Síða 1 af 1

IDE dót algjörlega horfið

Sent: Lau 06. Mar 2010 23:59
af Smelly Dog
DVD drifið og CD-RW drifið dottið út, prófaði að tengja ATA133 disk við (þar sem ég er að nota 2xSATA diska) en hann fannst ekki heldur.
Hvaða rugl er í gangi? Þetta hefur verið í góðu lagi og ég hef engu breytt. Er eitthvað diagnostic tól til að tékka á þessu?

Re: IDE dót algjörlega horfið

Sent: Sun 07. Mar 2010 10:42
af hagur
Einfaldasta diagnostics tólið til að checka á svona löguðu er bara BIOS-inn myndi ég halda.

Ef drifin koma ekki fram þar, þá er eitthvað að tengingum, IDE-köplum eða hugsanlega bara IDE-controllernum á móðurborðinu.

Re: IDE dót algjörlega horfið

Sent: Sun 07. Mar 2010 15:05
af Smelly Dog
Sama hvaða IDE dót ég tengi við þá kemur það ekki fram í BIOS-inum, sama hverju ég breyti þar. Búinn að prófa aðra kapla og tengingarnar líta vel út.
Device Manager sýnir að það sé í lagi með stýringuna, hvaða rugl er þetta!?

Re: IDE dót algjörlega horfið

Sent: Sun 07. Mar 2010 16:05
af muntok
Afsakið að ég troði mér inn í þessa umræðu þar sem ég hef því miður ekki lausn...
Ég er að lenda í því sama með nýtt móðurborð, hvernig athuga ég hvort drifin sjáist í Bios-num?

Re: IDE dót algjörlega horfið

Sent: Sun 07. Mar 2010 16:09
af methylman
Tékka á í BIOS hvort að IDE stýringarnar séu ,,enabled´´