Síða 1 af 1

Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fim 04. Feb 2010 18:40
af DoofuZ
Ég var að fá í hendurnar svoldið skrítna 2.5" hýsingu sem ég hef verið beðinn um að reyna að setja disk í en það er eins og það sé ekki hægt að setja disk í hana, það vantar tengi fyrir diskinn :shock: Þessi hýsing heitir Mio pocket og er frá Bytecc. Ég hef reynt að gúgla eitthvað og ég fann heimasíðu Bytecc og þar fann ég eitthvað sem lýtur út fyrir að vera það sama og ég er með nema kassinn utanum er allt öðruvísi, það sem á að fylgja þar fylgir ekki með þessu sem ég er með og svo stendur ekki Mio pocket utaná þessum á síðunni, svo það er greinilega ekki alveg það sama :? Hef svo reynt að finna þetta betur hjá þeim en sé þetta hvergi.

Að vísu lítur þessi hýsing ekki beint út fyrir að vera eitthvað venjuleg hýsing því samkvæmt kassanum og bækling að þá er þetta eitthvað sem maður getur notað til að afrita myndir, tónlist og eitthvað annað útaf myndavélum eða mp3 spilurum með einum copy takka, en þá býst ég við að það eigi að vera hægt að setja disk í boxið en það lítur ekki út fyrir að vera mögulegt. Þarf kannski ekki að tengja diskinn við neitt? Bara skrúfa hann á plötuna í hýsingunni og byrja að nota? Er þetta það einfalt eða er eitthvað að fara framhjá mér?

Ég er amk. búinn að átta mig á því að þetta er engin venjuleg hýsing eins og kaupandinn hélt :roll:

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fim 04. Feb 2010 19:00
af lukkuláki
Taktu myndir ... þær segja meira en mörg orð

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 13:19
af DoofuZ
Ok, ég fann upplýsingar um hann hér. Á einhver svona? Hvernig setur maður disk í þetta? Er það kannski ekki hægt?

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 13:39
af Pandemic
mynd

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 13:41
af DoofuZ
Er ekki nóg af myndum á síðunni sem ég linkaði á?

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 13:44
af hsm
Enginn mynd af henni innan í. En þar stendur að hún sé fyrir 2.5" lægri en 9.5mm harðdiska.

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 13:47
af Oak
samkvæmt þessum myndum þá er disknum bara stungið inní tengin sem eru þarna á prentplötunni og skrúfaður fastur, en ef þetta er ekki svona hjá þér þá þarf væntanlega myndir frá þér...

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 14:09
af DoofuZ
Hér er mynd af plötunni, léleg mynd en þarna sést amk. "tengið" á þessu en það er ekki beint tengi, þetta er bara einhver svona svartur kubbur sem er ekki með neitt til að tengja við :roll:
DSC01329.JPG
DSC01329.JPG (367.54 KiB) Skoðað 1342 sinnum

En þetta skiptir svosem ekki miklu máli lengur þar sem sá sem keypti þetta asnalega drasl ætlar að skipta þessu og fá sér alvöru flakkara :lol: Veit samt ekki eins og er hvar þetta var keypt.

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 14:22
af Pandemic
Það eru væntanlega pinnar á disknum sem þú ert með og þeir fara í þetta svarta tengi. Ef diskurinn var tekin úr tölvu þá er líklegt að það sé annað tengi enþá fast á honum.

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 15:40
af lukkuláki
Ég hef margoft sett disk í svona hýsingu enda eru svona hýsingar seldar hjá EJS
Þetta er fyrir IDE diska. Ekki ertu að reyna að setja sata disk í þetta ?

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 17:01
af DoofuZ
Það er ekkert tengi tengt við diskinn og það er ekki hægt að tengja neitt við þennan svarta kubb þarna, þetta er ekki einhver tengingarkubbur, bara eitthvað svart stykki. Og nei, diskurinn er SATA og hýsingin er eitthvað SATA drasl :roll:

Hafið þið ekki einhverntíman prófað svona græju? Þetta á víst að vera einhver backup flakkari sem maður tengir við video camerur, myndavélar eða mp3 spilara og svo ýtir maður á copy takka sem er á þessu til að taka afrit af því sem maður tengdi við til að fá meira pláss. Það er hvergi í manual né á kassanum sjálfum tekið fram að það eigi að setja disk í, bara talað eitthvað um að þetta sé einhverskonar hýsing :?

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 17:40
af Cikster
Ef þú mundir lesa á síðunni sem þú linkaðir á stendur þar stórum stöfum að þetta er IDE hýsing ekki sata þannig að þú munt aldrey koma sata disk í samband inní boxinu. 160 gb max stærð samkvæmt síðunni.

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 17:54
af DoofuZ
Ó, já, :lol: haha :) Ég skoðaði að vísu ekki mikið á þessari síðu, var búinn að skoða manual og kassan utanaf nóg en þar stendur hvergi IDE. Líka skrítið að það eru engin diskatengi sem fylgja með, bara einhverjar usb snúrur. Eru 2.5" IDE diskar kannski eitthvað öðruvísi? :-k

Er þetta kannski svona dæmi sem maður tengir við bæði flakkara og myndavél/mp3 spilara eða eitthvað slíkt, ýtir svo á copy takkann og þetta afritar á milli?

Hér er góð mynd af annari svipaðri hýsingu frá sama fyrirtæki, þetta lítur nákvæmlega eins út að innan og þetta. Eins og þið sjáið þá lítur þetta svarta á endanum þarna ekki út fyrir að vera eitthvað diskatengi.
04.jpg
04.jpg (31.79 KiB) Skoðað 1472 sinnum

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 18:07
af SteiniP
Þetta svarta þarna er 2.5" IDE tengi.

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 18:08
af Cikster
Þetta svarta þarna á endanum sem þú segir að "lítur ekki út fyrir að vera eitthvað diskatengi" er nefnilega einmitt diskatengi. Verður bara að sætta þig við það að þegar eru komnir 2-3 sem segja þér það þá eru góðar líkur á að það sé rétt. Ekkert samsæri hérna að ljúga að þér.

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 18:30
af lukkuláki

Re: Er með einhverja skrítna hýsingu

Sent: Fös 05. Feb 2010 19:05
af DoofuZ
Jaaaaaaá ég skiiil :oops: Sé það núna, hef bara aldrei séð svona áður. Þær hýsingar sem ég hef notað hafa verið með eitt diskatengi og svo power tengi, þetta bara leit eitthvað svo allt öðruvísi út :roll:

Gott að vera þá amk. kominn með það á hreint ;) Takk æðislega allir sem bentu mér á þetta :lol: