Síða 1 af 1

Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Fös 26. Mar 2010 23:13
af Hnykill
Loksins, eftir langa langa langa bið gáfu Nvidia menn út GTX 400 seríuna sína :Þ

http://www.guru3d.com/article/geforce-g ... 80-review/

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 01:06
af Tiger
Verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta kemur út. Og mikilvægast fyrir okkur neytendur að það komi aftur alvöru verðsamkeppni sem hefur ekki verið til staðar undanfarið hálft ár!

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 01:28
af Lusifer
Hmmm bíða eftir betri reviews af kortunum en næsta mobo sem ég tek verður Sata3, TRIM með Crossfire og SLI support til að halda möguleikunum opnum á þessum eða næstu típu frá þeim. þ.e.a.s þegar þeir opna fyrir fulla virkni öbbanum á kortinu.

Verður gaman að fylgjast með þessu og hvernig þetta kemur út.

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 01:34
af mercury
eru þessi kort ekki hrikalega dýr ?? hvernig verða þá týpurnar fyrir ofan þessar. ?

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 01:40
af Lusifer
Þeir hafa ekkert sagt um hvort það komi einhver ofurtýpa af þessu en ég reikna bara með því útaf því að þeir eru ekki að full nýta öbban í þeim. 2SM disabled í 470 og 1SM disabled í 480 þá hlýtur að koma "490" með alla í gangi. En maður veit ekki.

Og með verðið þá ekkert komið neitt "official" verðlag á þau. Maður verður bara að bíða og sjá.
En þeir þurfa að hafa þetta ódýrt til að komast aftur inn á "stórustráka" markaðinn.

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 01:47
af Tiger
Lusifer skrifaði:Hmmm bíða eftir betri reviews af kortunum en næsta mobo sem ég tek verður Sata3, TRIM með Crossfire og SLI support til að halda möguleikunum opnum á þessum eða næstu típu frá þeim. þ.e.a.s þegar þeir opna fyrir fulla virkni öbbanum á kortinu.

Verður gaman að fylgjast með þessu og hvernig þetta kemur út.


Smá off topic. Hvað ertu að fá í read speed í HD Tune á diskunum þínum svona í raid0 á SATA2 controlernum?

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 02:22
af Tiger
GTX 480 kortið er ekkert smá power suga, í SLI undir load er það að taka til sín 851Watt..... já sææælll. Og er 96°C heitt :shock:

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 03:42
af Hvati
Kíkjið líka á Tom's hérna.
En ég verð að segja eins og er að mér þykir Nvidia hafa skitið upp á bak með þessi Fermi kort en maður verður svosem að bíða og sjá hvað þeir gera næst.

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 04:55
af Hnykill
Djöf. svakalegur hiti er á þessum GTX 480 kortum!. þeir sem ætla skella sér á 2x svoleiðis í SLI komast eiginlega ekkert hjá því að nota vatnskælingu hreinlega :/

Ég segi allavega fyrir mig.. þeir þurfa að verðleggja þessi kort ansi lágt svo maður hafi einhvern áhuga á þessu. ætli maður bíði ekki bara framá sumar eða næsta haust og versli sér ATI 5970. þá er laus önnur pci-E rauf á borðinu fyrir annað slíkt kort þegar þar að kemur ;)

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 05:44
af dragonis
Ha Hmmm ,,,er ekki sannfærður ,vona að þeir komist nálægt 5970 kortinu (5970 er eitt rekla rugl ennþá) ,efast um það power usage etc.Hef það á tilfinngunni að ATI ,Hafi stærra spil að spila,my thoughts.

það var mikið að þeir svöruðu.

On a side note ,þá þarftu SLI til að keyra multidisplay fyrir nýju kortin ,ATI aðeins eitt kort.

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 13:21
af Frost
Nvidia eiga eftir að gefa út drivera fyrir kortið sem ég býst að eigi eftir að laga vandamálið.

http://www.youtube.com/watch?v=58GZRdlEWpU&feature=sub

GTX 480 vann 5870 í þessu video-i. Spennandi að sjá hvernig kortið verður þegar það verður afhent aftermarket fyrirtækjum og driverar komnir.

Re: Nvidia Geforce GTX 470 og 480 Komin út

Sent: Lau 27. Mar 2010 13:54
af corflame
Ég varð fyrir vonbrigðum, átti von á betra en þessu, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þetta er 6 mánuðum of seint í partýið.

Einnig hvað afköstin eru lítið betri en t.d. 5870 kortið, m.v. hvað þetta notar mikið rafmagn, hitnar mikið og hvað það er mikill hávaði í kælingunni. Góður samanburður á hita, rafmagni og hávaða.

Held fyrir mitt að þetta sé of lítið, of seint, því Ati kemur líklega með refresh á sína línu fljótlega, og hvað gera Nvidia menn þá?