Síða 1 af 1
Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 12:17
af daniellos333
Sælir ég vildi spurja ykkur hvort það væri hægt að tengja tvo skjái við 5770 kortið mitt og, ég er að pæla í að fá mér 32 tommu lcd skjá og nota hann fyrir tölvuleikjaspilun og til að horfa á myndir.
Þá er ég að tala um að þegar ég kveiki á mynd eða tölvuleik þá slökknar á litla skjánum og stóri skjárinn activeitast.
Frekar óraunsætt case en aldrei að vita..
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 12:30
af KermitTheFrog
Gengur ekki að vera bara með dual display?
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 12:31
af Matti21
Veit ekki með leiki en margir spilarar bjóða þér upp á að velja hvor skjárinn er notaður í full screen td. bara Media player classic: Home cinema.
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:00
af daniellos333
ok, en get ég ekki bara valið þá manually áður en ég spila myndir eða leiki hvorn skjáin ég vill nota?
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:23
af andribolla
hefur skjáinn bara stiltan á clone

Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:26
af daniellos333
hvernig geri ég það og hvað nákvæmlega gerir það?
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:32
af mattiisak
daniellos333 skrifaði:hvernig geri ég það og hvað nákvæmlega gerir það?
þá er bara það nákæmlega sama að gerast á báðum skjánum í einu
http://www.youtube.com/watch?v=7eQU7u1g ... re=related
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:41
af daniellos333
en er ég þá ekki að skipta kraft skjákortsins í tvennt?
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:54
af andribolla
daniellos333 skrifaði:en er ég þá ekki að skipta kraft skjákortsins í tvennt?
svo gætiru líka bara sleft þvi að vera með tvo skjái
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 13:55
af daniellos333
andribolla skrifaði:daniellos333 skrifaði:en er ég þá ekki að skipta kraft skjákortsins í tvennt?
svo gætiru líka bara sleft þvi að vera með tvo skjái
já ég gæti það en ég vill hava tvo skjái

Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 14:10
af vesley
daniellos333 skrifaði:andribolla skrifaði:daniellos333 skrifaði:en er ég þá ekki að skipta kraft skjákortsins í tvennt?
svo gætiru líka bara sleft þvi að vera með tvo skjái
já ég gæti það en ég vill hava tvo skjái

Auðveldast væri bara að hafa 1 þeirra sem Main-display .
Þannig þegar þú ferð í tölvuleik þá er hann á 32" skjánum ef þú vilt hafa hann sem aðal. hinn verður samt enn í gangi.
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 19:42
af JohnnyX
er ekki bara auðveldast eins og komið hefur fram að hafa dual monitor setup og færa það sem þú vilt hafa í full screen á sjónvarpinu og svo einfaldlega slökkva á hinum?
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Lau 08. Maí 2010 20:40
af SteiniP
Ultramon getur gert þettta og margt margt fleira
þ.e.a.s. hotkey til að disable'a secondary (litla) skjáinn
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Sun 09. Maí 2010 00:43
af einsii
Einhvertíman gerði ég eitthvað svona með stillingum undir "video overlay" eða eitthvað þannig í display settings.
Þar valdi ég hvor skjárinn væri til að spila video og það fór alltaf á hann í full screen en spilarnn runaði svartur á hinum skjánum á meðan.
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Sun 09. Maí 2010 17:06
af snaeji
Þú verður að slökkva á í stillingunum að skjákortið notið noti 1 skjá í gpu performance bla bla eh man ekki hvað þetta heitir rekst á þetta í advance eh staðar á nvidia skjákortunum
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Sun 09. Maí 2010 17:45
af Narco
Þetta er mjög einfalt, þú finnur það sem þig vantar í profiles í catalyst.
Býrð til profile sem heitir t.d. "bara tv" og annan sem heitir t.d. "bara pc".
Svo smellir þú á þann profile sem þú vilt nota hverju sinni og tölvan sér um rest!!
Ef þú veist ekki hvernig á að gera þetta þá googlaðu það bara, var með þetta alltaf sjálfur samfara fjarstýringu til að nota þegar ég var með stillt á sjónvarpið.
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Mán 10. Maí 2010 00:10
af kubbur
þarft að vera með sömu upplausn á báðum skjám ef þú notar clone
hugsa að svarið frá narco sé "your best shot"
Re: Skipta frá einum skjá yfir í annan þegar spilað er bíómynd
Sent: Þri 18. Maí 2010 17:20
af Narco
Það er hægt að fá hræódýra fjarstýringar hjá kísildal, held þær kosti um 2500 kall stykkið, það eru græjurnar sem ég notaði.