Síða 1 af 1

AMD 955BE óstöðugur og hitnar mikið

Sent: Sun 25. Apr 2010 00:51
af Pandemic
Sælir


Svona standa málin. Ég er búinn að vera með nýsamsetta vél hjá mér í gjörgæslu en vandamálið lýsir sér þannig að leikir hrynja og Prime95 gefur error á 2 kjörnum eftir 4 eða 5 testið. Hitin á örgjörvanum er einnig mjög mikill, hann er að keyra idle 45°C og hefur mest farið í 69°C undir miklu álagi. Það fyrsta sem mér datt í hug var auðvitað að skoða kælinguna. Ég opnaði kassan og athugaði hvort kælikremið væri ekki örruglega að snerta örgjörvan og það var í lagi. Viftan virðist sitja vel á örgjörvanum, viftan snýr rétt og keyrir eðlilega. Ég setti aðra gerð af kælikremi og passaði dreifinguna vel.
Næsta skref var að prófa að uppfæra alla drivera og Bios uppfærður í það allra nýjasta......Ekkert breytist enþá keyrir hann mjög heitt og gefur errora í Prime95. Loka skrefið var að prófa að stilla Voltin á örgjörvanum manuali þar sem ég las eftir nokkra google leit að þessir örgjörvar gætu gefið fengið vitlaus volt á Auto stillingu á sumum móðurborðum. Stillti Core á 1.3V sem er aðeins undir stock en hann er enþá að hitna uppí 58°C með CnQ disabled. Þrátt fyrir þetta gefur hann errora í prime en nær að komast aðeins lengra en kjarni 2 gaf error í 5 testi.

Ég er ráðþrota eftir öll þessi test, gæti verið að örgjörvin sé bilaður?

Memtest=OK eftir 12 klukkustundir

Örgjörvi: AMD 955 Black Edition
Móðurborð: GA-MA-770T-UD3P

Re: AMD 955BE óstöðugur og hitnar mikið

Sent: Sun 25. Apr 2010 00:55
af chaplin
Til að byrja með má hitinn ekki fara yfir 55°c í 24/7 notkun - ekki yfir 62°c í hardcore bechmark testum, hver gráða telur mikið hjá AMD og ef hann sló í 69°c þá gæti ég trúað að eitthver skaði sé kominn á kjarnann. Annars ef þú nærð ekki að stabíla hann að þá er næsta skref á prufa annað móðurborð, ef það feilar líka er kjarninn skemmdur/ónýtur.

Ertu samt alveg 100% að kælingin hafi setið 100% á?

Re: AMD 955BE óstöðugur og hitnar mikið

Sent: Sun 25. Apr 2010 01:00
af Pandemic
Cut-off tempið er 75°C á þessum örgjörva og max operating temp er 62°C svo ég stórlega efast um að hann sé bilaður útaf hita. Ég bara sé ekki betur en að hún sé rétt sett á og ekki heldur óháður aðili sem er búinn að skoða þetta.

Re: AMD 955BE óstöðugur og hitnar mikið

Sent: Sun 25. Apr 2010 01:02
af Pandemic
Gæti verið að það vanti vökvan á heatpipe-in? Það sjást greinilega för eftir kælinguna í kælikreminu og það virðist líka dreifast vel.

Re: AMD 955BE óstöðugur og hitnar mikið

Sent: Þri 27. Apr 2010 17:01
af Nördaklessa
ég er með 955BE og Tacens Gelus Pro II eingöngu á level 5 ca. 1100rpm, og ég hef aldrei farið yfir 52° í gta iv og battlefield bc2 ...svo, þú ættir kanski að spá að fá þér nýja cpu viftu..