Stilla upplausn í Windows 7 fyrir sjónvarp
Sent: Sun 21. Feb 2010 22:56
Ég er með tölvu tengda við 28" Thomson sjónvarp, Windows 7 er inná tölvunni og ég hef verið að fikta svoldið í skjáupplausninni ásamt DPI stillingunum en mér er ekki að ganga nógu vel með það. Aðalvandamálið er að þar sem Windows þekkir ekki sjónvarpið eins vel og venjulegan tölvuskjá að þá er bara hægt að velja um tvær upplausnir, 600x800 og 1024x768, en með þeirri fyrri er allt aðeins of stórt og oft ekki hægt að smella á takka eins og OK og Cancel á formum þar sem það kemst ekki fyrir á skjánum og með þeirri seinni þá er allt aðeins of lítið til að hægt sé að lesa vel. Þá fór ég að fikta í DPI stillingunum og þá gat ég t.d. stækkað það uppí 125% en þá lýtur 1024x768 upplausnin út eins og 600x800
Og svo þar sem engir drivers eru fyrir sjónvarpið, sem er svosem ósköp eðlilegt, að þá er screen refresh rate stillt á 25Hz (interlaced). Ég veit að ég get svosem prófað að nota forrit eins og PowerStrip en ég vil helst leysa þetta vandamál í Windows.
Hvernig er best að leysa þetta? Get ég notað einhverja drivers svo ég geti valið annað refresh rate og aðrar upplausnir eða er þetta bara alltaf vesen? Og hvaða refresh rate og upplausn er best fyrir sjónvarpið?
Hvernig er best að leysa þetta? Get ég notað einhverja drivers svo ég geti valið annað refresh rate og aðrar upplausnir eða er þetta bara alltaf vesen? Og hvaða refresh rate og upplausn er best fyrir sjónvarpið?