Síða 1 af 1

SSD í ferðavél

Sent: Lau 13. Feb 2010 12:08
af dadik
Smá reynslusaga.

Við settum SSD drif (128GB Kingston SSDNow V-Series) í gamla ferðavél í gær - rúmlega þriggja ára HP 8510p. Drifið sjálft er ekkert spes miðað við það besta sem er í boði í dag - 100MB/sek les / 70 MB/sek skrif. Tilgangurinn var að sjá hvort að þetta skipti einhverju verulegu máli. Ég var svosem ekkert spes trúaður á þetta, enda drifið sjálft frekar neðralega í flutningshraða miðað við nýjustu drifin í dag.

En punkturinn er - þvílíkur munur! Jafvel með þessari græju var vélin eins og eldflaug. Forrit opnuðust á innan við sekúndu - engin bið eftir neinu. Við mældum reyndar ekki boot-ið en gerum það líklega í næstu viku. First impressions benda til að þessi vél (rúmlega 3. ára) sé sprækari í almennri vinnslu en nýju vélarnar sem við keyptum í Janúar. Ótrúlegur munur.

Re: SSD í ferðavél

Sent: Lau 13. Feb 2010 12:19
af beatmaster
Einn punktur.

Allra allra lélegasti SSD diskur sem að er í boði er margmiljón sinnum hraðvirkari en hraðvirkasti HDD sem fæst

Re: SSD í ferðavél

Sent: Lau 13. Feb 2010 12:33
af CendenZ
líka eitt að með tilkomu SSD var flutningur á milli tölva ásættanlegur.
Skrítið að vera með 100 Mb flutningsgetu, - allt upp í 1 Gb, en harði diskurinn skrifar ekki það hratt:)

Sata II er með flutningsgetu um 3 Gbsec en ég er alveg viss um að diskurinn skrifi ekki alveg svo hratt þótt að circuit borðið (græna borðið undir HD) hafi getuna að senda og lesa 3gbsec :wink:

Re: SSD í ferðavél

Sent: Lau 13. Feb 2010 12:44
af dadik
beatmaster skrifaði:Einn punktur.

Allra allra lélegasti SSD diskur sem að er í boði er margmiljón sinnum hraðvirkari en hraðvirkasti HDD sem fæst


Getur fengið venjulega diska með þokkalegu transfer rate-i en accesstíminn er praktískt séð núll í ssd drifunum. Það munar um minna.

Re: SSD í ferðavél

Sent: Lau 13. Feb 2010 12:46
af dadik
CendenZ skrifaði:líka eitt að með tilkomu SSD var flutningur á milli tölva ásættanlegur.
Skrítið að vera með 100 Mb flutningsgetu, - allt upp í 1 Gb, en harði diskurinn skrifar ekki það hratt:)

Sata II er með flutningsgetu um 3 Gbsec en ég er alveg viss um að diskurinn skrifi ekki alveg svo hratt þótt að circuit borðið (græna borðið undir HD) hafi getuna að senda og lesa 3gbsec :wink:


Rétt. Það gat t.d. verið erfitt að réttlæta að uppfæra netið í húsinu í 1 Gb, en núna fer þetta líklega að breytast.