Síða 1 af 1

Buzzing hljóð í skjákorti

Sent: Fös 23. Apr 2010 02:53
af svanur08
Ég er með EVGA GTX 260 core 216 FTW kort var að taka eftir ef ég fer í 3dmark vantage og rétt áður en test loadast upp þá heyrir svona buzzing hljóð á 1-3 sec úr kortinu og byrjar testið og hverfur, kemur alltaf milli prófa er þetta eðilegt? kemur ekki ef ég spila leiki samt.

Re: Buzzing hljóð í skjákorti

Sent: Fös 23. Apr 2010 07:21
af vesley
Já þetta er svokallað capacitor væl. kemur þegar mjög hátt fps er t.d. þegar verið er að loada. þetta er algengt á skjákortum.

Re: Buzzing hljóð í skjákorti

Sent: Fös 23. Apr 2010 09:34
af ZoRzEr
Lenti í svipuðu með Tagan BZ700w aflgjafa og EVGA gtx285 kortið mitt sem ég er með núna. Um leið og eitthvað graphics intensive byrjaði fór aflgjafinn að væla (coil whine). Þetta var beint tengt við FPS í leikjum, því hærra sem FPS var því hærra var hljóðið. Gekk ágætlega að lækka þetta með því að nota alltaf Vsync í leikjum.

Eru nokkur myndbönd af þessu á netinu, virðist ekki vera nein lausn til frambúðar. Ég skipti bara um aflgafa.

Minn gamli Tagan er núna í p182 kassa með GTS250 EVGA korti og það er alveg sama vælið í honum núna og var hjá mér.

Re: Buzzing hljóð í skjákorti

Sent: Fös 23. Apr 2010 10:26
af kazgalor
Er þetta ekki tákn um að það sé hugsanlega eithvað að?

Re: Buzzing hljóð í skjákorti

Sent: Fös 23. Apr 2010 10:27
af GuðjónR
kazgalor skrifaði:Er þetta ekki tákn um að það sé hugsanlega eithvað að?

Nei...