GA-790FXTA-UD5 - Ati Radeon 5770 - 4GB 1333 MHZ Kingston - Cooler Master Ammo 533 - 1TB HDD - Nexus RX-8500 850W - Razer Deathadder - Logitech G15 - Steelseries S&S - Steelseries Siberia v2

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf mind » Mán 31. Maí 2010 10:29

Yfirleitt er það sem USB hljóðkort gefur þér framyfir innbyggða: Aðeins tærari hljómur þar sem minna er um truflanir og hentugri stjórnun á stillingum.
En eiginlega eina stillingin sem fólk notar er hækka og lækka og það er löngu orðið innbyggt í lyklaborðið.

Ég held að heyrnatól séu of persónubundin til að hægt sé að fullyrða ein séu betri en önnur, það eru til nokkur ráð þó sem hafa reynst vel fyrir tölvufólkið.

Fólk er með mismunandi löguð eyru og það er ekki óalgengt að óþægilegt sé að vera með heyrnatól sem sitja á eyrnunum frekar en utanum þau.
Passaðu að þetta séu heyrnatól sem þú getur verið með í fleiri klukkustundir, leður t.d. hljómar rosalega vel en margir svitna svakalega undan því.
Þyngd skiptir máli í langtímanotkun
Ef þú vilt lokuð heyrnatól þarftu að borga aðeins meira til að halda sama gæðastaðli og með ódýrari opnum, aðeins flóknara kerfi til að búa til bassa o.fl.
Farðu með geisladisk sem þú þekkir eins og höndina á þér og fáðu að hlusta á hann í heyrnatólunum
Einfaldleiki getur verið af hinu góða




daniellos333
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 07. Maí 2010 02:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf daniellos333 » Mán 31. Maí 2010 14:23

Ég er að pæla í að fá mér Sennheiser 555, ég er með mjög nýtt ASRock móðurborð, þannig að þarf ég nokkuð að kaupa mér hljóðkort?

og also, hvar fæ ég Sennheiser 555 ódýrast?


ASRock-P43D2. Intel core 2 duo e7400(3ghz, 3mb cache). Mushkin(4gb DDR2 800mhz). Force3D ATI HD5770(1GB ddr5, 4800mhz memory clock). HDD(500GB 7200rpm 16mb cache), 160GB 5400rpm, Power supply: Tacens 520w. Case: Tacens Victoria II.

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4358
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 409
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf chaplin » Mán 31. Maí 2010 14:27

Fáðu þér allaveg HD555 frekar en HD595, einfaldlega afþví þau performance næstum alveg eins nema þú sért með sér hljóðkort í tölvunni. Ef þú ert ekki með alvöru hljóðkort þá skaltu spara þér smá pening og já.. fá þér HD595.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf mind » Mán 31. Maí 2010 15:44

Soldið erfitt að vita það bara útfrá framleiðanda hvort hljóðkortið er nægilega gott , ASRock er lágkostnaðarbúnaður svo ég býst ekki við að þeir séu með háendahljóðkort.

Það ætti samt ekki að há þér, þú gætir eflaust meirasegja fundið einhvern af muninum á 555 og 595 bara með miðlungshljóðkorti.

Svo ráðlegging daanielin með að fá sér 555 hefur sterkari rök við að styðjast(ef maður leiðréttir stafvilluna hans).

Myndi prufa ATT fyrir heyrnatólin sjálf.




Höfundur
evilscrap
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Lau 25. Nóv 2006 12:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Pósturaf evilscrap » Mán 31. Maí 2010 18:58

Hef ákveðið að taka Logitech G35 eftir að hafa lesið slatta af Reviews á netinu þá hafa þau komið best út :)


AMD Phenom x4 965 - GIGABYTE GA-790FXTA-UD5 - Ati Radeon 5770 - 4GB 1333 MHZ Kingston - Cooler Master Ammo 533 - 1TB HDD - Nexus RX-8500 850W - Razer Deathadder - Logitech G15 - Steelseries S&S - Steelseries Siberia v2