Besta viftulausa skjákortið?
Sent: Fös 12. Mar 2010 13:52
Ég er að spá í að fara að uppfæra 8800GT kortið mitt og langar mikið í hljóðLAUST kort. Ég er að spá í hvað sem er á milli 30-50 þús. en númer 1,2 og 3 er að kortið sé totally silent og að það taki alla flottu nýju leikina í nefið. Hverju mæla þeir með sem vit hafa á? Spila mest LOTRO en kíki í aðra leiki alltaf við og við.