Síða 1 af 1
Windows load screen verður hvítur
Sent: Mið 12. Maí 2010 21:26
af Hargo
Ég setti upp nýja tölvu fyrir um 2-3 vikum síðan. Keyrir á Windows XP 32bita og hefur verið að runna fínt síðan þá, allavega engin vandamál svo ég viti til.
Allt í einu tekur hún upp á því að skjárinn verður smám saman hvítur þegar Windowsið logoið kemur og er að loada sig upp í bootinu. Ég hélt fyrst að skjárinn eða skjákortið væri að klikka. Prófaði að boota upp í Safe mode með networking og þá er þetta í góðu lagi. Ætli skjákortsdriverinn sé að feila?
Er í þessum töluðu orðum að downloada skjákortsdrivernum og ætla að setja hann upp aftur. Er að downloada nýrri version. Er á slappri nettengingu þannig að þetta tekur smá tíma. Einhver með aðrar hugmyndir sem ég get prófað ef að installa nýrri driver breytir engu? Updeita bios kannski?
Þetta er Gigabyte GA-MA78LM-S2 móðurborð með onboard ATI 3000 skjákorti.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Mið 12. Maí 2010 21:50
af lukkuláki
Ég myndi halda að skjástýring á móðurborði sé biluð, hljómar mjög þesslegt.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Mið 12. Maí 2010 22:13
af Hargo
Næ með engu móti að downloada þessum nýja driver á þessari tengingu. Þetta er sem sagt tölva sem ég setti saman fyrir gamla settið, þau eru með fremur slappa nettengingu og ég þarf víst að skunda héðan núna. Verð bara að downloada honum heima hjá mér og koma með á USB lykli til að athuga hvort það breyti einhverju að installa nýrri driver.
En ég fiktaði aðeins í BIOS. Breytti þar INIT DISPLAY úr PCI SLOT í Onboard. Það virkaði ekki, sama sagan - hvítur skjár þegar Windows byrjar að loada sig upp. Þá prófaði ég að breyta INIT DISPLAY í PEG (hef ekki hugmynd hvað það stendur fyrir) og þá virðist þetta virka ágætlega. Búinn að restarta fjórum sinnum, í þrjú skipti bootar hún upp eðlilega, eitt skiptið kom hvítur skjár. Þannig að þetta er ekki varanleg lausn en allavega geta þau þá notað tölvuna um sinn, segi þeim að setja hana bara á standby í stað þess að slökkva á henni þar til ég kíki aftur við í heimsókn.
Annars er þetta allt enn glænýtt og í ábyrgð hjá Tölvutek ef það kemur svo í ljós að þetta er bilað. Vil bara ekki skunda með móðurborðið til þeirra fyrr en ég er nokkurn veginn alveg viss um að þetta sé ekki driver eða bios issue. Þó hefur mér fundist skjástýringin vera að keyra fremur heit alveg frá byrjun. Er t.d. í 77°C núna undir litlu sem engu álagi.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Mið 12. Maí 2010 23:52
af AntiTrust
Get nánast lofað þér því að þetta er skjástýringin/móðurborðið.
Að setja INIT DISPLAY í PEG er bara að segja BIOS að PCI-E sé í priority. Þetta getur flýtt fyrir bootup á glænýjum móðurborðum.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Fim 13. Maí 2010 00:41
af Hargo
Furðulegt að þetta gerist bara þegar hún er að byrja að loada upp Windows. Í þau skipti sem þetta gerist ekki (3/4 skiptum eftir að ég skipti INIT DISPLAY í PEG) þá virkar þetta fínt...allavega enn um sinn.
Prófa að henda inn nýrri driver og uppfæra BIOS bara upp á gamanið áður en ég skunda með hana í Tölvutek og fæ nýtt móðurborð.
Takk annars fyrir svörin reynsluboltar

Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Mið 19. Maí 2010 20:51
af Hargo
Ein spurning, gæti ég ekki komist hjá þessum vandræðum með onboard skákortið með því að setja annað skjákort í PCI slottið? Ég á eitt gamalt sem er ekki í notkun. Það er kannski vitleysa að redda þessu þannig fyrst tölvan er ný og allt enn í ábyrgð.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Fim 20. Maí 2010 01:24
af AntiTrust
Hargo skrifaði:Ein spurning, gæti ég ekki komist hjá þessum vandræðum með onboard skákortið með því að setja annað skjákort í PCI slottið? Ég á eitt gamalt sem er ekki í notkun. Það er kannski vitleysa að redda þessu þannig fyrst tölvan er ný og allt enn í ábyrgð.
Ættir að geta það, passaðu bara að disable onboard GPU í BIOS. Myndi samt ekkert vera að fikta í þessu, henda þessu bara beint til baka í viðgerð til að fá nýtt.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Fös 21. Maí 2010 14:31
af Hargo
Setti inn nýjan driver og nú virðist vandamálið vera úr sögunni. Er allavega búinn að slökkva og kveikja á kvikindinu a.m.k. 10 sinnum án þess að nokkuð slæmt gerist. Er einnig búinn að prófa að restarta 10-20 sinnum og þetta virðist vera í lagi núna.
Hvernig er það annars, loadast inn allir driverar um leið og Windows logoið kemur á skjáinn?
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Fös 21. Maí 2010 14:37
af AntiTrust
Hargo skrifaði:Setti inn nýjan driver og nú virðist vandamálið vera úr sögunni. Er allavega búinn að slökkva og kveikja á kvikindinu a.m.k. 10 sinnum án þess að nokkuð slæmt gerist. Er einnig búinn að prófa að restarta 10-20 sinnum og þetta virðist vera í lagi núna.
Hvernig er það annars, loadast inn allir driverar um leið og Windows logoið kemur á skjáinn?
Já, það er meðal annars það sem er að gerast á bakvið loading tímann með Logo-ið. Driverar, services etc.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Þri 25. Maí 2010 18:03
af Hargo
Smá update.
Hélt ég væri búinn að leysa þetta. Fór með tölvuna til gamla fólksins aftur, skellti skjánum í samband og kveikti stoltur á vélinni. Nei nei, þá kemur þetta aftur, skjárinn frýs og verður hvítur þegar Windows loadast. Þá fer ég að gruna skjáinn þeirra um græsku (gamall Medion skjár) þar sem tölvan virkaði hnökralaust hjá mér svona lengi. Kippi VGA tenginu úr skjánum þar sem myndin er frosin og tengi 19" sjónvarp sem þau eiga við tölvuna. Þá virðist tölvan hafa haldið áfram að starta sér upp í background þó Windows Boot logoið frjósi og verði hvítt. Prófaði að restarta vélinni með sjónvarpið tengt við og þá gerðist þetta aftur þannig að það er ekki við skjáinn að sakast (enda var það langsótt tilgáta).
Það sem virkar núna er að hafa slökkt á skjánum þegar kveikt er á vélinni og kveikja ekkert á honum fyrr en maður heyrir Windows welcome soundið hljóma í hátölurunum. Ég mun enda með þetta í Tölvutek for sure, ábyrgðin hlýtur að dekka þetta.
Re: Windows load screen verður hvítur
Sent: Þri 25. Maí 2010 18:33
af AntiTrust
Eins og ég sagði, þetta er 99% móðurborðs/skjástýringarbilun og þar með 99% ábyrgðarmál

En því betra sem þetta fer á verkstæði, því betra.