Síða 1 af 1

Nánast svartur skjár

Sent: Sun 09. Maí 2010 01:21
af Orri
Kvöldið.

Er hér með gamlann Dell E171FP 17" LCD skjá sem hætti að sýna mynd fyrir löngu síðan og var settur ofaní kassa.
En áðan datt mér í hug að prófa að tengja skjáinn aftur sem aukaskjá og sjá hvort það kæmi ekki mynd.
Engin mynd kom en hinsvegar kemur grænt ON ljós á tækinu og skjárinn kemur upp í tölvunni.
Ég prófaði allar stillingar, bæði í Control Panel og í ATI Catalyst Control Center en ekkert gekk.

Þá fór ég að gúgla þennan skjá og datt inn á þráð þar sem einhver benti manni á að lýsa á skjáinn með vasaljósi og sjá hvort maður sjái nokkuð.
Viti menn, ég gat séð Windows Explorer gluggann sem ég dróg inná skjáinn frá aðalskjánum mínum.
Samt var hann of dökkur til að lesa nokkurn texta eða sjá músarbendilinn.
Hinsvegar þá stóð ekkert á þessum þræði um hvernig mætti laga þetta.

Þannig ég spyr, er einhver leið til að sjá hvort þetta sé Inverter borðið eða Backlightin sem eru farin í skjánum ?
Ég er búinn að rífa skjáinn í sundur og er búinn að finna bæði Backlightin og Inverter borðið en það sér ekkert á þeim.

Fyrirfram þakkir,
Orri.

Re: Nánast svartur skjár

Sent: Sun 09. Maí 2010 01:44
af AntiTrust
Annaðhvort inverter eða baklýsing farin, oftast ekkert mál að skipta um inverter og ódýr í þokkabót. Misjafnt eftir skjáum hvort og hversu mikið vesen það er að skipta um baklýsinguna sjálfa. Engin leið hugsa ég til að sjá hvort er með góðu móti nema bara skipta um annaðhvorn hlutinn.

Re: Nánast svartur skjár

Sent: Sun 09. Maí 2010 13:28
af Orri
AntiTrust skrifaði:Annaðhvort inverter eða baklýsing farin, oftast ekkert mál að skipta um inverter og ódýr í þokkabót. Misjafnt eftir skjáum hvort og hversu mikið vesen það er að skipta um baklýsinguna sjálfa. Engin leið hugsa ég til að sjá hvort er með góðu móti nema bara skipta um annaðhvorn hlutinn.

Hvar getur maður verslað svona inverter og/eða baklýsingu ?

Ég er búinn að komast að baklýsingunni í skjánum og þarf bara mjög lítið skrúfjárn til að losa baklýsinguna þannig það ætti ekki að vera mikið mál :)

Re: Nánast svartur skjár

Sent: Sun 09. Maí 2010 16:38
af kubbur
hugsa að þitt næsta verkefni sé að komast að því hvort þún getir notað notað unit, og hvort það þurfi að vera eins skjár eða hvort þú getir notað úr hvaða skjá sem er, eftir því er best að dæma hvaðan sé best að fá þetta unit

Re: Nánast svartur skjár

Sent: Sun 09. Maí 2010 23:17
af roadwarrior
Ef þú gúgglar þessa skjátýpu sérðu að þetta er þekkt vandamál með þessa línu/týpu af skjám frá Dell. Það er verið að selja kit á eBay sem er ætlað að laga þetta. Á sjálfur svona skja sem ég reyndi að gera við en gekk ekki.