Síða 1 af 1

Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 00:17
af intenz
Ég var að setja upp 42" LCD á vegginn fyrir ofan rúmið mitt. Er með 22" LCD við borðtölvuna mína tengda með DVI og 42" tengda við borðtölvuna með HDMI. Er svo með extended desktop stillt á skjákortinu þannig ég get notað báða skjáina.

Nú var ég að spá, þar sem ég nenni ekki endalaust að vera að standa upp úr rúminu til að gera eitthvað í tölvunni (setja á bíómynd, þætti, svara á MSN, o.s.frv.) þannig mig langar að kaupa mér þráðlausa mús og lyklaborð sem ég gæti haft uppi í rúmi og stjórnað tölvunni úr rúminu.

Hvað væri best í þetta? Ég er nokkuð hrifinn af Bluetooth þar sem drægnin er meiri en á venjulegum þráðlausum tækjum. En aftur á móti er ég ekki með Bluetooth stuðning í vélinni minni. Er hægt að kaupa einhver Bluetooth kort til að setja í tölvuna eða hvað? Endilega segið frá. Einnig ef þið gætuð bent á Bluetooth mýs/lyklaborð sem kosta ekki handlegg.

Þakkir fyrirfram. :)

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 00:38
af demigod
http://start.is/product_info.php?products_id=2669

hef notað svona í fartölvunni hjá mér og þetta virkar frábærlega

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 01:04
af biturk
http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=29_99&products_id=20108

svona mús og lyklaborð voru þeir í tölvutek að selja, lyklaborðið heitir gigabyte gk- k7500

keipti þetta saman í pakka hjá þeim, geðveikislega þægilegt stöff, eiðir nánast engu batteríum, fljótlegt að tengja og rosalega þægilegt og hljóðlátt að skrifa á lyklaborðið og músin höndlar eins og draumur, er líka on\off takki á músinni svo þú getur drenað batteríið ennþá lengur

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 01:25
af intenz
Ég var að skoða þetta ( http://tolvulistinn.is/vara/19457 ). Þetta er mjög sniðugt og einmitt það sem ég þarf, þar sem ég er uppi í rúmi og erfitt að vera með mús þar. Þægilegra að hafa lyklaborð með touchpad. En gallinn er sá að þetta er ekki QWERTY lyklaborð heldur QWERTZ ( WTF ? :roll: )

Svo fór ég að skoða þetta ( link ), er svipað og hitt en er stærra, þægilegra og með QWERTY lyklaborði. Mér finnst samt rosalega mikið að borga 16.000 kr. meira fyrir það.

Þá er ég kominn á það að fá mér lyklaborð með svona touchpad.

Einhver með hugmyndir um ódýrt og gott svoleiðis unit?

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 08:33
af kazgalor
Þetta er málið! http://tolvulistinn.is/vara/17689

Illa cool, þú svona veifar þessu fram og til baka einsog wii fjarstýringu.

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 12:22
af intenz
kazgalor skrifaði:Þetta er málið! http://tolvulistinn.is/vara/17689

Illa cool, þú svona veifar þessu fram og til baka einsog wii fjarstýringu.

Haha nei, takk samt. :lol:

Ég er að leita að Bluetooth lyklaborði með TOUCHPAD

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 12:29
af Halli25
intenz skrifaði:Ég var að skoða þetta ( http://tolvulistinn.is/vara/19457 ). Þetta er mjög sniðugt og einmitt það sem ég þarf, þar sem ég er uppi í rúmi og erfitt að vera með mús þar. Þægilegra að hafa lyklaborð með touchpad. En gallinn er sá að þetta er ekki QWERTY lyklaborð heldur QWERTZ ( WTF ? :roll: )

Svo fór ég að skoða þetta ( link ), er svipað og hitt en er stærra, þægilegra og með QWERTY lyklaborði. Mér finnst samt rosalega mikið að borga 16.000 kr. meira fyrir það.

Þá er ég kominn á það að fá mér lyklaborð með svona touchpad.

Einhver með hugmyndir um ódýrt og gott svoleiðis unit?

Myndin er röng, þetta er qwerty lyklaborð enn qwertz :)
Bluetooth er yfir höfuð dýrt

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 14:26
af kizi86
held að ÞETTA eða ÞETTA myndi henta þer mjög vel..

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mið 24. Feb 2010 23:59
af intenz
Jæja ég endaði með því að kaupa þetta...

http://tolvulistinn.is/vara/19457

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mán 26. Apr 2010 05:32
af intenz
intenz skrifaði:Jæja ég endaði með því að kaupa þetta...

http://tolvulistinn.is/vara/19457

Þetta er nú meira ruslið.

Lyklaborðið er svo lítið að það er ekki hægt að skrifa rétt á það nema að pikka inn með tveimur puttum.

Svo verður maður að vera alveg 100% þurr á puttunum annars virkar mousepadið ekki.

Ég mæli sko EKKI með þessu drasli.

Ætla að fjárfesta í nýju. Valið stendur á milli:

http://www.btc.com.tw/english/2-7-30key ... 9039ARFIII

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6823176018

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6823166102

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6823166079

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6823126008

Það þarf ekki að vera bluetooth en drægnin þarf að vera a.m.k. meiri en 5 metrar. ALLS EKKI infra-red.

Einnig þarf þetta að vera full size QWERTY lyklaborð.

Hugmynd? Álit?

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mán 26. Apr 2010 19:09
af intenz
TTT

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mán 26. Apr 2010 19:15
af ZoRzEr
Afhverju bara ekki Þráðlaust apple lyklaborð ? Notaði alltaf þannig með media center vél í stofunni.

Eini munurinn er bara windows takkinn = apple takki.

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mán 26. Apr 2010 19:21
af IL2
Ég á svona borð frá BTC með með sníp þar sem trackball er á því sem er í linknum hjá þér. Tölvutækni var með þessi bord en ég gat ekki fundið það í fljótlegri yfirreið á síðunni hjá þeim.

Það hefur ekki verið mikið notað hjá mér og ég er ekki alveg viss um langdrægnina á því í reynd. Get reynt að athuga það betur á morgun.

Re: Þráðlaus mús og lyklaborð?

Sent: Mán 26. Apr 2010 19:33
af intenz
ZoRzEr skrifaði:Afhverju bara ekki Þráðlaust apple lyklaborð ? Notaði alltaf þannig með media center vél í stofunni.

Eini munurinn er bara windows takkinn = apple takki.

Vinkona mín á svona þráðlaust Apple lyklaborð og það er SKELFILEGT.

Það kemur sko ekki til greina.

IL2 skrifaði:Ég á svona borð frá BTC með með sníp þar sem trackball er á því sem er í linknum hjá þér. Tölvutækni var með þessi bord en ég gat ekki fundið það í fljótlegri yfirreið á síðunni hjá þeim.

Það hefur ekki verið mikið notað hjá mér og ég er ekki alveg viss um langdrægnina á því í reynd. Get reynt að athuga það betur á morgun.

Jamm, ég heyrði einmitt um þessi lyklaborð með snípnum, hefði ekkert á móti svoleiðis.

Ég er allavega mun vanari snípnum heldur en trackball. En spurningin er bara hvort er þægilegra þegar maður er að vinna mikið á músinni í tölvunni með lyklaborðinu.