Síða 1 af 1

Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 13:40
af k0fuz
Var að velta því fyrir mér hvort það væri vitleysa að kaupa sér skjákort sem er með pci-e 2.0 stuðning þegar maður er með móðurborð sem er ekki með þann stuðning?

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 14:21
af playmaker
Þú getur ekki notað það án þess að móðurborðið sé líka með stuðning svo... já vitleysa ;)

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 14:44
af k0fuz
playmaker skrifaði:Þú getur ekki notað það án þess að móðurborðið sé líka með stuðning svo... já vitleysa ;)


las nú um að ég gæti allveg notað það en það væri bara ekki jafn gott og ef ég væri með 2.0 á móðurborðinu, svo var að pæla hvort það væri miklu sem munaði

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 14:51
af AntiTrust
Jújú, þú ættir að geta notað 2.0 kort í 1.0 slot, en þú ert með helmingi minni bandvídd, helmingi lægri tíðni, etc svo það fer eftir því hversu öflugt kortið er, hversu mikið af því þú nærð að nýta.

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 14:59
af k0fuz
AntiTrust skrifaði:Jújú, þú ættir að geta notað 2.0 kort í 1.0 slot, en þú ert með helmingi minni bandvídd, helmingi lægri tíðni, etc svo það fer eftir því hversu öflugt kortið er, hversu mikið af því þú nærð að nýta.


hmm ok. bölvaða vesen það :) held mig þá bara við núverandi kort.

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 16:17
af Matti21
Mundi lítið spá í þessu.
http://www.tomshardware.com/reviews/pci ... 15-10.html
Varla hægt að bera saman PCI 2.0 og 1.1 því þá þarftu að bera saman tvö mismunandi móðurborð sem segir manni lítið. En munurinn á PCI 2.0-x16 og 2.0-x8 (jafn mikil bandvídd og PCI-E 1.1) er mjög lítill. Mundi ekki láta þetta stoppa þig ef þig langar að uppfæra skjákortið.

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 21:34
af k0fuz
Matti21 skrifaði:Mundi lítið spá í þessu.
http://www.tomshardware.com/reviews/pci ... 15-10.html
Varla hægt að bera saman PCI 2.0 og 1.1 því þá þarftu að bera saman tvö mismunandi móðurborð sem segir manni lítið. En munurinn á PCI 2.0-x16 og 2.0-x8 (jafn mikil bandvídd og PCI-E 1.1) er mjög lítill. Mundi ekki láta þetta stoppa þig ef þig langar að uppfæra skjákortið.


kk, sé að þú ert með eins móðurborð og ég, hvernig kort varstu með á undan þessu sem þú ert með núna og var mikill munur?

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fim 08. Apr 2010 23:28
af Matti21
Var með 8800GT á undan og já það er þvílíkur munur. PCI 1.1 er ekki að fara að hindra það að þú finnir fyrir mun á öflugara skjákorti.

Re: Pci-express 2.0

Sent: Fös 09. Apr 2010 00:02
af k0fuz
Matti21 skrifaði:Var með 8800GT á undan og já það er þvílíkur munur. PCI 1.1 er ekki að fara að hindra það að þú finnir fyrir mun á öflugara skjákorti.


ok :wink: