Síða 1 af 1
Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 22:36
af Frost
Sælir. Ég hef nú lengi verið að skoða hljóðkort og vera að spá í einu sérstöku. Er einhver munur að vera með hljóðkort í tölvunni eða nota þetta hefðbundna hljóð frá móðurborðinu?
Einn af vinum mínum er með hljóðkort og það er svakalegt vesen í kringum það. Hann getur heyrt bæði í heyrnatólum og hátölurum á sama tíma. Væri fínt að vita hvort einhver væri að leinda í sömu vandræðum og er einhver munur að vera hljóðkort.
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 22:42
af mercury
þetta er bara stillingaratriði hvort að hljóðið komi bara úr annari rásinni eða báðum samtímis. og ef það væri ekkert gegn í þessum hljóðkortum væri varla verið að framleiða þau.
fyrir mína parta nægir mér alveg hd 7.1 hljóðkortið á móðurborðinu en fyrir suma er það ekki nógu gott

Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 22:45
af SolidFeather
Hljóðkort processar hljóðið svo að örgjörvinn þurfi ekki að gera það ásamt því að gefa yfirleitt betra hljóð og t.d. EAX stuðning. Ég er með X-Fi Fatality sem kemur með audio bay og um leið og ég sting heyrnartólunum í samband þá kemur ekkert hljóð úr hátölurunum.
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 22:56
af Hnykill
Meira segja AC97 sem er low cost kubbur, innbyggður á mörg móðurborð í dag er með EAX stuðning, og EAX 2 meira segja.. meir og meir eru innbyggð hljóðkort að taka yfir sérframleiðendur, og af góðri ástæðu. innbyggð hljóðkort á móðurborðum í dag er langt frá því að vera eitthvað drasl.
Eina ástaðan í dag fyrir að kaupa sér pci/pci-x hljóðkort er ef þú ert í einhverskoanar studio/hljóðvinnslu
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:00
af mind
Tek undir með hinum.
Í flest öllum tilvikum græðir viðkomandi ekkert á því að fá sér stakt hljóðkort.
Yfirleitt er peninginum alltaf betur notaður í heyrnatól/hátalara.
Reyndar er einn annar ókostur sem er við innbyggðu hljóðkortin. Hún er sú að þau eru oft með meira suð en viðbætt sökum þess hversu þétt þessu er öllu pakkað á móðurborðið.
En enn og aftur þá þarftu að vera með nægilega góð heyrnatól/hátalara til að verða var við það.
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:02
af Gunnar
en ef það heyrist lítið lágtíðnisuð í hátölurum/headsetti?
er það þá ekki aflgjafinn?
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:09
af SteiniP
Innbyggt hljóð á móðurborði hljómar eins og ryðgaður nagli á krítartöflu miðað við alvöru hljóðkort. (þá er ég að tala um þessa basic Realtek HD audio eða AC'97 kubba)
Meira að segja gamla Audigy 2 er að skila mun tærari hljóm heldur en nútíma onboard stýringar.
Hljóðkortið sem ég er með núna (Auzentech X-fi Forte) er með innbyggðum headphone magnara og heyrnartólin hafa aldrei hljómað jafn vel.
En auðvitað borgar það sig ekki að vera að spreða tugþúsundum í hljóðkort ef þú ert með 5000 króna hátalara eða heyrnartól úr tiger.
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:17
af Hnykill
mind skrifaði:Tek undir með hinum.
Í flest öllum tilvikum græðir viðkomandi ekkert á því að fá sér stakt hljóðkort.
Yfirleitt er peninginum alltaf betur notaður í heyrnatól/hátalara.
Reyndar er einn annar ókostur sem er við innbyggðu hljóðkortin. Hún er sú að þau eru oft með meira suð en viðbætt sökum þess hversu þétt þessu er öllu pakkað á móðurborðið.
En enn og aftur þá þarftu að vera með nægilega góð heyrnatól/hátalara til að verða var við það.
Suðið kemur því tölvan er ekki jarðtengd, leiðir út auka rafmagn og þetta er hljóðið sem kemur af því

.. ég er sjálfur með rafmagnskapal tengdan aftan í kassan og í ofninn í herberginu hinu megin til að leiða auka straum

Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:20
af Hnykill
SteiniP skrifaði:Innbyggt hljóð á móðurborði hljómar eins og ryðgaður nagli á krítartöflu miðað við alvöru hljóðkort. (þá er ég að tala um þessa basic Realtek HD audio eða AC'97 kubba)
Meira að segja gamla Audigy 2 er að skila mun tærari hljóm heldur en nútíma onboard stýringar.
Hljóðkortið sem ég er með núna (Auzentech X-fi Forte) er með innbyggðum headphone magnara og heyrnartólin hafa aldrei hljómað jafn vel.
En auðvitað borgar það sig ekki að vera að spreða tugþúsundum í hljóðkort ef þú ert með 5000 króna hátalara eða heyrnartól úr tiger.
með ac97 t.d ..bara stilla mixerinn og annað sem fylgir þessu.. ég átti líka audigy 2 á sínum tíma, munar engu =)
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:32
af SteiniP
Hnykill skrifaði:SteiniP skrifaði:Innbyggt hljóð á móðurborði hljómar eins og ryðgaður nagli á krítartöflu miðað við alvöru hljóðkort. (þá er ég að tala um þessa basic Realtek HD audio eða AC'97 kubba)
Meira að segja gamla Audigy 2 er að skila mun tærari hljóm heldur en nútíma onboard stýringar.
Hljóðkortið sem ég er með núna (Auzentech X-fi Forte) er með innbyggðum headphone magnara og heyrnartólin hafa aldrei hljómað jafn vel.
En auðvitað borgar það sig ekki að vera að spreða tugþúsundum í hljóðkort ef þú ert með 5000 króna hátalara eða heyrnartól úr tiger.
með ac97 t.d ..bara stilla mixerinn og annað sem fylgir þessu.. ég átti líka audigy 2 á sínum tíma, munar engu =)
Kannski er ég bara með svona næma heyrn

Ég átti HD555 heyrnartól þegar ég skipti úr ac97 í Audigy2 og ég sagt þér það að þetta var eins og að fara úr 20" túbusjónvarpi í 42" LCD.
Þurfti að tékka hvort ég væri ekki örugglega ennþá með sömu heyrnartólin.
Auðvitað fiktar maður í öllum stillingum, mixer og equalizer og öllu því drasli, en það lagar aldrei þetta "muffled" sound sem að einkennir AC'97
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:36
af Frost
S.s. Það er ekkert vit í þessu nema að það sé verið að vinna í hljóðvinnslu.
Datt líka í hug að vinur minn væri búinn að rugla þessu. Hann er algjör fáviti í sambandi við tölvur

Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:37
af SolidFeather
Hnykill skrifaði:Meira segja AC97 sem er low cost kubbur, innbyggður á mörg móðurborð í dag er með EAX stuðning, og EAX 2 meira segja..
Þá eru þau frekar á eftir því EAX 5 er það nýjasta.
Mér dytti allaveganna ekki í hug að nota innbyggða kortið.
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:40
af mind
Hnykill skrifaði:Suðið kemur því tölvan er ekki jarðtengd, leiðir út auka rafmagn og þetta er hljóðið sem kemur af því

.. ég er sjálfur með rafmagnskapal tengdan aftan í kassan og í ofninn í herberginu hinu megin til að leiða auka straum

Þú segir fréttir, að tölvan sé ekki jarðtengd og leiðir út auka rafmagn.
Þá er mér spurn, til hvers er þriðji vírinn á kaplinum sem gengur frá rafmagnsinnstungunni í tölvuna þína ?
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fim 04. Feb 2010 23:48
af Hnykill
þó svo það sé gulur og grænn vír sem þriðji vír (jörð) ..þá leiða bara ekkert allar tengingar eins og þær eiga að gera í sumum húsum :/ .. ég var með + - og jörð tengt í tölvuna eins og á að vera.. ég tékkaði bara á þessu hvað var að.. og einmitt þetta suð fór þgar ég tengdi frá kassanum í ofninn, "alvöru jörð" .. eins og ég segi, prufa bara, það í mesta lagi virkar

Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fös 05. Feb 2010 00:01
af chaplin
Fáðu þér Asus Xonar og þú mund kynnast himnaríki með eyrunum.
Re: Munur að vera með hljóðkort?
Sent: Fös 05. Feb 2010 00:17
af Gunnar
mind skrifaði:Hnykill skrifaði:Suðið kemur því tölvan er ekki jarðtengd, leiðir út auka rafmagn og þetta er hljóðið sem kemur af því

.. ég er sjálfur með rafmagnskapal tengdan aftan í kassan og í ofninn í herberginu hinu megin til að leiða auka straum

Þú segir fréttir, að tölvan sé ekki jarðtengd og leiðir út auka rafmagn.
Þá er mér spurn, til hvers er þriðji vírinn á kaplinum sem gengur frá rafmagnsinnstungunni í tölvuna þína ?
á heima í gömlu húsi þar sem það var ekki lagt gulgrænann í lagnir. líklega útaf suðið kemur hja mér. þarf að draga það í á næstunni þá.