Síða 1 af 1

Vesen með aflgjafa

Sent: Lau 13. Mar 2010 22:51
af SolidFeather
Ákvað að taka tölvuna í sundur til að rykreinsa og installa nýjum HDD. Gékk frekar vel nema þegar ég ætla að kveikja á tölvunni þá gerist ekki neitt. Sé að það kemur power á móðurborðið því það kviknar lítil pera á því. Ég kemst að því að power snúran er vitlaust tengd og áður en ég breyti henni þá tek ég strauminn af aflgjafanum með aðal switchnum. Þegar ég flikka honum svo til baka þá slær hann allt rafmagn af herberginu. Ég aftengi hann alveg frá tölvunni en aftur gerist það sama.

Veit einhver hér hvað gæti verið að? Er hann ekki líklegast ónýtur? Er mest hræddur um að hann hafi tekið eitthvað annað með sér :dissed

Þetta er OCZ ModStream 520W ef það skiptir máli.

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Lau 13. Mar 2010 23:15
af Revenant
Ertu búinn að prófa að keyra aflgjafann alveg sér með því að taka allar snúrur úr sambandi og prófa að jumpstarta því? Slær út þegar þú gerir það?

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Lau 13. Mar 2010 23:24
af SolidFeather
Jamm, hef hann ekki tengdan í neitt og hann slær samt allt út.

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Lau 13. Mar 2010 23:44
af mercury
allar líkur á því að það sé einhvað farið að leiða saman í aflgjafanum. getur reynt að láta laga hann en sennilega best að fjárfesta í nýjum.

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Sun 14. Mar 2010 01:21
af SolidFeather
Ojæja ætli það ekki. Ég prófaði nýja hdd-inn og hann virkar ennþá, get ekki athugað hvort móðurborð, cpu og gpu virki því ég á ekki 24 pin psu, bara 20 pin :(

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Sun 14. Mar 2010 01:34
af vesley
SolidFeather skrifaði:Ojæja ætli það ekki. Ég prófaði nýja hdd-inn og hann virkar ennþá, get ekki athugað hvort móðurborð, cpu og gpu virki því ég á ekki 24 pin psu, bara 20 pin :(



getur keyrt 24pin móðurborð með 20 pin. það er bara ekki mælt með því til lengri tíma

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Sun 14. Mar 2010 01:44
af SolidFeather
Passar 20 pin connector í 24 pin slot? þarf ég ekki adapter? Gæti athugað hvort það komi ljós á móðurborðið, þori ekki að kveikja á henni með þessum 250w aflgjafa.

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Sun 14. Mar 2010 02:15
af vesley
þarft ekki adapter. og ættir að geta náð að starta systeminu með þessum aflgjafa. en kannski ekki keyra það beint mikið

Re: Vesen með aflgjafa

Sent: Sun 14. Mar 2010 02:48
af SolidFeather
Jæja ég stakk honum í samband, bara 20 pin og svo 4 pin og fékk ljós á móðurborðið. Tengdi svo skjárkortið við skjáinn og kveikti á henni :o
Fékk stóra rauða stafi á skjáinn um að ég hefði gleymt að tengja 6 pin pciexpress tengið við skjákortið.

Hélt að maður gæti ekki orðið ánægður við að sjá villuskilaboð :o