Síða 1 af 1

Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:15
af BjarkiB
Sælir/ar vaktarar,

Var að spá í hvernig er með dual monitor (tvo skjái semsagt). Ekki eins og ég sé að fara fá mér á næstunni en hvernig virkar þetta? hvernig eru þeir tengdir saman? er ekkert pirrandi að það sé lína á milli myndarinnar?(þar sem skjáirnir mætast). Hverjir eru svo bestu skjáirnir fyrir dual monitor?

kv.Tiesto

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:20
af SteiniP
Bara snilld.
Þetta er ekkert vesen. Bara pluggar þeim báðum í skjákortið og komið.
Ótrúlega þægilegt ef þú ert mikill multitasker.

Það eru engir skjáir betri eða verri fyrir dual display. Bara best að þeir séu báðir með sömu upplausn.

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:23
af Gúrú
Heeh, ef ég væri með það stillt þannig að þeir væru ein breið upplausn (3360x1050) þá væri þessi lína í miðjunni sennilega böggandi, en ég er með stillt á DualView og þá eru 2 full screen applications á hvorum.

Sjúklega þægilegt, veit ekki hvort ég gæti farið aftur í 1 skjá. :?

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:23
af biturk
getur verið alveg geðveikt þægilegt en getur líka verið algerlega glatað stundum.

verst fynnst mér að það virðist vera mér ómögulegt að hafa þá tengda þannig að ég geti verið í tölvuleik á einum og á netinu á hinum án þess að leikurinn fari á standby (falli niður) þegar ég klikka á browserinn.

ef einhver veit lausn á því væri það geggjað því þá myndi ég fara að dual monitora aftur

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:24
af BjarkiB
SteiniP skrifaði:Bara snilld.
Þetta er ekkert vesen. Bara pluggar þeim báðum í skjákortið og komið.
Ótrúlega þægilegt ef þú ert mikill multitasker.

Það eru engir skjáir betri eða verri fyrir dual display. Bara best að þeir séu báðir með sömu upplausn.


Þá þarf skjákortið væntanlega að vera með tvö tengi? eins ef ég myndi splæsa á örðum BenQ skjá þá myndi upplausning breytast úr 1920*1080 í 3840*1080?

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:25
af hauksinick
biturk skrifaði:leikurinn fari á standby (falli niður) þegar ég klikka á browserinn.


ég var með dual display.ÞOLDI það hreinlega ekki sko !

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:32
af AntiTrust
Nauðsynlegt. Ég get ekki með nokkru móti unnið almennilega á single setup. Það er margsannað að productivity eykst um þvílíkt háa prósentu við tvo eða þrjá skjái. Ég er með 2x22" núna og ætla að fara 3x22" um leið og ég tími að panta mér almennilega skjástand.

Skiptir engu máli hvernig skjái þú ert með, þeir geta alveg unnið á sitthvorri upplausninni fyrir sig. Ég get þó ekki með neinu móti verið með tvo ólíka skjái, yrði geðveikur. Svo ef einum er skipt út, fylgir hinn. Svo er auðvitað sem best að hafa skjáina með sem minnstum ramma.

Hvað varðar gaming samt sem áður, get ég lítið sagt um. Eini leikurinn sem ég spila í dual og bráðlega triple monitor setupi er FSX.

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:41
af SteiniP
Tiesto skrifaði:Þá þarf skjákortið væntanlega að vera með tvö tengi? eins ef ég myndi splæsa á örðum BenQ skjá þá myndi upplausning breytast úr 1920*1080 í 3840*1080?

Þarft ekki að hafa áhyggjur af því með HD 5850 ;)
Ef þú notar eyefinity (virkar það með 2 skjáum?) þá myndi þetta líklegast virka eins og einn ultra wide skjár, en eins og ég er með þetta þá er ég bara með 2 full screen forrit á sitthvorum skjánum. Þannig ég get t.d. verið að horfa á þátt á stóra skjánum og browsað á hinum.

Ég er búinn að vera með dual display síðan 2005 og ég er hálf fatlaður núna ef ég er að vinna á einum skjá.
biturk skrifaði:getur verið alveg geðveikt þægilegt en getur líka verið algerlega glatað stundum.

verst fynnst mér að það virðist vera mér ómögulegt að hafa þá tengda þannig að ég geti verið í tölvuleik á einum og á netinu á hinum án þess að leikurinn fari á standby (falli niður) þegar ég klikka á browserinn.

ef einhver veit lausn á því væri það geggjað því þá myndi ég fara að dual monitora aftur

Sammála. Reyndar möguleiki í sumum leikjum að runna þá í Window (no border), en alls ekki í öllum.

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:43
af biturk
SteiniP skrifaði:
Tiesto skrifaði:Þá þarf skjákortið væntanlega að vera með tvö tengi? eins ef ég myndi splæsa á örðum BenQ skjá þá myndi upplausning breytast úr 1920*1080 í 3840*1080?

Þarft ekki að hafa áhyggjur af því með HD 5850 ;)
Ef þú notar eyefinity (virkar það með 2 skjáum?) þá myndi þetta líklegast virka eins og einn ultra wide skjár, en eins og ég er með þetta þá er ég bara með 2 full screen forrit á sitthvorum skjánum. Þannig ég get t.d. verið að horfa á þátt á stóra skjánum og browsað á hinum.

Ég er búinn að vera með dual display síðan 2005 og ég er hálf fatlaður núna ef ég er að vinna á einum skjá.
biturk skrifaði:getur verið alveg geðveikt þægilegt en getur líka verið algerlega glatað stundum.

verst fynnst mér að það virðist vera mér ómögulegt að hafa þá tengda þannig að ég geti verið í tölvuleik á einum og á netinu á hinum án þess að leikurinn fari á standby (falli niður) þegar ég klikka á browserinn.

ef einhver veit lausn á því væri það geggjað því þá myndi ég fara að dual monitora aftur

Sammála. Reyndar möguleiki í sumum leikjum að runna þá í Window (no border), en alls ekki í öllum.



þá samt um leið og þú smellir á annan ramma þá fer leikurinn á stanby því þá er eins og þú skiptir honum út :x

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:46
af SteiniP
ég hef ekki orðið var við það þegar ég spila leiki í window mode... bara full screen

Re: Dual monitor?

Sent: Fös 02. Apr 2010 18:51
af AntiTrust
Það er til forrit ef ég man rétt sem gerir þér kleift að keyra hvaða leik sem er í Window mode, get bara ómögulega munað nafnið á því.