Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað? *LEYST*

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað? *LEYST*

Pósturaf Danni V8 » Lau 13. Feb 2010 15:58

Sælir.

Ég var að fá nýjan örgjörva, Q9550. Þannig ég tók allt í burt og skipt um örgjörvann, en eftir það fór tölvan aldrei alla leið í startinu.

Það sem kom á skjáinn var einhver runa efst sem ég man ekki hvað var, en hefur allta komið hvort sem er, síðan fyrir neðan stóð "Genuine Intel 333,0 Mhz x5.8 (2,883GHz) eða eitthvað þannig, man ekki alveg nákvæmlega, en ég tel það staðfesta að örgjörvinn er í lagi.

Síðan kom Memory testið og þar stóð:
Memory: 4028 MB OK (agian, man ekki nákvæma töluna)

Síðan kom ekki meira. Nema fyrir neðan stóð að ég ætti að ýta á DEL fyrir Bios eða F11 fyrir boot options en það virkaði ekki að ýta á neitt, ekki einusinni CTRL+ALT+DEL til að restarta.

Þannig ég prófaði að sipta um lyklaborð en það virkaði ekki. Þá tók ég allt úr sambandi aftur og tók heatsinkið af og örgjörvann úr, leitaði eftir sjáanlegum skemmdum en sá ekkert, setti allt saman aftur og prófaði aftur en það er sama sagan.

Þá prófaði ég að taka allt í sundur aftur og setja gamla örgjörvann í og eftir það kemur ekki einusinni signal á skjáinn.

Hvað gæti ég prófað næst?

Ég ætla að reyna að komast í annað S775 móðurborð og prófa að setja örgjörvana í það, en vil samt fá hugmyndir um eitthvað annað sem ég get prófað fyrst.

Einhverjar hugmyndir?
Síðast breytt af Danni V8 á Mán 15. Feb 2010 15:21, breytt samtals 1 sinni.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1753
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf blitz » Lau 13. Feb 2010 16:01

Smá skot út í loftið.... gætir þurft að uppfæra BIOS?

http://www.msi.com/index.php?func=downl ... od_no=1373


PS4

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf Danni V8 » Lau 13. Feb 2010 16:07

blitz skrifaði:Smá skot út í loftið.... gætir þurft að uppfæra BIOS?

http://www.msi.com/index.php?func=downl ... od_no=1373


Mér finnst það hæpið, þar sem að ég er búinn að setja gamla örgjörvann í aftur en samt kveikir hún ekki á sér, kemst styttar ef eitthvað er með honum.

Ég hef sterka tilfinningu á að þetta sé móðurborðið þar sem að hún virtist fyrst komast alla leið að því að leita eftir diskunum en ekki náð því, ss. minni og örri virðist tékka út í lagi. Síðan hættir hún alveg að senda signal á skjáinn og mér finnst mjög hæpið að það myndi gerast við ónýtan örgjörva, minni eða disk, frekar skjákort eða móðurborð.

Ég er reyndar að taka eftir því núna en ég held að ég hljóti að vera með nýjasta Biosinn, þar sem ég hef verið með 1000GB HDD og það virkað vel. Í nýjasta update-i er bætt við 1000GB hdd support.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf beatmaster » Lau 13. Feb 2010 18:21

Ef að þú ert með IDE snúru tengda við móðurborðið prufaðu þá að taka hana úr sambandi áður ne að þú boot-ar


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf Danni V8 » Lau 13. Feb 2010 18:49

beatmaster skrifaði:Ef að þú ert með IDE snúru tengda við móðurborðið prufaðu þá að taka hana úr sambandi áður ne að þú boot-ar


Búinn að prófa þetta. Geisladrifið er IDE og ég hef það ekki í sambandi.

Ég fæ ekki signal á skjáinn og tölvan keyrir ekki viftutestin á skjákortunum, skákortin ss. fara ekki í gang. Er búinn að prófa að setja bæði sem primary.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf Danni V8 » Lau 13. Feb 2010 21:31

Enginn með hugmynd? Ég er búinn að prófa að taka CMOS batteríið úr og hafa hana unplugged í korter, það hafði ekkert að segja.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf biturk » Lau 13. Feb 2010 22:44

lenti í þessu með móðurborð hjá mér einu sinni að það hætti að koma signal á skjáinn, eftir nokkra mánaðara reiði og prufur og leiðindi ákvað ég að farga borðinu og setti það í leirdúfukastarann :hnuss


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 399
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað?

Pósturaf Cikster » Lau 13. Feb 2010 23:10

Þá er bara nota útilokunaraðferðina á þetta.
Taktu öll minni úr nema eitt, ef það bootar ekki þá skiptu kubbinum út fyrir annan kubb.
Taktu skjákortið úr, blástu mesta rykið af því (bara upp á fönnið fyrst þú tókst það úr) og settu það í aftur.
Ef þetta virkar ekki þá taktu allt úr sambandi (alla HD, CD, floppy, öll auka kort) nema skjákortið og eitt minniskort.

Ef hún er ekki enn komin í gang þyrfti að prófa minnið og skjákortið í annari tölvu bara til að vera viss að móðurborðið sé alveg dautt.

Nema þú hafir náð að beygla einhvern pinna í CPU socketinu.

Góða skemmtun



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað? *LEYST*

Pósturaf Danni V8 » Mán 15. Feb 2010 15:24

Jæja ég er búinn að leysa þetta vandamál. Ég fékk gallaðan örgjörva frá Tölvulistanum. Ég er kominn með annan Q9550 og er í tölvunni núna án vandræða.

Minnin voru hins vegar ekki ónýt eins og ég sagði í gær. Ég hef greinilega skipt yfir í E7300 örgjörvann á sama tíma og ég prófaði minnin #-o


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað? *LEYST*

Pósturaf DoofuZ » Mán 15. Feb 2010 16:23

Til hamingju með að hafa leyst þetta! ;) En er það bara ég eða var ég ekki örugglega með póst á þessum þræði? 8-[ Og var þráðurinn ekki kominn í 2 blaðsíður?

Edit: var að sjá þráð um að allt hefði farið í fokk, varð einmitt var við það í gær að síðan hætti alltíeinu að virka en pældi svo bara ekki meira í því :roll:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 56
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað? *LEYST*

Pósturaf Gunnar » Mán 15. Feb 2010 17:06

Danni V8 skrifaði:Jæja ég er búinn að leysa þetta vandamál. Ég fékk gallaðan örgjörva frá Tölvulistanum. Ég er kominn með annan Q9550 og er í tölvunni núna án vandræða.

Minnin voru hins vegar ekki ónýt eins og ég sagði í gær. Ég hef greinilega skipt yfir í E7300 örgjörvann á sama tíma og ég prófaði minnin #-o

jæja er ekki allt í lagi með örran hinn? eða er hann farinn?



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ónýtt móðuborð? Eða eitthvað annað? *LEYST*

Pósturaf Danni V8 » Mán 15. Feb 2010 17:55

Gunnar skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Jæja ég er búinn að leysa þetta vandamál. Ég fékk gallaðan örgjörva frá Tölvulistanum. Ég er kominn með annan Q9550 og er í tölvunni núna án vandræða.

Minnin voru hins vegar ekki ónýt eins og ég sagði í gær. Ég hef greinilega skipt yfir í E7300 örgjörvann á sama tíma og ég prófaði minnin #-o

jæja er ekki allt í lagi með örgjörvan hinn? eða er hann farinn?


Hinn er farinn. raekwon nældi sér í hann (sá sem ég frátók hann fyrir)


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x