Síða 1 af 1

nýr cpu og gömul kæling

Sent: Mán 17. Maí 2010 05:49
af gunni123
Er að fara að fá mér nýjan cpu og er að spá hvort það sé ekki alveg 100% hægt að nota gömlu cpu kælinguna og hvort að svona hitaleiðandi fita fylgi með cpu og hvort maður á að bæta við meira fitu við gömlu fituna sem er eftir eða einfaldlega að nota gömlu sem er á nú þegar? Takk kærlega fyrirfram.

Re: nýr cpu og gömul kæling

Sent: Mán 17. Maí 2010 07:44
af BjarniTS
Þú átt að setja nýtt kælikrem.
Fylgir líklegast með , en ef ekki þá er svona krem ekkert ofurdýrt
Taktu framt tegundirnar sem um ræðir , móðurborð + cpu.
Þá er hægt að svara þér um hvort hlutir passi á milli.