Síða 1 af 1
skjákorts vesen
Sent: Fim 15. Apr 2010 16:00
af Elmar
verslaði mér ATI Radeon HD5750 fyrir um 2 vikum i tölvutek og núna er það byrjað að vera leiðinlegt.. þegar ég restarta tölvunni eða kveiki á henni þá heyrist svona tikk hljóð á 1sec millibili og startar sér ekki upp fyrr en eftir c.a 1-2mínótur eftir að ég kveiki/restarta.. ég prufaði að tengja nvidia 250 kort í tölvuna og hún flaug í gang .. einhver sem veit hvað þetta gæti hugsamlega verið?
tek það framm að þetta er kort númer 2 sem lætur svona var með HD4670 sem lét alveg eins og það var talið "Gallað" svo ég skipti uppí HD5750.. og svo þegar ég set Nvidia kort í tölvuna sem ég fékk lánað þá flígur hún i gang. erfitt að trúa að fá 2 gölluð kort í röð.
Re: skjákorts vesen
Sent: Fim 15. Apr 2010 16:03
af AntiTrust
Sp. hvort PSU-inn sé í lagi eða sé nógu öflugur f. þetta kort?
Re: skjákorts vesen
Sent: Fim 15. Apr 2010 16:20
af Elmar
er með tacens radix 520.. sem á að duga.
Re: skjákorts vesen
Sent: Fös 16. Apr 2010 01:57
af Bioeight
Mig minnir nu ad GTS250 kortid krefjist meiri orku en baedi hin kortin thannig ad thetta er varla tengt thvi. Thetta hljomar samt mikid eins og PSU vandamal. Eru vifturnar a kortunum tengd eins? Er ekki auka rafmagnstengi a nvidia kortinu? Er tikk hljodid ur pc speakernum eda kemur thad fra einhverju odru?
Re: skjákorts vesen
Sent: Fös 16. Apr 2010 02:03
af BjarniTS
Myndi prufa að setja kortið í aðra vél.
Re: skjákorts vesen
Sent: Fös 16. Apr 2010 09:14
af Elmar
setti kortið í aðra vél og þá virkar það fínt.. :/ kveikir á sér strax og ekkert tick hljóð.. mjög undarlegt.. nvidia 250 kortið er buin að vera i gangi i tölvunni minni í 4 daga núna án neinna vesena með restart.. og tengdi svo aftur ATI kortið og þá var hún 1-2mín að kveikja á sér. :/
Re: skjákorts vesen
Sent: Þri 04. Maí 2010 00:54
af Bioeight
http://www.youtube.com/watch?v=6dx32PbeiUc <--- Er þetta vandamálið þitt?
Link á þetta video er að finna á spjallþræði :
http://forums.whirlpool.net.au/forum-replies-archive.cfm/1331555.html.
Þarna hefur farið einhver umræða fram um þetta vandamál, þú ert víst ekki sá eini sem lendir í þessu. Til að draga það saman sem stendur þarna: Margir hafa reynt að skipta út PSU en það hefur ekkert hjálpað. Vandamálið liggur í einhverjum móðurborðum sem eru með einhver stuðningsvandamál við nýju ATI kortin. BIOS uppfærsla frá framleiðanda getur lagað þetta, en ef framleiðandi gefur ekki út neina BIOS uppfærslu þá er eina lausnin sem þeir hafa fundið að kaupa nýtt móðurborð. Veit ekki hvort eitthvað annað er hægt í stöðunni, en þetta hefur þó virkað hjá þessum aðilum. Sem sagt, leita að BIOS uppfærslu fyrir móðurborðið þitt, ef það finnst ekki, þá er eina málið að blæða peningum eða skipta kortinu.