Síða 1 af 1

How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 17:27
af chaplin
Ætla koma með tvær öfur einfaldar leiðir til að laga fasta pixal á LCD skjáum. Var rétt í þessu að laga 2 skjái sem ég nota. :wink:

Fastur pixlari er í raun og veru þegar pixlari festist á ákveðnum lit (græn, blár, rauður) - til að komast af því hvort þú sért með fasta pixlara geturu sótt forritið Dead Pixel Buddy. http://www.softpedia.com/progDownload/D ... 32638.html

ATH. Margir rugla saman dauðum pixlara og föstum. Munurinn er sá að ef pixlari er dauður, ertu með svartan punkt á skánum, ef pixlarinn er fastur er hann fastur á eina og sama litinum.

Ég ber ekki ábyrgð á því ef þú þrýstir of fast á skjáinn og brýtur hann eða veldur öðrum skemmdum!

Fyrsta lausnin:
Skef 1: Keyrðu "DPB" og finndu fasta pixlarann.
Skef 2: Slökktu á skjánum og settu pressu þar sem pixlarinn er, alls ekki fast. Virkar mjög vel að ýta í 2 sek. sleppa og ýta aftur nokkrum sinnum. Mæli sterklega með því að nota mjúkan fiber klút svo pressan dreifst sem allra best. Einnig færðu meiri mýkt.
Skef 3: Kveiktu á skjánum og ath. hvort þetta hafi lagast!

Önnur lausn:
Skef 1: Farðu á youtube - http://www.youtube.com/watch?v=oj9U-Ux6QHY
Skref 2: Settu myndbandið þar sem fasti pixlarinn er.
Skef 3: Bíddu og vonaðu að þetta virki.

Báðar lausnir hafa virkað mjög vel hjá mér, hef fengið 8 skjái í hendurnar, 8 lagaðir! :8)

Þeir sem eru í vandræðum með þetta, er velkomið að kíkja á skrifstofu Buy.is og sjá hvort ég nái ekki að laga þetta. - Frítt.

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 17:40
af BjarkiB
Hvorugt virkar fyrir mig. Er ennþá með sama pirrandi rauða punktin á skjánum mínum :hnuss

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 17:55
af Gúrú
Það er önnur leið sem hefur með það að gera að "glampa" skjáinn en reynið á eigin ábyrgð, myndi ekki gera það nema við gamlan skjá með alltof mikið af svona pixlum, hann gæti allur eyðilagst/lýst.

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 17:57
af chaplin
Tiesto skrifaði:Hvorugt virkar fyrir mig. Er ennþá með sama pirrandi rauða punktin á skjánum mínum :hnuss

Ef þú vilt máttu renna með hann á skrifstofuna hjá okkur, skal ath. hvort ég nái að laga þetta fyrir þig. :wink:

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 18:10
af BjarkiB
Heyrðu takk fyrir, en það vill svo til að ég bý á Akureyri :o

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 19:00
af starionturbo
Hef lagað two skjái með aðeins öðruvísi tækni. Þessar hefðbundnu virkuðu ekki.

Mitt trick er að nota þennan gaur:

http://www.jscreenfix.com/applet.php?wi ... height=480

Setja það þar sem dauði pixellinn er og nota svo tvo þumalputta, setur þá varlega á skjáinn.

Hvorn þumalinn fyrir sig, set ég 1-2cm radíus frá dauða pixelnum, og þrýsti svo fastar eftir því sem ég minnka radíusinn að dauða pixelnum.

Try it, bara ekki íta of fast.

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:20
af himminn
Ég fékk næstum flogakast þegar ég horfði á þetta video þarna.

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:45
af chaplin
Tiesto skrifaði:Heyrðu takk fyrir, en það vill svo til að ég bý á Akureyri :o

Já sæll, smá spölur.. :P

Annars eru víst til fjölmargar tæknir við þetta, og varðandi flogaköst ofl. ég ber ekki ábyrgð á andlegu tjóni.. :lol:

Re: How to fix: Stuck Pixel - Fasta pixel.

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:59
af Pandemic
Ég er með einn ódrepandi.