Síða 1 af 2
GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:33
af atlih
allt í köku hjá mér , kemst ekki í tölvuna. Hún bootar ekki á neinu , kemur bara þessi error. Hefur enhver lent í þessu?. ég er búinn að googla þetta án árangurs. Öll hjálp væri vel þegin
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:37
af AntiTrust
Ef google kemur ekki með staka niðurstöðu, þá ætla ég að giska á að það verði lítið um svör hérna.
Þú ert með boot error.
= Hardware test á allt.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:38
af BjarniTS
Færi með diskinn í aðra vél og tæki afrit af gögnum og svo myndi ég bara leika mér að finna út úr þessu.
Segðu okkur annars , ertu að dual-boota ?
Gerðist þetta í kjölfar einhvers ákveðins ferlis ?
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:45
af atlih
Ég var að reyna activatea windows 7. Ég vissi ekki að væri til hugbúnaður sem gæti skemmt móðurborð
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:46
af AntiTrust
atlih skrifaði:Ég var að reyna activatea windows 7. Ég vissi ekki að væri til hugbúnaður sem gæti skemmt móðurborð
Get nánast lofað þér útlim að það er enginn hugbúnaður tengdur virkjun á stýrikerfi sem er þess megnugur að skemma vélbúnað.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:50
af atlih
nákvæmlega, hefði trúað því sama . en ég er búinn að reseta bios, reyna instala windows aftur og það finnur ekki harða diskana:S.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:52
af BjarniTS
atlih skrifaði:Ég var að reyna activatea windows 7. Ég vissi ekki að væri til hugbúnaður sem gæti skemmt móðurborð
Lenti í því með uppsetningu á activator um daginn sem að ég var búinn að sækja í hugsunarleysi og þá var þetta eitthvað hack4life dauðans.
Samt ekki sama en svipað og þú ert að lenda í , er reyndar ekki búinn að kíkja á þá vél meir.
En ertu búinn að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) repair ?
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Lau 24. Apr 2010 23:58
af atlih
repair þá þegar ég er að boota windows disk?. Ef svo já, en svo þarf ég að velja drif með stýrikerfi og þa er ekkert úr að velja
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:00
af AntiTrust
Keyrðu Hardware test á allt. Fyrsta skrefið í þínum sporum. HirensBCD eða UBCD ætti að duga.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:01
af BjarniTS
atlih skrifaði:repair þá þegar ég er að boota windows disk?. Ef svo já, en svo þarf ég að velja drif með stýrikerfi og þa er ekkert úr að velja
Ertu með mikilvæg gögn á disknum ?
myndi færa þau á safe place , svo getur þú líka bootað upp af Ubuntu LiveCD , og þar er stýrikerfi bara komið sem þú getur notað til að bjarga gögnunum þínum , eða þeim sem þú villt.
Á hverju strandar vélin þegar að þú reynir að setja WIN upp að nýju ?
Þú gætir prufað að setja upp ubuntu í gegn um gluggakerfið í LiveCD , þetta er mest simple uppsetning í heimi sko.
Það ætti að leiðréttast vonandi eitthvað bootrugl með þessu.
Ef að þú ert búinn að setja upp bios-inn að nýju þ.e.a.s
Þetta er allavega það sem ég myndi gera miðað við lýsinguna á þessu hjá þér.
AntiTrust skrifaði:Keyrðu Hardware test á allt. Fyrsta skrefið í þínum sporum. HirensBCD eða UBCD ætti að duga.
ER ekki hæpið að hann sé búinn að skemma eitthvað ?
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:03
af atlih
hún stranadar á því að þegar það skref er komið í uppsetningu að velja skal drif til að instala á , þá er bara ekkert í boði, móðurborðið finnur bara enga diska tengda.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:12
af SteiniP
atlih skrifaði:hún stranadar á því að þegar það skref er komið í uppsetningu að velja skal drif til að instala á , þá er bara ekkert í boði, móðurborðið finnur bara enga diska tengda.
Kemur diskurinn fram í BIOS?
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:13
af atlih
jeb hann kemur þar
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:16
af atlih
Hef aldrei lent í öðru eins, hef yfirleitt getað formatað og reinstal þegar ég klúðra enhverju.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:17
af atlih
þetta gekk , ég er að instala windows núna. Vildi að ég vissi hvað ég hefði gert til þess að draga enhvern lærdám frá þessu.

Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:20
af atlih
Og bara svona til gamans gleymdi ég að formata diskinn. Maður spyr sig , nú verð ég með 2 windows vista á sama disknum, hvorum bootar tölvan ser upp á?
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:21
af Gunnar
ef þú setur upp windows á sama partision og gamla þá hverfur gamla stýrikerfið.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:23
af atlih
ok nice, hljómar aðeins of þægielegt
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:23
af AntiTrust
BjarniTS skrifaði:AntiTrust skrifaði:Keyrðu Hardware test á allt. Fyrsta skrefið í þínum sporum. HirensBCD eða UBCD ætti að duga.
ER ekki hæpið að hann sé búinn að skemma eitthvað ?
Jú, mjög.
Alltaf fyrsta skrefið í mínum bókum að keyra test, þá aðallega RAM og HDD test, og í þessu tilfelli hefði ég keyrt full hardware system check.
Þegar maður lendir í vandamáli sem maður hefur ekki svör til reiðu fyrir, þá er oft gott að keyra hardw. check bara til að útiloka það, frekar en að eyða hugsanlega klst ef ekki dögum í að leysa software vandamál sem.. Var svo ekki software vandamál

Hef margoft lent í því að vélbúnaðarvandamál poppi upp akkúrat við ákveðnar hugbúnaðaraðgerðir, sem veldur því að manni grunar auðvitað hugbúnaðinn og pælir varla í vélbúnaðinum, sem eru oft mistök.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:25
af atlih
hvernig gerir maður hardware cheak , er það í bios?
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 00:31
af zedro
4x innlegg í röð skamm
Reglurnar skrifaði:4. gr.
Ekki senda inn óþarfa bréf
Ekki senda inn bréf nema þú hafir eitthvað að segja eða spyrja um. Ekki senda inn
2 bréf í röð á sama þráðinn, þú getur notað breyta takkan til að bæta við eldri bréf.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 03:27
af Frost
atlih skrifaði:hvernig gerir maður hardware cheak , er það í bios?
Nei það er forrit sem að þú sækir og brennir á disk. Downloadaðu Hirens og Memtest og brenndu þau á tvo diska s.s. hvort forritið á sér disk. Bootar af disknum og þá ertu kominn með það.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 09:18
af biturk
Gunnar skrifaði:ef þú setur upp windows á sama partision og gamla þá hverfur gamla stýrikerfið.
já nei nei.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 10:33
af Gunnar
biturk skrifaði:Gunnar skrifaði:ef þú setur upp windows á sama partision og gamla þá hverfur gamla stýrikerfið.
já nei nei.
nei? formattar tölvan ekki diskinn?
kemur kannski einhver mappa sem heitir windows.old en það er ekki stýrikerfið.
Re: GDXIH is Compressed????
Sent: Sun 25. Apr 2010 10:54
af biturk
Gunnar skrifaði:biturk skrifaði:Gunnar skrifaði:ef þú setur upp windows á sama partision og gamla þá hverfur gamla stýrikerfið.
já nei nei.
nei? formattar tölvan ekki diskinn?
kemur kannski einhver mappa sem heitir windows.old en það er ekki stýrikerfið.
ef þú setur windows á sama partition og annað windows þá kemur bara annað stýrikerfi og gamla verður óvirkt að einhverju eða öllu leiti.
ég man nú ekki hvaða mappan heitir sem inniheldur það, langt síðann ég var að leika mér að þessu, var þá með xp home sp1
