Síða 1 af 1

Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 21:05
af krizzikagl
Sælir Vaktarar.

Hef verið að velta fyrir mér hvernig ég ætti að Installa gömlum IDE disk sem ég á.
Hef reynt þetta nokkrum sinnum. En tölvan hefur aldrei fundið diskinn.

fór svona að:
1.Tók aflgjafann úr sambandi og slökkti á honum (hef reynt að gera bara annaðhvort).
2.Tók skjákortið úr til að komast að IDE raufinni á MB-inu.
3.Tengt diskinn við kapalinn og í straum.
4.Sett skjákortið aftur í.
5.Kveikt á aflgjafanum og kveikt á tölvunni.

Gætuði vinsamlegast sagt mér hvað ég er að gera rangt. Veit mjög lítið um að setja HDD í tölvuna.

Fyrirfram þakkir:
Krizzikagl.

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 21:36
af Sydney
Ertu með jumper í master eða slave?

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 22:13
af krizzikagl
Það stendur ekki á disknum. En samkvæmt hinum IDE disknum mínum ætti hann að vera í PM2 ?

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 22:19
af biturk
Mynd

það er verið að meina þessa stillingu. og hún á að vera í slave

er þetta eina tækið á þessum kapal?

síðann skaltu kveikja á tölvunni og farðu á disk manager og leita af diskum, fer eftir hvaða windows þú ert með hvað skipunin heitir en það er yfirleitt eitthvað refresh


endilega segðu hvort þú sért með fleiri tæki tengd við ide svo við getum hjálpað þér betur :P

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 22:35
af krizzikagl
Jebb, þetta er eina tækið á þessum kapal.

en er búin að prufa núna að setja jumperinn á það sem ég held að sé slave en finn hann samt ekki :S

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 22:38
af biturk
hvernig windows ertu að keira á?

þú þarft að fara í disk management og leita að honum líklega

ertu ekki örugglega með ide kapalinn tengdann í ide slot 1?

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 22:47
af krizzikagl
Win 7 Ultimate

júbb, það er bara eitt slot.

Re: Installa IDE disk?

Sent: Sun 28. Feb 2010 22:53
af biturk
Mynd

þetta er disk management

til að fara i það ferðu í

1. Hægri smellir á my computer
2. smellir á manage
3.smellir á disk management í flipanum til vinstri og getur þurft að bíða í smá tíma
4. smellir á action í toolbarinu uppi
5. smellir á rescan disks

bíður og hún ætti að finna nýja diskinn, finna rekla og allt ætti að vera tilbúið til notkunnar.

vonandi hjálpar þetta, ekki hika við að spyrja ef eitthvað er að :P