Síða 1 af 1

Geforce 9800 GX2 -Error 43?

Sent: Fös 26. Feb 2010 00:08
af Raudbjorn
Sæl(ir),

kveikti á tölvunni minni í morgun og hún þverneitaði að spila WoW -sagði mér að ekkert skjákort væri í tölvunni sem væri nothæft til þess. Þá tók ég eftir því að start-barinn minn minn var hvít lína í staðinn fyrir að vera gegnsær -windows aero hafði s.s. hætt að virka. Niðurstaða: Af einhverjum ástæðum hafði skjákortið mitt hætt að styðja 3D-vinnslu.

Svo ég opna device managerinn og lít á línuna sem sýnir mér Geforce 9800 GX2 kortið mitt(tvær línur -eitt svona er, minnir mig, í rauninni 2x8800 kort) og þetta bölvaða gula upphrópunarmerki við það: "Windows has stopped this device because it has reported problems. (Code 43)"

Gott og vel, hérna er svo það sem ég gerði framhaldinu:
1) Keyrði driver sweeper og reinstallaði dræverum. -Virkaði ekki.
2) Keyrði driver sweeper og installði næstelstu dræverum sem ég fann. -Virkaði ekki.
3) Tók kortið úr og henti einu gömlu 8800GTS 512 korti í. -Svínvirkaði(þetta er s.s. ekki móðurborðið).

Niðurstaða: 18 mánaða skjákortið mitt hrundi einfaldlega. Ekkert overclock, engin svaka vinnsla einu sinni -þar sem ég hef ekki verið mikið heima hjá mér síðasta hálfa árið.
Skrapp niður í Tölvutækni með það til athugunar(þar sem það er enn í ábyrgð).

Einhver lent í svipuðu? Eithvað sem ég missti af/gleymdi?