Síða 1 af 1

Seagate eigendur athugið ..

Sent: Þri 23. Mar 2010 23:54
af dadik
Það virðist vera eitthvað vesen á 7200.11 diskunum frá Seagate.

Ástæðan fyrir því að ég rakst á þetta var að 750GB diskurinn hjá mér hrundi. Reyndar hrundi hann ekki beint, vélin byrjaði að restarta sér og vildi ekki boota þar sem diskurinn virtist dauður. Power-off/on virtist laga þetta tímabundið þannig að ég náði að bjarga öllum gögnum sem skiptu máli.

En svo þegar ég fer inn á seagate.com til að að finna hvernig á að skila svona græju (5 ára ábyrgð á diskum frá seagate) kemur í ljós að þeir eru að mælast til með að eigendur diska eins og míns uppfæri firmware. Sjá t.d. http://seagate.custkb.com/seagate/crm/selfservice/search.jsp?DocId=207931&NewLang=en

Þetta virðist vera nokkuð vel þekkt vandamál - sjá t.d. http://www.theinquirer.net/inquirer/news/1050374/seagate-barracudas-7200-11-failing Eins eru forumin hjá þeim full af póstum frá liði sem er með ónýta diska. Þetta virðist reyndar vera frekar afmarkað við ákveðna gerð af diskum frá áveðinni verksmiðju þannig að þetta er ekki eins og allir diskar frá þeim séu að klikka.

Þannig að ef þú ert með 7200.11 línuna frá Seagate er sniðugt á ná í nýtt firmware hið snarasta. Nýtt firmeware kemur í veg fyrir að þetta gerist.

Re: Seagate eigendur athugið ..

Sent: Mið 24. Mar 2010 00:02
af Pandemic
Þetta hefur komið margoft hingað inn, enda frá því í fyrra.

Re: Seagate eigendur athugið ..

Sent: Mið 24. Mar 2010 00:28
af AntiTrust
Gamlar fréttir - En ég get hinsvegar sagt ykkur það að 7200.12 eru að lenda í hellings veseni líka. Er með 3 diska niðrí vinnu sem eru allir RMA matur.

Re: Seagate eigendur athugið ..

Sent: Lau 10. Apr 2010 01:15
af Padrone
7200.11 diskarnir eru með firmware SD15, hægt að uppfæra í SD1A minnir mig