Síða 1 af 1
Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 16:19
af Krissinn
Ég er með fartölvu og skjárinn er allur dimmur en það sést samt smá. Er peran farin eða er skjarinn ónýtur? Hann er ekkert brotinn eða neitt og eins og ég segi það sést smá á hann ef það er bjart á móti honum eins og tildæmis gluggi þá sést alveg smá. Hvað kostar að skipta um peru í honum? og peran sjálf?
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 16:21
af viddi
Mjög líklega farinn inverter fyrir baklýsinguna, getur reynt að finna svoleiðis á ebay.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 16:34
af BjarniTS
Gefðu okkur nákvæmt týpunúmer á vélinni.
Hef pantað svona sjálfur af e-bay
Dæmi : Dell-Inspiron
http://cgi.ebay.com/NEW-LCD-Inverter-De ... 972wt_1166þessi kostar 17$ með sendingarkostnaði.
=2.137 ISK + tollgjöld
U.þ.b
=3.200 ISKMyndi ég segja að hann væri kominn inn , tops.
ps:
Það er ekki beinlínis tollur sem þú værir að borga heldur er þetta gjald sem þú borgar tollinum fyrir einhverja skriffinsku.
Þetta gjald er oftast um 1.000 kall.
-
Svo gæti líka baklýsingin í vélinni þinni verið farin , en ég svosem þekki ekki það vandamál neitt svoleiðis.
Hemmi Antitrusl hjálpaði mér með svona í den.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 16:34
af Julli
þarftu ekki bara að fara í power control og screen brightness ?
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 18:06
af AntiTrust
Heh, get ekki annað en glott að "er peran farin í skjánum".
Annaðhvort er baklýsingin farin í skjánum sjálfum eða þá að inverterinn er farinn. Líklegra þætti mér að inverterinn væri farinn og er minnsta mál oftast að skipta um hann. Ef baklýsingin í skjánum sjálfum er farin er hann líklegast bara ónýtur, gerir ekki við slíkt.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 18:37
af Padrone
Talaðu við EJS og fáðu upp hvaða týpur nota sama inverter.
Veit að þeir eru ný farnir að framleiða inverta í nýjustu týpurnar sínar, en í eldri þá þarftu að kaupa allan skjáinn frá EJS
(ef þú verslar við þá).
Lítið mál að rífa í sundur svona skjá, bara passa að brjóta ekki plast smellur.
Farðu á Ebay.com og reyndu að finna svona.
Annars veit ég að það er hægt að fá eitthvað af verslunum á höfuðborgarsvæðinu til að tékka hvort þær eigi eitthvað af invertum.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 19:23
af Krissinn
BjarniTS skrifaði:Gefðu okkur nákvæmt týpunúmer á vélinni.
Hef pantað svona sjálfur af e-bay
Dæmi : Dell-Inspiron
http://cgi.ebay.com/NEW-LCD-Inverter-De ... 972wt_1166þessi kostar 17$ með sendingarkostnaði.
=2.137 ISK + tollgjöld
U.þ.b
=3.200 ISKMyndi ég segja að hann væri kominn inn , tops.
ps:
Það er ekki beinlínis tollur sem þú værir að borga heldur er þetta gjald sem þú borgar tollinum fyrir einhverja skriffinsku.
Þetta gjald er oftast um 1.000 kall.
-
Svo gæti líka baklýsingin í vélinni þinni verið farin , en ég svosem þekki ekki það vandamál neitt svoleiðis.
Hemmi Antitrusl hjálpaði mér með svona í den.
Þetta er HP Compaq nx5000 Business Notebook.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 19:27
af Krissinn
AntiTrust skrifaði:Heh, get ekki annað en glott að "er peran farin í skjánum".
Annaðhvort er baklýsingin farin í skjánum sjálfum eða þá að inverterinn er farinn. Líklegra þætti mér að inverterinn væri farinn og er minnsta mál oftast að skipta um hann. Ef baklýsingin í skjánum sjálfum er farin er hann líklegast bara ónýtur, gerir ekki við slíkt.
Ég fór Acer fartölvu í viðgerð í tölvulistann einu sinni og það var svipað vandamál og í þessari nema skjárinn í henni var rauður og þá sagði viðgerðarmaðurinn sem leit á vélina að ,,peran" væri farin í skjánum þannig að það orð er ekki frá mér komið en ánægjulegt að það skuli hafa glatt þig

Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 19:32
af BjarniTS
krissi24 skrifaði:
Þetta er HP Compaq nx5000 Business Notebook.
Ef að ég væri að fara að kaupa mér þetta þá myndi ég panta þetta
http://cgi.ebay.com/NEW-HP-Compaq-NX500 ... 2598wt_940US $17.45 + $5.00 Standard Int'l Flat Rate Shipping
= 22.45 $
________________
2.823 ISK
+Gjöld 1.100
= 4.000 ISK komið heim til þín.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 20:29
af lukkuláki
Ég lendi stundum í dauðum skjám í minni vinnu og lenti einmitt í því í dag á 2 ára gamalli vél.
Í 9 tilfellum af 10 þegar skjárinn er mjög dimmur eins og í þínu tilfelli þá er baklýsingin farin og því er ekki nóg að skipta um inverter.
Ef þú vilt vera viss talaðu þá við þá hjá Opnum kerfum og spurðu hvort þeir eigi inverter nýjan eða notaðan í þessa vél og semdu um að fá að skila honum ef það dugar ekki að skipta um hann. Það er ekki barnaleikur að skipta um baklýsinguna en alveg mögulegt ef maður fer mjög varlega.
Og eitt enn, það er ekki rangt að kalla þetta peru þetta lítur út eins og pínulítil flúrpera.

Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 20:32
af AntiTrust
lukkuláki skrifaði:Í 9 tilfellum af 10 þegar skjárinn er mjög dimmur eins og í þínu tilfelli þá er baklýsingin farin og því er ekki nóg að skipta um inverter.
Ertu sure á þessu?
Þetta er alveg gjörsamlega opposite á mína reynslu. Kannski tilviljun.
Edit: Var alveg búinn að gleyma að það væri hægt að lóða nýja peru í (já, pera er rétt, ég er doofus).
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 20:37
af lukkuláki
AntiTrust skrifaði:lukkuláki skrifaði:Í 9 tilfellum af 10 þegar skjárinn er mjög dimmur eins og í þínu tilfelli þá er baklýsingin farin og því er ekki nóg að skipta um inverter.
Ertu sure á þessu?
Þetta er alveg gjörsamlega opposite á mína reynslu. Kannski tilviljun.
Ég prófa oftast að skipta um inverterinn fyrst vegna þess að það er "í leiðinni" en það dugar nánast aldrei að skipta bara um hann
ég enda í 90% tilfella á því að skipta um skjáinn eins og hann leggur sig.
Væri alveg til í að lenda oftar í hinu vegna þess að inverter er ódýr en skjár er fokdýr og oft hættir fólk við að gera við vélar sem eru komnar úr ábyrgð vegna þess að skjárinn er svo dýr.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 21:28
af Padrone
Já sæll...
Einhvernvegin áætlaði ég að þú værir með Dell því ég sá það í einhverjum post.
FYI þá þarftu ekkert endilega inverter úr HP vél. Oftast geturu notað úr öðrum týpum. Bara prufa eða láta fagmenn sjá um þetta fyrir þig.
Re: Dimmur skjár
Sent: Þri 16. Mar 2010 21:40
af BjarniTS
Padrone skrifaði:Já sæll...
Einhvernvegin áætlaði ég að þú værir með Dell því ég sá það í einhverjum post.
FYI þá þarftu ekkert endilega inverter úr HP vél. Oftast geturu notað úr öðrum týpum. Bara prufa eða láta fagmenn sjá um þetta fyrir þig.
Þetta er ekki rétt hjá þér eftir því sem ég best veit.
Heimild skrifaði:Each model of laptop will have a specific inverter design, and they are generally not interchangeable