Síða 1 af 1

Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 02:23
af Hargo
Ég er með nokkrar spurningar varðandi harða diska og fullyrðingar sem ég hef oft heyrt fleygt fram sem mig langar að athuga hvort standist. Þeir sem nenna og hafa eitthvað vit á hörðum diskum mega endilega svara :)


1. Þegar harðir diskar byrja að bila, er þá ekki réttast að hætta að nota þá? Þá meina ég ef það fer að koma upp mikið af bad sectorum og svoleiðis? Væri allavega ekki réttast að hætta að nota disk sem hegðar sér þannig undir stýrikerfi?

2. Harðir diskar sem eru nær fullir eru líklegri til að bila en þeir sem eru með meira pláss laust?

3. Tölva með harðan disk sem er með 65% af free space er sneggri við vinnslu heldur en tölva sem er með harðan disk sem er með 15% free space?

4. Fartölvur þurfa að nota kæliviftuna meira ef harði diskurinn á þeim er með mikið af gögnum og lítið free space? Sem sagt fullur diskur í fartölvu getur skapað meiri viftuhljóð?

5. USB tengdir flakkarar skulu ALLTAF vera ejectaðir í Windows áður en þú unpluggar þeim úr tölvunni svo þú missir ekki gögn eða skemmir hugsanlega diskinn á einhvern hátt?

6. Ef ég er með harðan disk með stýrikerfi og fleiri gögnum, kaupi mér annan disk, get ég þá á einfaldan hátt copyað öll gögn af gamla disknum yfir á nýja og pluggað honum svo í sömu tölvuna og notað hann sem master án þess að þurfa að setja upp stýrikerfið upp á nýtt á honum?

7. Ef ég er með 500GB flakkara uppsettan með NTFS og með 200GB laus, get ég þá notað partition forrit til að búa til nýtt 100GB partition á honum sem FAT32 upp á að geta nýtt Apple MAC tölvur við hann? (þar sem Mac getur ekki skrifað á NTFS skráarkerfið, bara lesið það)


------------------------------------------
Varðandi lið 5 þá lenti kunningi minn í þessu. Copyaði öll mikilvæg gögn inn á USB tengda flakkarann sinn, eyddi þeim út af tölvunni sinni þegar transferrið var búið og kippti svo flakkaranum úr sambandi við tölvuna og þá hurfu öll gögnin af honum. Þannig að hann tapaði öllum sínum dýrmætu gögnum á fremur klaufalegan hátt. Mín spurning er sú, væri hægt að nota tól eins og t.d. Power Data Recovery til að athuga hvort gögnin leyndust enn á flakkaranum? Já eða leyndust enn á harða disknum á tölvunni þó hann hafi hent þeim út? Notabene þá er þetta Mac tölva sem gögnin voru copyuð af.

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 02:35
af AntiTrust
1. Jú, hiklaust. Stundum er hægt að laga eða fara framhjá bad sectors með repair tólum eða jafnvel low-level format. Aldrei þó að nota disk sem hefur verið með/er með bad sector undir e-ð sem heitir mikilvægt, þeas OS eða backup.

2. Hef aldrei heyrt þetta, en það þýðir að það geti ekki staðist. Hugsa samt að það sé ósköp svipuð hreyfing á nál og plöttum burtséð frá því hversu mikið af gögnum eru á disknum.

3. Já og nei. Svo lengi sem diskurinn er með nógu mikið pláss fyrir Page file fyrir stýrikerfið skiptir það ekki miklu máli. Hinsvegar eru diskar sneggri að lesa gögn sem eru utarlega á plattanum en innarlega, og þar af leiðandi getur real-time leshraðinn minnkað örlítið eftir því sem bætist á diskinn. En á móti kemur að þú getur verið með lítið af gögnum, en á vitlaustum stað á disknum.

4. Svipað svar og hér að ofan. Svo lengi sem það er nógu mikið pláss eftir fyrir page file ætti það ekki að skipta máli upp á CPU load. Hinsvegar getur það tekið meira CPU usage að index-a diska með meira af gögnum vs. minna, ef það er e-ð slíkt í gangi.

5. Þetta myndi standa í bæklingnum já. Að því sögðu, hef ég aldrei gert það og aldrei lent í veseni - en það þýðir ekki að það sé gáfulegt. Hvað varðar vin þinn er alveg örugglega hægt að recovera mestpartinn af þeim á PC vélinni, en þar sem hann er Mac'faggit get ég lítið hjálpað þar með hvaða forrit þú getur keyrt, allavega með OS-ið online. Annars væri auðvitað hægt að rífa diskinn úr og gera þetta með EasyRecovery Pro t.d. í gegnum flakkara.

6. Já, til þess að gera þetta verðuru að nota e-rskonar shadow volume/Ghost forrit. Ekki mikið mál ef þú nennir að lesa þér til um þetta og fikta þig áfram.

7. Já, ættir að geta gert þetta með PartitionMagic t.d.

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 02:37
af BjarniTS
1. Þegar harðir diskar byrja að bila, er þá ekki réttast að hætta að nota þá? Þá meina ég ef það fer að koma upp mikið af bad sectorum og svoleiðis? Væri allavega ekki réttast að hætta að nota disk sem hegðar sér þannig undir stýrikerfi?
- Aldrei mælt með því að nota bilaða hluti.
Þú ferð að styðjast við diskinn smátt og smátt , nema að þú værir með það alveg sem reglu að nota hann bara fyrir rusl , en ég meina hver er með rusl á tölvunni sinni ?
Betra að nota hann bara alls ekki , svo eru diskar ekki svo dýrir svo að sparnaðurinn væri ekki svo gífurlegur.



6. Ef ég er með harðan disk með stýrikerfi og fleiri gögnum, kaupi mér annan disk, get ég þá á einfaldan hátt copyað öll gögn af gamla disknum yfir á nýja og pluggað honum svo í sömu tölvuna og notað hann sem master án þess að þurfa að setja upp stýrikerfið upp á nýtt á honum?
- Nei.
Það sem þú þyrftir að gera væri að nota forrit á borð við Norton Ghost til þess að búa til nákvæmt afrit af disknum sem að tölvan gæti svo notað á sama hátt og hinn diskinn.



7. Ef ég er með 500GB flakkara uppsettan með NTFS og með 200GB laus, get ég þá notað partition forrit til að búa til nýtt 100GB partition á honum sem FAT32 upp á að geta nýtt Apple MAC tölvur við hann? (þar sem Mac getur ekki skrifað á NTFS skráarkerfið, bara lesið það)
- Þetta gengi ef að þú værir með einhvern "boot manager" sem að þú værir búinn að stilla í takt við breytingarnar á disknum.
þ.e.a.s ef að þú vildir keyra upp 2 stýrikerfi á disknum.
Annars er ekkert mál að nota diskinn til að smella í mac bara og til þess þarft þú ekkert annað en bara að vera búinn að búa til partition í partition magic eða álíka.

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 08:48
af Vaski
Hargo skrifaði:6. Ef ég er með harðan disk með stýrikerfi og fleiri gögnum, kaupi mér annan disk, get ég þá á einfaldan hátt copyað öll gögn af gamla disknum yfir á nýja og pluggað honum svo í sömu tölvuna og notað hann sem master án þess að þurfa að setja upp stýrikerfið upp á nýtt á honum?

Getur þú gert copy/p = nei, en að copya öll gögn ásamt stýrikerfi yfir á nýja diskinn er ekkert mál, notar bara dd:
dd if=/dev/sdX of=/dev/sdY bs=32256
Setur gamla diskin inní sdX og nýja í sdY, lætur þetta rúlla og tekur síðan gamla diskin úr og tengir nýja í sama satatengi og þá er þetta komið. Það er í reynd aðeins 1 sem getur gert það að verkum að þetta virki ekki, og það er ef nýji diskurinn er minni en sá gamli.

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 09:49
af ManiO
Hargo skrifaði:5. USB tengdir flakkarar skulu ALLTAF vera ejectaðir í Windows áður en þú unpluggar þeim úr tölvunni svo þú missir ekki gögn eða skemmir hugsanlega diskinn á einhvern hátt?



7. Ef ég er með 500GB flakkara uppsettan með NTFS og með 200GB laus, get ég þá notað partition forrit til að búa til nýtt 100GB partition á honum sem FAT32 upp á að geta nýtt Apple MAC tölvur við hann? (þar sem Mac getur ekki skrifað á NTFS skráarkerfið, bara lesið það)



5. Ef þú ejectar ekki NTFS disk úr windows geturu ekki opnað hann í OSX nema að tengja hann aftur við windows og ejecta honum. En það er mælt með því að gera þetta alltaf því að það ERU líkur á að tölvan sé ekki búin að setja allt yfir á diskinn og möguleiki að gagnamissi.

7. http://code.google.com/p/macfuse/ NTFS read/write í OSX í boði google.

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 10:26
af Pandemic
Getur líka sótt NTFS-3G fyrir mac osx og virkjað Caching, en þá þarftu alltaf að ejecta disknum, annars áttu í hættu á að skemma partitionið.
http://www.tuxera.com/community/ntfs-3g-download/

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 10:29
af Sydney
Pandemic skrifaði:Getur líka sótt NTFS-3G fyrir mac osx og virkjað Caching, en þá þarftu alltaf að ejecta disknum, annars áttu í hættu á að skemma partitionið.
http://www.tuxera.com/community/ntfs-3g-download/

Ég er með utanaðliggjandi NTFS disk sem ég býst við að ég hafi tekið úr sambandi án þess að unmounta, og núna virkar diskurinn bara í Linux, windows vill bara formatta hann.

Re: Spurningaflóð og myths um harða diska

Sent: Þri 23. Mar 2010 12:51
af Hargo
Takk fyrir þessi svör drengir, vissi að ég gæti stólað á ykkur :D