Síða 1 af 1

Tölvuvesen

Sent: Sun 07. Mar 2010 17:40
af Krissinn
Ég á svona gamalan turn, keypti hann meira að segja hér og ég var búinn að nota hann í svona 3 mánuði þá bara hætti skjákortið að virka, það er innbyggt og svo er líka sér skjákort í henni og það hvorugt virkar. Hvað er eginlega að? Er líka búinn að nettengja hana og prófa að tengja hana í gegnum remote desktop en hún tengist ekki netinu.

Re: ??

Sent: Sun 07. Mar 2010 17:41
af BjarkiB
Kannski fínt að hafa aðeins meira lýsandi titil!

Re: ??

Sent: Sun 07. Mar 2010 18:02
af Krissinn
Um tölvuna:

AMD DVRON 1,8 GHz - 2,4 GHz

1GB vinnsluminni

40 GB master diskur

160 GB Slave

Gefroce FX5200 skjákort

DVD-RW geisladrif

x6 USB

Windows XP media center.

Þessar upplýsingar eru límdar ofaná turninn

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 18:16
af Krissinn
Veit engin hvað gæti verið að? Langar svo að breyta tölvunni í server :)

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 18:19
af BjarkiB
Gætiru kannski líka komið með aðeins ýtarlegri upplýsingar um bilunina?

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 18:33
af Krissinn
Tiesto skrifaði:Gætiru kannski líka komið með aðeins ýtarlegri upplýsingar um bilunina?


Þegar ég kveiki á henni þá kemur ekkert á skjáinn, er búinn að prófa bæði að hafa tengt í skjákortið sem er innbyggt og hitt sem er aukalega en ekkert skeður en það er alveg kveikt á tölvunni sjálfri. Hvað getur þetta verið?

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 18:41
af hauksinick
móðurborðið sennilega að klikka,gerðist fyrir mína.Fór með hana beinustu leið í kísildal og fékk nýtt

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 19:31
af BjarniTS
Prufaðu annan skjá.
Gæti verid stöpp í login ferlinu sem veldur því að remote kemur ekki.

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 21:10
af Krissinn
Held að þetta sé móðurborðið. Held að það borgi sig ekki að fara að kaupa nýtt

Re: Tölvuvesen

Sent: Mán 08. Mar 2010 22:47
af ingibje
gaeti þetta ekki verið innraminnið eða aflgjafinn. allt í einu eftir restart hjá mér vildi ekkert birtast á skjáinn, ég tók innraminnið og faerði það um rauf, þá flaug hún í gang. ég hef ekkert spáð í þetta meira grunar að minnisraufinn sé bara ónýt :)

Re: Tölvuvesen

Sent: Þri 09. Mar 2010 23:00
af Krissinn
ingibje skrifaði:gaeti þetta ekki verið innraminnið eða aflgjafinn. allt í einu eftir restart hjá mér vildi ekkert birtast á skjáinn, ég tók innraminnið og faerði það um rauf, þá flaug hún í gang. ég hef ekkert spáð í þetta meira grunar að minnisraufinn sé bara ónýt :)


Það eru 2 minni í henni.

Re: Tölvuvesen

Sent: Mið 10. Mar 2010 00:02
af ingibje
já þau eru líklega ekki baeði ónýt, myndi bara prófa taka annahvort minnið úr og sjá hvað gerist eða fara bara beint í Memtest86 og gá hvort þau séu í lagi.