Síða 1 af 1

nýliði spurning um örgjörva

Sent: Lau 15. Maí 2010 19:52
af gunni123
Halló heyrðu ég er að núna er ég með alls ekki góðan örgjörva og eitthvað móðurborð sem ég veit ekkert nafnið á og ég er að spá að fá mér nýjan cpu en ég er hræddur um að hann mundi ekki passa í móðurborðið er eitthvað til í því eru þeir allir eins á neðann?

Re: nýliði spurning um örgjörva

Sent: Lau 15. Maí 2010 19:56
af gardar
Þeir eru ekki allir eins að neðan.

Þú þarft að finna út hvernig örgjörva þú ert með, getur t.d. notað þetta forrit til þess: http://www.cpuid.com/cpuz.php

Re: nýliði spurning um örgjörva

Sent: Lau 15. Maí 2010 20:03
af Frost
gardar skrifaði:Þeir eru ekki allir eins að neðan.

Þú þarft að finna út hvernig örgjörva þú ert með, getur t.d. notað þetta forrit til þess: http://www.cpuid.com/cpuz.php


Líka hvernig móðurborð :D Alltaf gott að vita það.

Re: nýliði spurning um örgjörva

Sent: Lau 15. Maí 2010 20:18
af Benzmann
þarft að hafa í huga hvort að þetta sé AMD eða Intel örgjörvi, og hvaða socket hann er, og svo fyrst og fremst líka þá myndi ég googla móðurborðið og gá hvaða örgjörva það styður og hvaða socket það er með.

Re: nýliði spurning um örgjörva

Sent: Lau 15. Maí 2010 20:20
af BjarkiB

Re: nýliði spurning um örgjörva

Sent: Sun 16. Maí 2010 00:11
af nonesenze
flott að það sé svarað svona + til ykkar, þoli ekki skýtkast til nýliða sem vilja læra

best væri að opna hliðina á tölvuni og lesa hvað stendur oftast undir hvítu raufana á móðurborðinu eða á milli þeirra og segja okkur hvað stendur þar, eða ná í forrit eins og einn benti á cpu Z...

nafnið sem stendur á móðurborðinu gæti verið MS-7260 eða eitthvað svoleiðis eða GA-???? eða eitthvað á þessum línum A7e- pro v1.1 (er bara að skálda þetta en þetta ætti að vera eitthvað í líkingu)