Þráðlaus mús og lyklaborð?
Sent: Mið 24. Feb 2010 00:17
Ég var að setja upp 42" LCD á vegginn fyrir ofan rúmið mitt. Er með 22" LCD við borðtölvuna mína tengda með DVI og 42" tengda við borðtölvuna með HDMI. Er svo með extended desktop stillt á skjákortinu þannig ég get notað báða skjáina.
Nú var ég að spá, þar sem ég nenni ekki endalaust að vera að standa upp úr rúminu til að gera eitthvað í tölvunni (setja á bíómynd, þætti, svara á MSN, o.s.frv.) þannig mig langar að kaupa mér þráðlausa mús og lyklaborð sem ég gæti haft uppi í rúmi og stjórnað tölvunni úr rúminu.
Hvað væri best í þetta? Ég er nokkuð hrifinn af Bluetooth þar sem drægnin er meiri en á venjulegum þráðlausum tækjum. En aftur á móti er ég ekki með Bluetooth stuðning í vélinni minni. Er hægt að kaupa einhver Bluetooth kort til að setja í tölvuna eða hvað? Endilega segið frá. Einnig ef þið gætuð bent á Bluetooth mýs/lyklaborð sem kosta ekki handlegg.
Þakkir fyrirfram.
Nú var ég að spá, þar sem ég nenni ekki endalaust að vera að standa upp úr rúminu til að gera eitthvað í tölvunni (setja á bíómynd, þætti, svara á MSN, o.s.frv.) þannig mig langar að kaupa mér þráðlausa mús og lyklaborð sem ég gæti haft uppi í rúmi og stjórnað tölvunni úr rúminu.
Hvað væri best í þetta? Ég er nokkuð hrifinn af Bluetooth þar sem drægnin er meiri en á venjulegum þráðlausum tækjum. En aftur á móti er ég ekki með Bluetooth stuðning í vélinni minni. Er hægt að kaupa einhver Bluetooth kort til að setja í tölvuna eða hvað? Endilega segið frá. Einnig ef þið gætuð bent á Bluetooth mýs/lyklaborð sem kosta ekki handlegg.
Þakkir fyrirfram.