Síða 1 af 1
Gæti þetta verið ástæðan fyri því að tölvan ræsir ekki á sér
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:20
af dabbik
Það losnaði einhver litill pinni á móðurborðinu mínu, veit ekki hvað gerðist, stendur á honum "k8 10 165" og eru 7 aðrir svona pinnar/kubbar á móðurborðinu. Er móðurborðið ónýtt/Bilað? Ekki búinn að prufa
-update 11. Mars-
Þetta er nýtt móðurborð og hafði ekki prufað það, en ég var að setja upp tölvuna mína og ætlaði að kveikja á tölvunni og ekkert gerist, veit ekki alveg af hverju. Gæti þessi pinni/kubbur verið ástðan fyrir því?
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:22
af lukkuláki
Geturðu reddað myndum veit ekkert hvað þú ert að tala um
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:27
af dabbik
Seinna í kvöld en þetta eru járn"kubbar" eða pinnar helmingurinn svartur og hinn helmingurinn járnlitaður.
Stendur
"k8
10
165"
Þeir eru frekar neðarlega og vinstra megin á móbóinu. Og það eru reyndar átta svona kubbar.
Fjórir raðaðir
X X
X X
Svo voru 4 sem voru raðiðir Y___ X___ X X, og var Y sem losnaði. ___ er bilið á milli
Þetta heitir CEC17, fann góðar myndir af þessu hja gaur sem lenti i þessu ef þú scrollar aðeins niður
http://www.overclockers.com/forums/show ... p?t=570390
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:32
af Gunnar
og hvað heitir móðurborðið?
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:35
af dabbik
Gunnar skrifaði:og hvað heitir móðurborðið?
Gigabyte GA-M56S-S3
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:40
af Leviathan
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:42
af dabbik
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:53
af Revenant
Þetta er álþéttir fyrir netkortið (RTL8211BL). Það er hægt að laga þetta ef þú hefur góðan lóðbolta og tin (ég mæli samt ekki með því).
Re: Pinni losnaði
Sent: Mán 08. Mar 2010 17:56
af dabbik
Revenant skrifaði:Þetta er álþéttir fyrir netkortið (RTL8211BL). Það er hægt að laga þetta ef þú hefur góðan lóðbolta og tin (ég mæli samt ekki með því).
Já einmitt, örugglega einhver viðgerðarmaður sem lagar þetta. Trúi ekki að það kosti mikin pening að lóða þetta á. (1000-2000kr)
En já eins og er þá er ég hvort sem er ekki með nettengingu og nota netlykil símans, svo ég efast um að þetta skipti mer máli