Síða 1 af 1

Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 13:19
af Skari
Sælir

Vandamálið er þannig að tölvan frýs alltaf, í byrjun var það eingöngu þegar ég var í WoW, þá lýsti sér það þannig að það pixlarnir fóru í rugl. Núna þó eru pixlarnir komnir í rugl þegar ég ræsi henni (hún frýs ekki)

http://img146.imageshack.us/i/myndu.jpg/

Þessi linkur hér að ofan er hvernig desktopið lítur út eftir að hún ræsir sig.

Búinn að rykhreinsa í kringum skjákortið, setti inn nýjan skjákortsdriver og þar sem tölvuverslunirnar eru lokaðar í dag þá langar mig að spyrja ykkur ef þið hafið lent í svipuðu.

Fyrifram þakkir

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 14:04
af peer2peer
90 % líkur að skjákortið sé að gefa sig.

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 14:24
af Pandemic
Athugaðu hvort að Hz á skjánum séu rétt, þar að segja athugaðu hvort hann þoli þau Hz sem þú ert með stillt á. Oftar en ekki getur það gerst að hugbúnaðurinn í skjánum getur verið currupted og gefið frá sér vitlaus viðmiðunar Hz eða þá að engir driverar/prófílar eru inni fyrir þennan tiltekna skjá.
Vandamálið sem ég lýsi hér að ofan er eitthvað sem myndi lýsa sér eins og á myndinni þinni.

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 14:25
af Skari
Ef það er skjákortið sem er að bilast þá er ég með Nvidia Geforce 8800 GTS 512 Mb, ef einhver er að selja þessa týpu eða svipaða þá má sá endilega hafa samband við mig.

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 14:27
af Pandemic
Þú ert svolítið óljós í póstinum þínum, frýs hún eftir að hún er komin inn í Windowsið og þú spilar leiki eða er skjárinn bara í ruglinu?

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 15:04
af Skari
Pandemic skrifaði:Þú ert svolítið óljós í póstinum þínum, frýs hún eftir að hún er komin inn í Windowsið og þú spilar leiki eða er skjárinn bara í ruglinu?


Afsakið með það, kemur fyrir að pixlarnir fari alveg í rugl strax í bootscreen, hún hefur náð að ræsa sig en með pixlana þá breytist það ekkert. Fyrst var hún bara að frjósa í WoW en núna frýs hún hvar sem er, við litla sem enga vinnslu.
Búinn að skipta um skjá en ekkert lagaðist við það, búinn að vera að hugsa um að formata en samt með efast samt stórlega að það sé ástæðan því eins og ég sagði þá kemur þetta áður en windows ræsist af harða disknum

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 15:14
af Klemmi
Allar líkur á því að þetta sé skjákortið :( Frá hvaða framleiðanda er þetta annars?

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 15:36
af Skari
Klemmi skrifaði:Allar líkur á því að þetta sé skjákortið :( Frá hvaða framleiðanda er þetta annars?


Gigabyte

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 18:30
af Skari
Jæja búinn að finna að bilunin er í skjákortinu, setti 7900gt í og allt virkar mjög vel núna.

Langar samt að vita hvort þetta sé nóg kæling fyrir það, á hinu skjákortinu var vifta á sjálfu skjákortinu en ekki þessu, tók mynd af kassanum sem þið sjáið hér að neðan.

http://img265.imageshack.us/i/sl3705666c.jpg/

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 18:35
af hauksinick
ætti að vera nóg

Skari skrifaði:Jæja búinn að finna að bilunin er í skjákortinu, setti 7900gt í og allt virkar mjög vel núna.

Langar samt að vita hvort þetta sé nóg kæling fyrir það, á hinu skjákortinu var vifta á sjálfu skjákortinu en ekki þessu, tók mynd af kassanum sem þið sjáið hér að neðan.

http://img265.imageshack.us/i/sl3705666c.jpg/

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 19:06
af Elmar
skeði fyrir mig um daginn á sama korti , virkaði hjá mér að setja nýtt kælikrem á skjákortið og ekki buin að slá fail slag í 3mánuði. myndi prufa það áður en þú ferð útí að kaupa þér nýtt.

Re: Tölvan frýs í sífellu

Sent: Lau 01. Maí 2010 20:40
af beatmaster
Skari skrifaði:Jæja búinn að finna að bilunin er í skjákortinu, setti 7900gt í og allt virkar mjög vel núna.

Langar samt að vita hvort þetta sé nóg kæling fyrir það, á hinu skjákortinu var vifta á sjálfu skjákortinu en ekki þessu, tók mynd af kassanum sem þið sjáið hér að neðan.

http://img265.imageshack.us/i/sl3705666c.jpg/
Þetta er nóg kæling, Silent Pipe kort frá MSI ef að ég er ekki að rugla, allavega er þetta kort gert til að vera viftulaust