Síða 1 af 1

SLI - GTX275 sem primary og 9800GTX+ sem PhysX

Sent: Mið 10. Feb 2010 18:12
af Danni V8
Ég er búinn að setja bæði kortin í tölvuna og tengja, en SLI bridge passar ekki. tengin eru framar á öðru kortinu en hinu.

Þetta gæti mögulega gengið með flexible SLI bridge en ég vil ekki fara út í að finna þannig áður en að ég veit hvort að þetta er hægt eða ekki. Er einhver hérna sem gæti vitað það?

PS. Ég ætlaði að skrá mig á forums.nvidia.com og spyrja þar en ég get ekki búið til account þar.

Re: SLI - GTX275 sem primary og 9800GTX+ sem PhysX

Sent: Mið 10. Feb 2010 18:22
af Predator
Þarft held ég ekki sli bridge ef þu ætlar að nota 9800GTX sem PhysX kort

Re: SLI - GTX275 sem primary og 9800GTX+ sem PhysX

Sent: Mið 10. Feb 2010 18:23
af beatmaster
Þú tengir ekki sitthvort kortið saman með sli brú, enda ganga GTX275 og 9800GTX+ ekki saman í SLI

Heldur hefur þau bara á sitthvorri rásinni og stillir 9800 kortið inn sem physx kort

Re: SLI - GTX275 sem primary og 9800GTX+ sem PhysX

Sent: Mið 10. Feb 2010 18:24
af vesley
þarft ekki SLI brú fyrir PHYSX stillir bara 9800gtx+ sem dedicated physX card. í nvidia control panel minnir mig.

Re: SLI - GTX275 sem primary og 9800GTX+ sem PhysX

Sent: Mið 10. Feb 2010 19:24
af Danni V8
Jáhá. Það er naumast 1 svar á mínútu :D

Mig grunaði að þetta gæti verið málið en vildi athuga það fyrst.

Takk fyrir upplýsingarnar ;)