Síða 1 af 2
Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 19:48
af Páll
Jæja, málin standa svo... að ég er með server heima uppá skrifborði við hliðin á túbuskjá..
við GLUGGA Okey, uptimeið var komið uppí 15 daga og allt í gúddí fíling, svo kemur frænka mín í heimsókn.. og slekkur gersamlega á henni(þetta er server sem ég leigi út, ég btw er ekki heima þarsem serverinn er, fer þangað bara 2 vikna fresti) Og núna segir hún að það séé alveg roooosaleg eldhætta og blablabla... og núnna vill móðir mín ekki hafa tölvunna í gangi, vegna eldhættu sem frænka mín lýsir...
Er þetta satt? Er svona mikil eldhætta? hvað á ég að segja svo að hún treysti þessu?
MIG vantar déskotans peninginn sem ég fæ fyrir þennan server.... plz help föööz


Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 19:52
af Blackened
Tjah.. er tölvukassinn þinn úr pappír?
ég hef ekki slökkt á tölvunni minni síðan ég keypti hana fyrir rúmum 2 árum nema bara til uppfærslu og flutninga og svona.. alltaf kveikt á öllum tölvum sem ég á.. og ég hef ekki fundið svo mikið sem brunalykt..
eldhættan er lítil sem engin og frænka þín er.. tjah.. paranoid?
bara passa að þetta sé ekki fullt af ryki og ógeði og þá er allt í góðu
Biddu hana bara um að koma með dæmi þarsem að kviknað hefur í tölvukassa, og ekki bara eitthvað sem hún heyrði um að einhver kona á barnalandi hefði lesið um í útlöndum

Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 19:55
af KermitTheFrog
Stafar álíka mikil eldhætta af þessu og venjulegri uppþvottavél...
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 19:57
af mattiisak
fylgstu líka með hitastigingum á tölvunni með HWMonitor ef hann er bara normal á móðurborðinu og diskunum og örgjörvanum. þá eru ekki miklar líkur að það fara að kveikna í tölvunni hjá þér

Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:00
af Páll
Takk fyrir svörin, ég hef nú sannfært móður mína

Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:10
af Jimmy
Kipptu ísskápnum, þvottavélinni og frystikistunni reglulega úr sambandi útaf 'eldhættu'
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:13
af mattiisak
Jimmy skrifaði:Kipptu ísskápnum, þvottavélinni og frystikistunni reglulega úr sambandi útaf 'eldhættu'

Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:16
af Pandemic
mattiisak skrifaði:fylgstu líka með hitastigingum á tölvunni með HWMonitor ef hann er bara normal á móðurborðinu og diskunum og örgjörvanum. þá eru ekki miklar líkur að það fara að kveikna í tölvunni hjá þér

Þó svo að örgjörvin þinn myndi ná yfir 100°C gráður þá myndi lítið gerast nema hann eyðileggjast svo hitastig á innviðum tölvunnar breytir engu í sambandi við eldhættu.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:17
af CendenZ
Ég held að það hafi aldrei kviknað í á venjulegu heimili í tölvu/server.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:24
af appel
Það eru tugþúsundir tölva í fyrirtækjum keyrandi 24/7, hef aldrei heyrt um að það allt í einu kveikni í þeim.
Slíkt er ekki ómögulegt í mjög gamalli dollu uppfull af ryki. En ef hún er ný, með nóg loftflæði, þá er það mjög ólíklegt. Það væri líklegra ef það myndi kveikna í út frá allt öðru.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 20:47
af Gúrú
CendenZ skrifaði:Ég held að það hafi aldrei kviknað í á venjulegu heimili í tölvu/server.
Kannski í einhverjum af þessum fartölvum sem voru ca 6000 með gölluðu batterýi hjá Dell?
Það kviknaði auðvitað ekki í þeim, en batterýin sprungu og það hefði kannski getað kveikt í nærliggjandi hlut.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:00
af Páll
Gúrú skrifaði:CendenZ skrifaði:Ég held að það hafi aldrei kviknað í á venjulegu heimili í tölvu/server.
Kannski í einhverjum af þessum fartölvum sem voru ca 6000 með gölluðu batterýi hjá Dell?
Það kviknaði auðvitað ekki í þeim, en batterýin sprungu og það hefði kannski getað kveikt í nærliggjandi hlut.
Í þessu tilviki er verið að tala um turn.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:01
af Gúrú
Pallz skrifaði:Í þessu tilviki er verið að tala um turn.
Aldrei að fara að gerast. (Ef þú gerðir ekkert stórfáránlegt inni í þessum turn)
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:04
af Páll
Gúrú skrifaði:Pallz skrifaði:Í þessu tilviki er verið að tala um turn.
Aldrei að fara að gerast. (Ef þú gerðir ekkert stórfáránlegt inni í þessum turn)

Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:26
af KermitTheFrog
Gúrú skrifaði:CendenZ skrifaði:Ég held að það hafi aldrei kviknað í á venjulegu heimili í tölvu/server.
Kannski í einhverjum af þessum fartölvum sem voru ca 6000 með gölluðu batterýi hjá Dell?
Það kviknaði auðvitað ekki í þeim, en batterýin sprungu og það hefði kannski getað kveikt í nærliggjandi hlut.
Það var líka einhver útgáfa af Vaio sem fór að kveikja í sér, enda gallaðar.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:58
af hagur
Úff, frænka þín þyrfti að sjá inn í server "herbergið/kompuna mína ... það myndi líða yfir hana
c.a 2 fermetra kompa með tveim stórum turnkössum sem eru í gangi 24/7, router, switch, external harðdiskum, prentara og svo ýmsum öðrum rafmagnstækjum, t.d heimabíómagnara, tveim afruglurum, vídeo tæki o.fl. o.fl.
Sem betur fer er ágætis loftræsting í kompunni þannig að hitastigið fer ekki yfir 26° gráður þarna inni, en ég er ekki paranoid hvað varðar eldhættu. "Knock-on-wood".
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 21:59
af Páll
hagur skrifaði:Úff, frænka þín þyrfti að sjá inn í server "herbergið/kompuna mína ... það myndi líða yfir hana
c.a 2 fermetra kompa með tveim stórum turnkössum sem eru í gangi 24/7, router, switch, external harðdiskum, prentara og svo ýmsum öðrum rafmagnstækjum, t.d heimabíómagnara, tveim afruglurum, vídeo tæki o.fl. o.fl.
Sem betur fer er ágætis loftræsting í kompunni þannig að hitastigið fer ekki yfir 26° gráður þarna inni, en ég er ekki paranoid hvað varðar eldhættu. "Knock-on-wood".
Það myndi geeersamlega líða yfir hana haha...

Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 23:21
af rapport
Ég þoli ekki svona frænkur/fólk...
Sem eru hálvitar sem halda að allir aðrir séu hálvitar því þeir fara ekki eftir einhverju bulli úr Oprah...
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 23:24
af AntiTrust
rapport skrifaði:Ég þoli ekki svona frænkur/fólk...
Sem eru hálvitar sem halda að allir aðrir séu hálvitar því þeir fara ekki eftir einhverju bulli úr Oprah...
Oh hvað ég er sammála þér. Langar að rífa kjaft við þessa besserwisserfrænku bara við að lesa þennan þráð.
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 23:26
af hauksinick
rapport skrifaði:Ég þoli ekki svona frænkur/fólk...
Sem eru hálvitar sem halda að allir aðrir séu hálvitar því þeir fara ekki eftir einhverju bulli úr Oprah...
x2
Re: Eldhætta?
Sent: Mán 03. Maí 2010 23:52
af BjarniTS
Það hefur örugglega orðið bál af völdum fjöltengja sem dæmi :
http://www.neytendastofa.is/?NewsID=104&PageID=13Þessi eiga að vera illa smíðuð , en samt sko með þessa frænku þína , ef að það myndi svo verða eldur af völdum tölvunnar , hvort sem það eru <1% líkur á því , þá værir þú í svo leiðinlegri aðstöðu.
Maður er kannski ekki að tefla á tæpasta vaði en samt svona , þetta er alltaf þetta stóra "EF"
Re: Eldhætta?
Sent: Þri 04. Maí 2010 10:32
af chaplin
rapport skrifaði:Ég þoli ekki svona frænkur/fólk...
Sem eru hálvitar sem halda að allir aðrir séu hálvitar því þeir fara ekki eftir einhverju bulli úr Oprah...
3x...
Re: Eldhætta?
Sent: Þri 04. Maí 2010 12:36
af Don Vito
BjarniTS skrifaði:Það hefur örugglega orðið bál af völdum fjöltengja sem dæmi :
http://www.neytendastofa.is/?NewsID=104&PageID=13Þessi eiga að vera illa smíðuð , en samt sko með þessa frænku þína , ef að það myndi svo verða eldur af völdum tölvunnar , hvort sem það eru <1% líkur á því , þá værir þú í svo leiðinlegri aðstöðu.
Maður er kannski ekki að tefla á tæpasta vaði en samt svona , þetta er alltaf þetta stóra "EF"
Ekki sammála. Það verða alltaf þessi örfáu dæmi til staðar. En það er engin ástæða til þess að vera paranoid yfir svona löguðu. Ég meina, kannski var einu sinni eldhætta á tölvum, þegar þær voru fjórir fermetrar og tuttugu kíló. Og hljómuðu eins og traktor. En ég held að það stafi engin meiri eldhætta á borðtölvum unglinga í dag, heldur en venjulegum heimilstækjum. Sem að er kveikt á 24/7. Ísskápur, frystir, uppþvottavél, þvottavél ofl. Ef að það er einhver eldhætta þá ætti hún að koma úr fjöltenginu. Passaðu bara að það sé á stað sem er ekki útataður í ryki og þá ættirðu að vera safe.
Re: Eldhætta?
Sent: Þri 04. Maí 2010 13:43
af Sphinx
kveiknaði einusinni i aflgjafanum hans bróðir mins þvi hann var gjörsamlega pakkaður af ryki en það kveiknar ekkert eitthvað i húsinu það bara steiktist aflgjafin kom smá lygt
allavegana þá vill móðir mín alltaf að eg slokkvi lika a tölvuni á nætuarnar því hun seigir að þetta eyði svo mikklu rafmagni :S er þetta að taka mikið rafmagn meðan maður er að downloada á næturnar

Re: Eldhætta?
Sent: Þri 04. Maí 2010 13:54
af GullMoli
Aron123 skrifaði:kveiknaði einusinni i aflgjafanum hans bróðir mins þvi hann var gjörsamlega pakkaður af ryki en það kveiknar ekkert eitthvað i húsinu það bara steiktist aflgjafin kom smá lygt
allavegana þá vill móðir mín alltaf að eg slokkvi lika a tölvuni á nætuarnar því hun seigir að þetta eyði svo mikklu rafmagni :S er þetta að taka mikið rafmagn meðan maður er að downloada á næturnar

Sama hjá bróðir mínum, hann var að vísu að kveikja á tölvunni sinni þegar það gerðist.