Síða 1 af 1

USB vandamál

Sent: Sun 11. Apr 2010 22:34
af irroirro
Heyriði ég er hérna með 5 ára gamla PC tölvu og alltaf þegar ég tengi einhvern USB hardware við hana t.d. flakkara, minniskubba eða prentara þá fæ ég blue screen.
Ég get ekkert gert annað en að slökkva á henni með því að ýta á power takkann. Síðan þarf ég að aftengja flakkarann(eða hvað sem er) til að geta kveikt á henni aftur án þess að fá bara bláa skjáinn aftur.
Ég er búinn að prófa mismunandi usb tengi á tölvunni og að tengja búnaðinn áður en ég ræsi tölvuna en ekkert gengur. Vek samt athygli á því að ég er með usb tengda mús sem virkar vel.

Ég er með Windows XP stýri kerfi

Kannast e-r við þetta? hjálp vel þegin!

Re: USB vandamál

Sent: Sun 11. Apr 2010 23:06
af biturk
gæti verið að aflgjafinn sé ekki að höndla meiri straumtöku

getur verið vírus, ég lenti í þessu með xp fyrir nokkrum árum að ég fékk vírus og þetta sama gerðist, á endanum hrundi stýrikerfið

er langt síðann þú formataðir síðast?

ef svo er er kominn tími á full time format og nýja uppsetningu

endilega betri lýsingu líka

hvernig aflgjafa, móðurborð, örgjörva, minni og kælingu

hvað erlangt síðann þú rykhreinsaðir tölvuna?

Re: USB vandamál

Sent: Þri 13. Apr 2010 19:41
af irroirro
Takk fyrir svarið,
En ég náði að redda þessu.

Ég uninstallaði bara usb driverunum undir Universal Serial Bus controllers í device manager. Siðan restartaði ég tölvunni, driverarnir uppfærðust sjálfkrafa og allt virkaði!