Síða 1 af 2
Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 11:33
af BjarkiB
Sælir/ar Vaktarar,
Hvað oft á maður að rykhreinsa tölvuna sýna og hvernig?
kv.Tiesto
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 12:41
af Danni V8
Það fer nú bara eftir því hversu mikið ryk fer inní kassann og smámunasamur þú ert

Gamli kassinn minn var Antec Sonata II og það var dust filter á intake-inu í honum svo ég rykhreinsaði hann ekki nema svona einu sinni á ári, stundum tvisvar. HAF932 sem ég á núna er dust magnet. Það eru engir filterar og alveg þvílíkt loftflæði. Ég er búinn að eiga hann í 3 mánuði og hann er orðinn frekar subbulegur að innan. Ætli ég sleppi ekki með svona tvisvar til þrisvar á ári.
Þegar ég hreinsa mína kassa þá tek ég þá með mér niður í aðstöðu sem ég leigi undir bílana og blæs allt ryk úr þeim. Er með góða loftpressu þar. Það er hægt að kaupa svona compressed air í brúsa í tölvubúðum en það er alveg rándýrt miðað við það sem maður er að fá. Síðan er alltaf hægt að ryksuga bara. Passa að snerta ekki vélbúnaðinn með hausnum og fara vel yfir allt. Það næst það mest þannig og það dugar alveg.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 14:06
af Revenant
Mér finnst alltaf gott að nota eyrnapinna til að taka mesta rykið úr örgjörfa- og skjákortskælingunni áður en ég nota þrýstiloft.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 14:23
af Hnykill
á morgnana og kvöldin bara?

hehe
Tek mína 1 sinni í mánuði sirca, með eyrnapinnum þá. svo skrúfar maður allt í frumeindir svona 1-2 sinnum á ári og fínpússar þetta almennilega.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 14:38
af BjarkiB
Notaru eyrnapinna í að hreinsa alla tölvuna?
Og tekuru þá allt rykið úr? undir og inní allt?
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 14:41
af JohnnyX
ef að þið eruð að nota loftpressur verðið þið að passa að enginn raki sé í kútnum. Væri slæmt að sprauta vökva á veikan vélbúnaðinn
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 16:09
af starionturbo
Það er ekki til loftpressa sem er ekki með raka í þrýstiloftskútnum, nema sú loftpressa væri í sahara eða eitthvað.
Það fer aðalega eftir rakastiginu, og passa sumar loftdælur, þær eru smurolíukeyrðar ( aðalega á verkstæðum og dekkjaverkstæðum ), þeas. smurolía í leiðslunum til að smyrja loftskröll og svoleiðis apparöt.
Ég þríf mína reglulega, 1 mán sirca.
Ég geri það ekki jafn oft við lappann samt.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 16:45
af BjarkiB
En hver er besta leiðin til að rykhreinsa hana "fullkomlega"?
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 18:24
af zedro
Tiesto skrifaði:En hver er besta leiðin til að rykhreinsa hana "fullkomlega"?
Loftpressa.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 18:50
af chaplin
Zedro skrifaði:Tiesto skrifaði:En hver er besta leiðin til að rykhreinsa hana "fullkomlega"?
Loftpressa.
Nuff said.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 18:52
af BjarkiB
Zedro skrifaði:Tiesto skrifaði:En hver er besta leiðin til að rykhreinsa hana "fullkomlega"?
Loftpressa.
Er það þetta hér:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19657
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 18:54
af chaplin
Þetta dugar mjög vel, er sjálfur að nota þetta.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 18:55
af zedro
Nei loftpressa er svona gaur ->
http://www.byko.is/vorur/?ew_5_cat_id=701&ew_5_p_id=10064Best ef þú þekkir einhvern sem á eitt stk. ég keypti mér eina á rúmar 10k hjá Europrís.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 19:18
af BjarkiB
Eins og ryksuga en pressir lofti út eða? maður verður þá væntanlega að passa að snerta ekki vélbúnaðin?
Re: Rykhreinsun.
Sent: Sun 07. Feb 2010 19:31
af zedro
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 16:14
af BjarkiB
Keypti mér svona þrýstiloft í brús og ætlaði að byrja. Prufaði að ýta úr og þá kom hálfgert loft fullt af hvítum vökva sem þornar strax, á þetta virkilega að vera svona rakt?!
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 16:20
af Revenant
Tiesto skrifaði:Keypti mér svona þrýstiloft í brús og ætlaði að byrja. Prufaði að ýta úr og þá kom hálfgert loft fullt af hvítum vökva sem þornar strax, á þetta virkilega að vera svona rakt?!
Þetta er oft própan eða bútangas sem er geymt undir þrýsingi (í vökvaformi þ.e.a.s.) . Þessvegna sérðu "vökva" áður en þetta gufar upp.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 16:25
af Páll
Revenant skrifaði:Tiesto skrifaði:Keypti mér svona þrýstiloft í brús og ætlaði að byrja. Prufaði að ýta úr og þá kom hálfgert loft fullt af hvítum vökva sem þornar strax, á þetta virkilega að vera svona rakt?!
Þetta er oft própan eða bútangas sem er geymt undir þrýsingi (í vökvaformi þ.e.a.s.) . Þessvegna sérðu "vökva" áður en þetta gufar upp.
Og má þetta fara á velbúnað?

Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 17:27
af BjarkiB
Er þetta semsagt allveg eðlilegt?
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 17:35
af vesi
Getur lika farið í ísaga og náð þér í nitrogen(dautt loft) á kút ca 10k held ég, ...þetta er ekki spurning um pening.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 17:42
af Revenant
Pallz skrifaði:Og má þetta fara á velbúnað?

Ég geri ráð fyrir því.
Wikipedia skrifaði:Liquefied natural gas takes up about 1/600th the volume of natural gas in the gaseous state. It is odorless, colorless, non-toxic and non-corrosive. Hazards include flammability, freezing and asphyxia.
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 17:48
af BjarkiB
Gerir ráð fyrir því?
Ætla aðeins að bíða með að sprauta þessu á, eitthverjir sem eru fullkomnlega vissir?
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 18:19
af GullMoli
Úff, er nú ekki mjög viss, en þessi vökvi kemur bara ef að þú hristir brúsann eða ert að sprautar á hlið/hvolfi. Oft gaman að hrekkja fólk með því að snúa brúsanum á hlið og sprauta á það (ekki andlitið) því þetta er ííískalt

Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 18:23
af vesi
hvað er að gömlu ryksugunni ???
var að enda við að gera þetta og virkar flott. ....
silent as a dead man
Re: Rykhreinsun.
Sent: Mið 26. Maí 2010 20:09
af Páll
Þarf að fara láta gera þetta, treysti mér ekki í þetta.
