Síða 1 af 1

Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 10:55
af Valdimarorn
Góðan daginn allir.

Þá neyðist ég sennilega að senda tölvuna mína í viðgerð til Att.is í 3ja sinn á 4 mánuðum. Hún hefur aldrei verið góð, og þetta er svo pirrandi að það hálfa væri hellings nóg.

Hún hefur alltaf verið mjög erfið að ræsa sig upp, frýs enda laust á svarta startup skjánum. Það er búið að skipta út móðurborði fyrir nýtt. Skánaði ekkert við það. Enda var það skjákortið sem var að koma með alls kyns villumeldingar og svoleiðis.

Ég gafst upp, eftir að hún vildi ekki kveikja á sér í 100 skipti. Setti upp Windowsið aftur og allt gekk vel, þar til hún ætlaði að setja upp "Video Performance" þá frýs hún og kemst aldrei yfir það.

Ég ætla að biðja Att.is um að setja nýtt skjákort, og helst stærra og öflugra, óg ég borga þá bara mismuninn. Það er bara svo óþolandi að þetta virki ekki, þegar maður borgar hátt í 200 þús fyrir tölvu.

Ég ætla að quota í gamlan þráð, þar sem kemur fram villur í skjákorti.

Valdimarorn skrifaði:Góðan daginn.

Ég er með 3ja mánaða gamla tölvu, sem hefur alltaf verið með vandræði, frjósa, svartan skjá og fullt af svörtum kössum hér og þar á skjánum. Einnig erfitt með að ræsa sig, tekst oft í 2-3 tilraun.

Hún er búin að fara einu sinni í viðgerð, þá var fundið út að móðurborðið var gallað. Það var skipt um það í ábyrgð. Var skárri í smá tíma en byrjaði svo aftur. Fyrst með því að skjárinn varð svartur í nokkrar sek og datt svo inn aftur, með þessari athugasemd:

Mynd

Svo prufaði ég að keyra Video memory stress test, sem ég stoppaði svo aftur þegar, 17.000 errorar voru fundnir:

Mynd

Hvað dettur ykkur helst í hug...ónýtt skjákort?



En eruð þið ekki sammála um að kortið sé bara ónýtt?

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 12:07
af mind
Líklega eitthvað að minniseinungunum á skjákortinu, myndi eflaust ekki saka keyra memtest á vélina samt bara til að útiloka það hafi eitthvað að segja í þessu dæmi.

Hvað tölva kostar hefur nú samt lítið að gera með hvort hlutirnir virki eða ekki, ef eitthvað þá er líklega að því dýrari sem hlutirnir verði því meira geti farið úrskeiðis og bilað.
Samt er 200 þús ekki mikið fyrir tölvu, mín kostar reyndar ekki það mikið en miðað við hvað hægt er að nota þessa hluti mikið er bara ótrúlegt hvað maður fær fyrir litlar 100-200þús krónur.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 13:02
af beatmaster
Bara ein pæling, þarf skjákortið hjá þér auka straum?

Ef svarið er já er þá ekki alveg örugglega tengt PCI-e straumtengið í kortið?

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 13:17
af vesley
getur prufað að deleta öllum skjákorts driverum með forriti eins og driver sweeper og installa svo nýjasta drivernum hjá nvidia.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 13:39
af Valdimarorn
Takk fyrir þetta. ég er búinn að athuga rafmagnið. Það er kyrfilega tengt með 6 pinna tengi. Og ég var búinn að fá athugasemd með driverana. Eyddi öllum út og setti nýjasta driverinn upp.

En eiginlega aðal vandamálið núna er að hún vill ekki starta sér upp. Frýs út í eitt. Og ég viðurkenni fúslega, að ég hef kannski ekki nógu góða þekkingu til að koma henni af stað aftur.

Núna er hún stödd þannig að, Windowsið er að setja hana upp í fyrsta skipti. Og þegar kemur að því að tékka á "Video Performance" frýs hún og fer ekkert lengra.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 14:22
af Danni V8
Er enginn sem að þú þekkir og getur lánað þér skjákort til að ath. hvort tölvan fer lengra með öðru korti?

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 14:31
af Valdimarorn
Nei, því miður. Búinn að spyrja nokkra og athuga með ódýr kort til sölu. Er að nota gamlan garm núna, sem er bara með skjástýringu á móðurborði.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 14:40
af Verisan
mikelab - There is some problems with nvidia drivers above 182.50 version. I have no time and hardware to debug this problem. If somebody can, welcome to sourceforge!

mikelab -Ignoring of the colors bit mask is a violation of video RAM access rules and some drivers/chips can fail in this mode. If this mode disabled, program will not test high bits, which exceeds color bit mask (these bits not used by videocard too).

Tekið af heimasíðu höfundar.
http://mikelab.kiev.ua/index_en.php?pag ... AMS/vmt_en

Ef þú tekur út hakið í -ignor color bit mask- þá færðu ekki allar þessar villur.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 14:54
af Danni V8
Verisan skrifaði:mikelab - There is some problems with nvidia drivers above 182.50 version. I have no time and hardware to debug this problem. If somebody can, welcome to sourceforge!

mikelab -Ignoring of the colors bit mask is a violation of video RAM access rules and some drivers/chips can fail in this mode. If this mode disabled, program will not test high bits, which exceeds color bit mask (these bits not used by videocard too).

Tekið af heimasíðu höfundar.
http://mikelab.kiev.ua/index_en.php?pag ... AMS/vmt_en

Ef þú tekur út hakið í -ignor color bit mask- þá færðu ekki allar þessar villur.


Mér finnst hæpið að þetta sé vandamálið þar sem að hann segist vera búinn að setja Windowsið upp á nýtt og tölvan virðist ekki komast framhjá Video Performance checkinu, ss. hann er ekki búinn að komast það langt að geta sett upp nvidia driverana.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 15:35
af Valdimarorn
Það er rétt Danni. tölvan er stopp nákvæmlega þar. Þ.e. hún frýs alltaf á þeim punkti.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 15:49
af BjarniTS
Hentu þessu í hausinn á þeim, fast.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Sun 28. Feb 2010 20:51
af Valdimarorn
Hehe...já ég býð spenntur eftir því sem kemur út úr þessu.

En ég vil samt taka fram að það er ekki við Att.is að sakast, þeir hafa sýnt mjög góða þjónustu, og verið mjög almennilegir.

Þetta er sennilega gallað frá framleiðanda.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Þri 02. Mar 2010 09:00
af Valdimarorn
Ég fór með tölvuna til Att.is í gær. Lýsti öllu því sem hefur verið að hrjá hana. Og miðað við allt, þá hlyti það eiginlega að vera skjákortið sem væri með eitthvað bögg.

Þá sagði sá sem tók á móti tölvunni, hugsanlega eigandinn, að miðað við lýsinguna þá benti ekki til þess að það væri við skjákortið að sakast. Skrýtið.

En nú er bara spurning, fæ ég hana til baka eins og hún hefur verið, eða tekst þeim að gera við hana í eitt skipti fyrir öll.

Kv Val

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Þri 02. Mar 2010 11:05
af nemet05
Þú átt að rífa kjaft og heimta nýja tölvu. Því miður þýðir ekkert annað :)

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Fim 04. Mar 2010 18:18
af Valdimarorn
Jæja, Att.is hringdi í dag og sagði mér að þeir hefðu prufað nýtt skjákort, og eins og við manninn mælt, keyrði tölvan sig upp og virkaði fullkomnlega.

Þannig að það var alltaf skjákortið, og þeir sögðust setja jafngott eða betra kort í vélina. Ég veit samt ekki hvernig kort.

Þannig að það er bara spurningin. Hvað af Nvidia kortunum sem Att.is selur eru jafn góð eða betri en 9600GT. Ekki hef ég hugmynd.

En þið vitið það sennilega.

Kv Val.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Mið 10. Mar 2010 22:22
af Enginn
Valdimarorn skrifaði:Jæja, Att.is hringdi í dag og sagði mér að þeir hefðu prufað nýtt skjákort, og eins og við manninn mælt, keyrði tölvan sig upp og virkaði fullkomnlega.

Þannig að það var alltaf skjákortið, og þeir sögðust setja jafngott eða betra kort í vélina. Ég veit samt ekki hvernig kort.

Þannig að það er bara spurningin. Hvað af Nvidia kortunum sem Att.is selur eru jafn góð eða betri en 9600GT. Ekki hef ég hugmynd.

En þið vitið það sennilega.

Kv Val.


Annaðhvort að láta þá setja annað 9600 eða skella sér á 8800.

Re: Ný tölva með bilað skjákort.

Sent: Mið 10. Mar 2010 22:25
af chaplin
Enginn skrifaði:
Valdimarorn skrifaði:Jæja, Att.is hringdi í dag og sagði mér að þeir hefðu prufað nýtt skjákort, og eins og við manninn mælt, keyrði tölvan sig upp og virkaði fullkomnlega.

Þannig að það var alltaf skjákortið, og þeir sögðust setja jafngott eða betra kort í vélina. Ég veit samt ekki hvernig kort.

Þannig að það er bara spurningin. Hvað af Nvidia kortunum sem Att.is selur eru jafn góð eða betri en 9600GT. Ekki hef ég hugmynd.

En þið vitið það sennilega.

Kv Val.


Annaðhvort að láta þá setja annað 9600 eða skella sér á 8800.

Það sem hann sagði.

http://www.videocardbenchmark.net/high_end_gpus.html