Geforce FX -fyrirferðamikil hávaðasöm dós-

Skjámynd

Höfundur
PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Geforce FX -fyrirferðamikil hávaðasöm dós-

Pósturaf PeZiK » Mán 27. Jan 2003 15:52

Nú hafa loksins komið greinar um Geforce FX, nýja flaggskipið frá Nvidia sem átti að slá Radeon 9700 Pro út. Það er búið að vera mikil seinkun á þessu korti þar sem þeir voru að takast á við nýja tækni sem er 0.13 míkrón í stað 0.15 sem gerir þeim kleift að setja fleiri transitora á ákveðið flatamál sem eykur reiknigetu grafíska örgjörvans ( GPU ).

Ekki er að sjá að þeim hafi tekist áætlunarverk sitt, þá á ég við að slá út ATI með Radeon 9700 miðað við fyrstu línurit. Radeon er enn hæst í mörgum 3D forritum og leikjum. Þó svo að reklarnir ( drivers ) eru enn í smíðum fyrir FX kortið mátti alveg búast við því að það myndi valta yfir Radeon þar sem FX er með 500mhz örgjörva og 1Ghz DDR II minni á móti Radeon 350mhz og 500mhz DDR minni.

FX kortið tekur AGP raufina og plús eina PCI rauf sem mun ekki gegna neinu öðru hlutverki en að vera pláss fyrir FX kortið. Enda er þetta engin smá hlussa, það vegur ca. 3/4 úr kílói.

Það er risastórt kælunarkerfi á kortinu sem minnir helst á techno hárblásara. Hávaðinn er skerandi og heyrist á milli herbergja. Viftan gírar sig upp og niður eftir því sem þú ert í tvívíðum forritum eða þrívíðum. Auðvitað heyrist hæst í henni í þrívíðum forritum þar sem örgjörvinn þarf kreista út meiri reiknigetu. Nvidia sem setur þessa kælingu sem skilyrði fyrir framleiðendur segist koma með tækni til þess að lækka hávaðann, ég bíð spenntur hvernig þeir fara að því að leysa það.

Það er ekki nóg að fá bara rafmagn úr AGP raufinni heldur þarf maður líka að fá rafmagn beint úr aflgjafanum ( Powersupply ) og má hann ekki fara niður fyrir 300 vött samkvæmt stöðlum Nvidia. Maður tekur rafmagnstengingu eins og maður setur í hörðu diskana og stingur því í FX kortið. Ef ekki, þá keyrir örgjörvinn bara á 350mhz og minnið á 500-600mhz.

Það má líka taka það fram að FX og Radeon eru bæði hönnuð með directx 9 í huga og þá munum við koma til með að sjá nýja vídd í þrívíddarleikjum s.s. litir verða skírari og umhverfisljós ( Shaders ) munu gefa þeim raunverulegri dýpt.

Af því sem ég hef lesið um Geforce FX má líkja við spilaborg sem hefur hrunið fyrir framan mig. Vonandi koma þeir með úrbætur á þessari hávaðasömu techno hárþurrku með næstu kynslóðum af NV3x kubbasettinu. Sömuleiðis munu ATI menn sem framleiða Radeon 9700 Pro koma með enn eitt trompið á næstu 2 mánuðum. Það er engin spurning að Nvidia er að missa buxurnar niður fyrir hæla og er að detta niður stigann.

Hér fyrir neðan eru innihaldsmeiri greinar um FX kortið :

http://www.tomshardware.com/graphic/20030127/index.html
http://www.anandtech.com/video/showdoc.html?i=1779


PeZiK


" Það geta leynst villur í tölum, þá biðst ég afsökunar á því "
Síðast breytt af PeZiK á Mán 27. Jan 2003 16:28, breytt samtals 5 sinnum.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mán 27. Jan 2003 16:06

Þeir ættu að láta industrial-strength headphóna fylgja með!



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 27. Jan 2003 18:40

hhmmmmm, hljómar illa.......



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Mán 27. Jan 2003 18:54

Heh, fínt fyrir mig að skella þessu korti í mína vél.. Hún gæti ekki orðið meira hávaðarasamari :?


kemiztry

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Geforce FX -fyrirferðamikil hávaðasöm dós-

Pósturaf Voffinn » Mán 27. Jan 2003 19:02

PeZiK skrifaði:"sem gerir þeim kleift að setja fleiri transitora á ákveðið flatamál sem eykur reiknigetu grafíska örgjörvans ( GPU ).
"


whhaattt? :shock:


Voffinn has left the building..

Skjámynd

Höfundur
PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf PeZiK » Mán 27. Jan 2003 19:28

Transitorar : http://www.anandtech.com/video/showdoc.html?i=1749&p=2

As you should all know by now the GeForce FX is a 0.13-micron GPU but what you're not aware of is that this chip is composed of no less than 125 million transistors. The majority of the increase in transistor count comes from the fact that the GeForce FX GPU is fully floating point from start to finish, a requirement for DirectX 9 compliance.

Note that the 0.15-micron R300 is just over 110 million transistors and Intel's own Xeon MP clocks in at 108 million transistors. What is important to note is that although Intel's Xeon MP comes close in transistor count, almost 2/3 of those 108 million transistors are used for cache. The same isn't true for the Radeon 9700 and GeForce FX, where the vast majority of the transistors that make up the GPUs are used for implementing the 3D pipeline and not merely cache; these things are getting quite complex to say the least.


Vona að þetta útskýri 0.15 og 0.13 míkrón.

-PeZiK-



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Mán 27. Jan 2003 22:53

neibb, veistu að ég hef ekki guðmund um hvað þetta er ?!?!
skiptir svo sem engu máli þannig, bara ég fékk hausverk af að lesa þetta :P


Voffinn has left the building..

Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Geforce FX -fyrirferðamikil hávaðasöm dós-

Pósturaf halanegri » Mið 29. Jan 2003 09:16

PeZiK skrifaði:"...að það myndi valta yfir Radeon þar sem FX er með 500mhz örgjörva og 1Ghz DDR II minni á móti Radeon 350mhz og 500mhz DDR minni."


Það mætti halda að þú hafir greinilega misst af einhverju ú Anandtech greininni.

Þó svo að FX sé með hraðara minni þá er Radeon samt með meiri minnisbandvídd. Mig minnir að Geforce FX hafi 16GB/sec og Radeon 9700 hafi 20GB/sec. Þetta stafar af því að Geforce FX er aðeins með 128 bita memory bus en Radeon með 256 bita.

Þannig að Geforce FX er ekkert að fara að valta yfir Radeon, allavega ekki á þessu sviði.



Skjámynd

Höfundur
PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf PeZiK » Mið 29. Jan 2003 12:54

Það er rétt hjá þér að minnisbanndvíddin er meiri hjá Radeon 9700 en hjá Nvidia FX, takk fyrir ábendinguna. Nvidia er samt búinn að vera risinn á skjákortamarkaðinum og mér finnst það skrítið að þeir skuli ekki svara betur fyrir sig en þetta.

-PeZiK-



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Mið 29. Jan 2003 14:34

amm. Ég held ég kaupi mér bara Radeon 9800/9900(er ekki búið að ákveða nafnið) með 256mb minni þegar ég uppfæri tölvuna mína í sumar. Það virðist ekki borga sig að kaupa Geforce FX fyrst að það er svipað gott, en háværara og fyrirferðameira(og örugglega dýrara).

Langar líka að geta keypt svona Fanless Heatsink frá task.is, en maður þarf þá örugglega 3-4 PCI slot til að gera það á Geforce FX korti. :wink:



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 29. Jan 2003 16:53

soldið mikið disappointment miðað við hvað menn voru að búast við stórum hlutum frá þessu korti



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Fim 30. Jan 2003 08:53

já, ATi er bara að meika'ða :wink: