Síða 1 af 1
Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 10:29
af Harvest
Sælir vaktarar!
Ég hef verið að fá heldur óvenjulegt vandamál að mér finnst. Ég hef ekki lent í þessu vandamáli áður og langaði að deila því með ykkur og hvort þið könnuðust við það.
Þannig er mál með vexti að tölvan mín byrjaði að restarta sér í sífellu í morgun. Var í henni í allt gærkvöld og það amaði ekkert að. Ekki búinn að breyta neinum stillingum í W7-inu mínu eða fikta neitt í vélbúnaði uppá síðkastið.
Mig grunar nett að þetta sé aflgjafinn sem sé farinn í henni, því um leið og hún "slekkur á sér" - án dóms og laga þá reynir hún alltaf að restarta sér endalaust eftir það án árangrurs (nema í svona 10. hvert skipti þá nær hún að starta sér upp og ég næ að vinna í henni í ca. 10 mín þangað til hún shuttar aftur).
Vonandi getiði hjálpað mér með þetta og sagt mér hvað er að henni.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 11:42
af einarhr
Harvest skrifaði:Sælir vaktarar!
Ég hef verið að fá heldur óvenjulegt vandamál að mér finnst. Ég hef ekki lent í þessu vandamáli áður og langaði að deila því með ykkur og hvort þið könnuðust við það.
Þannig er mál með vexti að tölvan mín byrjaði að restarta sér í sífellu í morgun. Var í henni í allt gærkvöld og það amaði ekkert að. Ekki búinn að breyta neinum stillingum í W7-inu mínu eða fikta neitt í vélbúnaði uppá síðkastið.
Mig grunar nett að þetta sé aflgjafinn sem sé farinn í henni, því um leið og hún "slekkur á sér" - án dóms og laga þá reynir hún alltaf að restarta sér endalaust eftir það án árangrurs (nema í svona 10. hvert skipti þá nær hún að starta sér upp og ég næ að vinna í henni í ca. 10 mín þangað til hún shuttar aftur).
Vonandi getiði hjálpað mér með þetta og sagt mér hvað er að henni.
Getur verið Hitavandamál á td CPU. Þar sem hún fer í gang eftir 10 tilraunir þá er líklegt að Tölvan nái að kæla sig niður, svo eftir 10 mín þá er hún orðin of heit aftur. Athugaðu með ryk í vélinni.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 12:08
af Julli
setja nytt kælikrem i hana .. gæti virkað ; )
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 12:08
af Tiger
Ég myndi helst hallast að því að þetta væri hitavandamál í örranum. Lenti í þessu einu sinni í gömlu tölvunni minni og örraviftan var hálfdauð.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 12:24
af BjarkiB
Snuddi skrifaði:Ég myndi helst hallast að því að þetta væri hitavandamál í örgjörvanum. Lenti í þessu einu sinni í gömlu tölvunni minni og örgjörvaviftan var hálfdauð.
Taktu viftuna af örgjörvanum hreinsaðu allt ryk útúr málpípunum og viftunni. Hreinsaðu kælikremið af og keyptu nýtt. (mæli með Artic Silver hjá Tölvutek.)
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 12:56
af techseven
Harvest skrifaði:Sælir vaktarar!
Ég hef verið að fá heldur óvenjulegt vandamál að mér finnst. Ég hef ekki lent í þessu vandamáli áður og langaði að deila því með ykkur og hvort þið könnuðust við það.
Þannig er mál með vexti að tölvan mín byrjaði að restarta sér í sífellu í morgun. Var í henni í allt gærkvöld og það amaði ekkert að. Ekki búinn að breyta neinum stillingum í W7-inu mínu eða fikta neitt í vélbúnaði uppá síðkastið.
Mig grunar nett að þetta sé aflgjafinn sem sé farinn í henni, því um leið og hún "slekkur á sér" - án dóms og laga þá reynir hún alltaf að restarta sér endalaust eftir það án árangrurs (nema í svona 10. hvert skipti þá nær hún að starta sér upp og ég næ að vinna í henni í ca. 10 mín þangað til hún shuttar aftur).
Vonandi getiði hjálpað mér með þetta og sagt mér hvað er að henni.
Ég er nýbúinn að leysa ekki ósvipað vandamál fyrir sjálfan mig. Tölvan mín virkaði fínt, en allt í einu vildi hún ekki ná að POST-a, þ.e. hún fór í gang, en ekkert kom á skjáinn - svo eftir ca 15 sek og allt að 2 mínútum, þá slökkti hún á sér og reyndi aftur og aftur. Svo eftir svona 10 til 15 tilraunir, þá allt í einu náði tölvan að keyra sig upp í Windows en hún var búin að gera BIOS reset og var með default stillingar.
Á endanum reyndist þetta vera RAM vandamál, en ég var svo heppinn að luma á ónotuðum minnum í skáp hjá mér.
Ég mundi byrja á að athuga minnin, því það er auðveldast, svo mundi ég hugleiða hitavandamál.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 14:39
af Harvest
Þakka fyrir commentin!
Ég er búinn að rífa allt af móðurborð og prófa þeas. RAM, GPU og prófa annan power supply. Þetta er greinilega örgjörva vandamál. Enda með handónýtt kælikrem... grunaði þetta þegar ég setti hana saman (en þó eru liðin 2 ár).
Ætla henda mér í tölvutekið á morgun og kaupa eitthvað roCK solid á hana.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 15:47
af BjarkiB
Annars, hvernig after market kælingu ertu með?
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 19:49
af Harvest
Tiesto skrifaði:Annars, hvernig after market kælingu ertu með?
Thermalright 120 klump með viftu... en þegar ég setti á þá var ég ekki sáttur með kælikremið. Ætlaði alltaf að setja eitthvað annað á.
Var samt að ná að kæla hana í svona 25-30°
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 20:34
af Frost
Keyptu CoolerMaster Hyper 212 hún er virkilega góð!

Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 21:22
af Harvest
Jæja... skipti um kælikrem og þetta er enn að gerast... tillögur???
Mögulega móðurborð þéttar?
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 21:57
af einarhr
Hvaða móðurborð ertu með?
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 21:59
af emmi
Lenti einu sinni í þessu, þá var það vinnsluminnið, athugaðu hvort að móbóið sé að reyna að keyra minnið á hærri hraða en það er gefið upp fyrir. Gætir athugað hvort það sé til býr BIOS fyrir móðurborðið líka.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Fös 02. Apr 2010 22:09
af Harvest
einarhr skrifaði:Hvaða móðurborð ertu með?
Gygabyte GA-X38-DQ6
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 03. Apr 2010 00:05
af teitan
Ég er nýbúinn að lenda í því að tölvan fór að haga sér þannig að hún náði ekki einu sinni að starta sér upp í biosið... hafði gerst áður (móðurborðið fór meðan tölvan var ennþá í ábyrgð... því miður ekki í ábyrgð núna) þannig að ég fór og keypti nýtt móðurborð.
Eftir að ég setti það í þá virtist allt í gúddí í byrjun en svo fór tölvan að frjósa og restarta sér við öll tækifæri (random BSOD)... breytti engu hvað ég var að gera... keyrði memtest86+ og þá kom í ljós að hluti af vinnsluminninu var bilað.
Gæti líka verið hitavesen hjá þér... vonandi finnurðu hvað er að

Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 03. Apr 2010 00:23
af urban
ef að þú þetta byrjaði að gerast eftir miðnætti 1. apríl.
þá er eitt sem að þú getur gert.
rölt út í næstu tölvuverslun og verslað þér eintak af Windows 7
ég allavega mundi skjóta á að þú sért með "lánað" eintak

Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 03. Apr 2010 01:58
af Tiger
urban skrifaði:ef að þú þetta byrjaði að gerast eftir miðnætti 1. apríl.
þá er eitt sem að þú getur gert.
rölt út í næstu tölvuverslun og verslað þér eintak af Windows 7
ég allavega mundi skjóta á að þú sért með "lánað" eintak

Það byrjaði 1. mars

Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 03. Apr 2010 05:42
af urban
Snuddi skrifaði:urban skrifaði:ef að þú þetta byrjaði að gerast eftir miðnætti 1. apríl.
þá er eitt sem að þú getur gert.
rölt út í næstu tölvuverslun og verslað þér eintak af Windows 7
ég allavega mundi skjóta á að þú sért með "lánað" eintak

Það byrjaði 1. mars

mismunandi eftir build date
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 03. Apr 2010 11:25
af Harvest
Ég er ekki kominn inn í stýrikerfið þegar þetta byrjar að gerast. Ég er t.d. bara í BIOS-num þegar þetta byrjar. Eða bara að starta vélinni upp og hún restartar sér bara taktfast eins og lag á leiðinlegum skemmtistað.
Þetta getur varla verið kælingin á örranum af því að hún er mjög góð (var að ná að kælann niður í svona 30°) - og kominn með nýtt kælikrem. Þetta getur ekki verið hitinn á kortinu af því að ég reif kortið úr og þetta hélt áfram að gerast. Þetta getur ekki verið hitinn inní vélinni af því að ég er með 7x120mm viftur sem blása á draslið.
Ég held að þetta sé samt minni eða móðurborð. Ætli maður verði ekki að fjárfesta í nýju borði bara. Samt frekar svekkjandi þar sem þetta er frekar nýlegt dót.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 03. Apr 2010 13:01
af Leviathan
Hvað ertu með marga minniskubba? Ef þú ert með fleirri en einn geturðu prófað að taka alla úr nema einn og starta vélinni þannig.
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 10. Apr 2010 20:47
af Harvest
Jæja, eftir að vera búinn að skipta um móðurborð, setja nýtt kælikrerm á örgjörfa osf. þá startaði ég vélinni upp vongóður með flott áframhald.
Viti menn. Tölvan virkaði frábærlega. Fór í BF:BC2 og lét hana keyra allan daginn 24/7 eins og ég er vanur. Svo núna, nokkrum dögum síðar af endalausri gleði þá bara slekkur vélin á sér out of nowhere og hef ég reyni að starta henni aftur upp þá fer allt svosem í gang en harðir diskar starta sér ekki upp og ég fæ ekkert signal á skjákortið eða neitt (þannig það er ekki séns að komast í biosinn einusinni) - ss. svipað vandamál og áður nema vélin restartar sér ekki í sífellu heldur bara gerir EKKERT og ég 18k fátækari
HVað er eiginlega til ráða!?!
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 10. Apr 2010 21:31
af teitan
Úff... þetta er ekki skemmtilegt... þetta hlýtur eiginlega að vera ný bilun... ónýtt PSU í þetta skiptið?

Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 10. Apr 2010 21:50
af Harvest
teitan skrifaði:Úff... þetta er ekki skemmtilegt... þetta hlýtur eiginlega að vera ný bilun... ónýtt PSU í þetta skiptið?

Þessi bilun hegðar sér samt alveg skuggalega mikið eins og fyrri bilunin... ég prófaði þá annan psu en sama vandamál :/
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 10. Apr 2010 22:18
af svanur08
Harvest skrifaði:teitan skrifaði:Úff... þetta er ekki skemmtilegt... þetta hlýtur eiginlega að vera ný bilun... ónýtt PSU í þetta skiptið?

Þessi bilun hegðar sér samt alveg skuggalega mikið eins og fyrri bilunin... ég prófaði þá annan psu en sama vandamál :/
veit ekkert hvernig minni þú ert með en ef þú ert með 4 kubba á 1066 mhz 2.1v þá er það vandamálið getur keyrt 4 á 800 mhz 1.8v á þessu borði. ef það skildi vera málið. tölvan verður nebbla mjög unstable ef þú keyrir 4 kubba á 2.1v
Re: Tölvan restartar sér í sífellu
Sent: Lau 10. Apr 2010 22:43
af Harvest
Er með 2x 2gb 800mhz kubba... búinn að prófa að taka annan úr...
Ég tek samt eftir einu... t.d. á minnunum er svona rauðar díóður og einnig á hljóðkortinu. Veit ekki hvort þetta skipti máli eða sé vísbending að einhverju en þær flökta aðeins þegar ég kveiki á vélinni (ss. ljósin á díóðunum flökta aðeins).