Síða 1 af 1
Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:47
af andribolla
ég er með svona semí gamalt móðurborð en það er samt með tvem pci-e
er með eitt skjákort sem er með tvem dvi út. og tvo skjái á því
en ef ég fæ mér svipað eða eins kort í vibót get eg þá bætt tvem skjáum við ?
http://www.multi-monitors.com/SUPER_PC_Multi_Monitor_Computer_Setup_Instructions_s/40.htm-Andri
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:59
af AntiTrust
Ætti ekki að vera neitt mál, ekki í desktop vinnslu allavega. Þarft bara að vera með skjákort sem er í sömu línu, fer eftir framleiðendum hversu lík þau þurfa að vera.
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 22:20
af andribolla
Skil þig

semsagt bara annað "GeForce" pci-e kort, setja það í auka raufina og plug and play

Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 22:29
af beatmaster
Hvað heitir þetta móðurborð?
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 22:33
af AntiTrust
andribolla skrifaði:Skil þig

semsagt bara annað "GeForce" pci-e kort, setja það í auka raufina og plug and play

Njah, það dugar ekki alltaf, þarf að vera oft í sömu línu, þeas sama tala í byrjun módelnúmersins. Hinsvegar eru undantekningar á því.
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 22:39
af andribolla
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Mán 03. Maí 2010 23:24
af Cikster
Ekkert mál að vera með ATI og Nvidia kort í sömu vél. Getur reyndar bara notað annað kortið fyrir alvöru leikjaspilun (setur upp driver fyrir það til að fá betri 3d vinnslu) en ef þú lætur windows bara finna driverinn fyrir hitt kortið mun það virka fínt í 2d vinnsluna og video gláp.
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 08:07
af andribolla
hehe held að siðasti leikur sem eg spilaði hafi verið Max Payne =)
þetta væri svona aðalega fyrir multi tasking í winows

Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 08:36
af kubbur
multitasking er awesome
er með 3 skjái á 2 kortum, ati 4870x2 og ati radeon hd 4300/4500
bara awesome
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 08:42
af KermitTheFrog
Max Payne er nú samt með betri leikjum sem gerðir hafa verið.
Annars er ekkert mál að vera með tvö gjörólík kort í sömu vél. Málið með að vera með eins kort er bara upp á xFire eða SLi.
Re: Get ég notað 4 skjái í einu ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 09:00
af vesley
KermitTheFrog skrifaði:Max Payne er nú samt með betri leikjum sem gerðir hafa verið.
Annars er ekkert mál að vera með tvö gjörólík kort í sömu vél. Málið með að vera með eins kort er bara upp á xFire eða SLi.
Getur notað 2 ólík ATI kort í Crossfire. Það skiptir ekki máli þótt þú crossfirear 5870 með 5850 það ætti að virka. en með SLI þá þarftu 2 eins. s.s. 2x 480 eða álíka.