Síða 1 af 1

Að nota onboard hljóðkort með pci korti

Sent: Fös 14. Maí 2010 02:02
af gunnarasgeir
Jæja loksins er sound blasterinn kominn í lag í tölvunni hjá mér og allt virkar fínt.
Vildi bara fá smá upplýsingar.. Ég er oft með tölvuna tengda við mixer og því gott að geta verið með soundblasterinn og svo onboard kortið á sitthvori rásinni á mixernum ásamt fleiru.

En já hvernig virkja ég innbyggða móðurborðskortið þegar sound blasterinn er líka í gangi. Vill hafa þau bæði nefninlega active.

Re: Að nota onboard hljóðkort með pci korti

Sent: Fös 14. Maí 2010 11:56
af SteiniP
Í sumum forritum geturðu valið um hvaða hljóðkort er notað. Svo geturðu sett hitt kortið sem default í playback/recording devices í windows fyrir restina.
Prófaðu að fletta í gegnum stillingar í hljóðvinnsluforritinu sem þú ert að nota. Held samt að þú getir örugglega ekki notað tvö hljóðkort í sama forritinu.