SSD í ferðavél


Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

SSD í ferðavél

Pósturaf dadik » Lau 13. Feb 2010 12:08

Smá reynslusaga.

Við settum SSD drif (128GB Kingston SSDNow V-Series) í gamla ferðavél í gær - rúmlega þriggja ára HP 8510p. Drifið sjálft er ekkert spes miðað við það besta sem er í boði í dag - 100MB/sek les / 70 MB/sek skrif. Tilgangurinn var að sjá hvort að þetta skipti einhverju verulegu máli. Ég var svosem ekkert spes trúaður á þetta, enda drifið sjálft frekar neðralega í flutningshraða miðað við nýjustu drifin í dag.

En punkturinn er - þvílíkur munur! Jafvel með þessari græju var vélin eins og eldflaug. Forrit opnuðust á innan við sekúndu - engin bið eftir neinu. Við mældum reyndar ekki boot-ið en gerum það líklega í næstu viku. First impressions benda til að þessi vél (rúmlega 3. ára) sé sprækari í almennri vinnslu en nýju vélarnar sem við keyptum í Janúar. Ótrúlegur munur.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD í ferðavél

Pósturaf beatmaster » Lau 13. Feb 2010 12:19

Einn punktur.

Allra allra lélegasti SSD diskur sem að er í boði er margmiljón sinnum hraðvirkari en hraðvirkasti HDD sem fæst


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: SSD í ferðavél

Pósturaf CendenZ » Lau 13. Feb 2010 12:33

líka eitt að með tilkomu SSD var flutningur á milli tölva ásættanlegur.
Skrítið að vera með 100 Mb flutningsgetu, - allt upp í 1 Gb, en harði diskurinn skrifar ekki það hratt:)

Sata II er með flutningsgetu um 3 Gbsec en ég er alveg viss um að diskurinn skrifi ekki alveg svo hratt þótt að circuit borðið (græna borðið undir HD) hafi getuna að senda og lesa 3gbsec :wink:




Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD í ferðavél

Pósturaf dadik » Lau 13. Feb 2010 12:44

beatmaster skrifaði:Einn punktur.

Allra allra lélegasti SSD diskur sem að er í boði er margmiljón sinnum hraðvirkari en hraðvirkasti HDD sem fæst


Getur fengið venjulega diska með þokkalegu transfer rate-i en accesstíminn er praktískt séð núll í ssd drifunum. Það munar um minna.


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD í ferðavél

Pósturaf dadik » Lau 13. Feb 2010 12:46

CendenZ skrifaði:líka eitt að með tilkomu SSD var flutningur á milli tölva ásættanlegur.
Skrítið að vera með 100 Mb flutningsgetu, - allt upp í 1 Gb, en harði diskurinn skrifar ekki það hratt:)

Sata II er með flutningsgetu um 3 Gbsec en ég er alveg viss um að diskurinn skrifi ekki alveg svo hratt þótt að circuit borðið (græna borðið undir HD) hafi getuna að senda og lesa 3gbsec :wink:


Rétt. Það gat t.d. verið erfitt að réttlæta að uppfæra netið í húsinu í 1 Gb, en núna fer þetta líklega að breytast.


ps5 ¦ zephyrus G14