Síða 1 af 1

Harður diskur að gefa sig?

Sent: Fös 26. Feb 2010 15:46
af KermitTheFrog
Nú er harði diskurinn í tölvunni minni alveg að gefa upp öndina held ég. Sumar möppur eru "corrupt or unreadable" og chkdsk frýs alltaf á sama stað.

Eitthvað til ráða?

ooooog nú kemst ég ekki inn í Windows... yay!

Re: Harður diskur að gefa sig?

Sent: Fös 26. Feb 2010 17:37
af Danni V8
Hvað er 26. febrúar eitthvað slæmur dagur fyrir harða diska? 2 þræðir um harða diska að hrynja í dag og síðan var annar 320gb diskurinn minn að gefa sig áðan.. merkilegt :?

En ertu búinn að tékka á vinnsluminninu? Síðast þegar ég lenti í corrupt or unreadable errors þá var ég með gallaðar minnisplötur. En að vísu kom þessi error bara á nýjar skrár sem ég setti inná diskinn eftir að gölluðu minnisplöturnar fóru í og ég þurfti að henda þeim öllum út og ná í aftur, annars fékk ég bara aftur corrupt.

Alveg hægt að tékka á því (keyra memtest), þó mér finnst þetta hæpið þar sem að chhdsk stoppar alltaf á sama stað.