Síða 1 af 1

Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 00:57
af Tjobbi
Sælir,

Ég var að formatta tölvuna mína og núna í start up-i (þegar að windowslogo er þá byrjar hún að gefa frá sér tikk hljóð sem er að öllum líkindum frá hdd og er hæg í start up.

Þýðir þetta að hdd er að fara hjá mér, gæti þetta verið eitthvað annað?


Samsung 250gb 8192 KB cache

mbk

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 01:08
af AntiTrust
Tikk í HDD og hann virkar ennþá?

Þú ert þá einn af þeim fáu heppnu. Já diskurinn er að fara, núna er það bara tímaspursmál.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 01:10
af kazgalor
Þú ert mjög heppinn, þetta er oft kallað "the tick of death" afþví oftast þegar þú heyrir þetta þá er diskurinn kominn með vængi og farinn að spila á hörpu.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 01:39
af Tjobbi
Er möguleiki á að þetta sé eitthvað annað?

Er ekkert búið að heyrast í honum síðustu 3 restört

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 01:47
af AntiTrust
Tjobbi skrifaði:Er möguleiki á að þetta sé eitthvað annað?

Er ekkert búið að heyrast í honum síðustu 3 restört


Erfitt fyrir fólk að segja sem heyrði þetta ekki - en ef það heyrist tikk í disk, þá er það oftast dauðadómur. Skrýtið að það heyrist reyndar ekki samfellt tikk, en allt tikk er mjög slæmt tikk.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 01:57
af chaplin
Hugsaðu þér þetta svona, diskurinn er núna tímasprengja. Eftir X tíma verður allt ónýtt (þeas. diskurinn og ekki hægt að komast í gögn).

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 02:25
af Tjobbi
Way ahead of you..búinn að backup file-a allt klabbið :wink: Mér finnst þetta nú samt slöpp ending á disk, rúmlega 2 ár. En kannski er ekki betri ending í þessu almennt en það.

Eruði til í að henda í mig einhverjum hugmyndum um nýjan hdd, í kringum 10k sem væri væntanlega 500gb - 750gb. Hvað eru menn helst að taka verð vs gæði?

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 02:27
af AntiTrust
Tjobbi skrifaði:Way ahead of you..búinn að backup file-a allt klabbið :wink: Mér finnst þetta nú samt slöpp ending á disk, rúmlega 2 ár. En kannski er ekki betri ending í þessu almennt en það.

Eruði til í að henda í mig einhverjum hugmyndum um nýjan hdd, í kringum 10k sem væri væntanlega 500gb - 750gb. Hvað eru menn helst að taka verð vs gæði?


Bæði og, þetta með HDD er bara eins og með dekk - það springur einstaka dekk uppúr þurru þrátt fyrir litla eða bara meðalnotkun.

Annars er mín reynsla best af Seagate diskunum, nýja kynslóðin (7200.12) er að skila rosalegum read hraða t.d.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 02:29
af Glazier
Skoðaðu það sem http://www.buy.is hefur uppá að bjóða, mjög líklega finnuru það sem þig langar í ódýrast þar og þá færðu það sent heim til þín þér að kostnaðarlausu.

Edit !! Ég fékk viðvörun fyrir þetta comment.. :shock:

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 02:39
af Tjobbi
AntiTrust skrifaði:
Tjobbi skrifaði:Way ahead of you..búinn að backup file-a allt klabbið :wink: Mér finnst þetta nú samt slöpp ending á disk, rúmlega 2 ár. En kannski er ekki betri ending í þessu almennt en það.

Eruði til í að henda í mig einhverjum hugmyndum um nýjan hdd, í kringum 10k sem væri væntanlega 500gb - 750gb. Hvað eru menn helst að taka verð vs gæði?


Bæði og, þetta með HDD er bara eins og með dekk - það springur einstaka dekk uppúr þurru þrátt fyrir litla eða bara meðalnotkun.

Annars er mín reynsla best af Seagate diskunum, nýja kynslóðin (7200.12) er að skila rosalegum read hraða t.d.


Skoðaði buy.is og fann þessa tvo:

Seagate, þetta getur varla verið þessi nýja kynslóð sem þú ert að tala um?

http://buy.is/product.php?id_product=920

Western Digital (hef enga reynslu af því merki, einhver sem vill tjá sig um endingu ofl?)

http://buy.is/product.php?id_product=50

WD virðist hafa vinninginn á öllum sviðum eftir því sem ég sé.. Hærri cache tíðni wd 32mb > seagate 16mb , average seek. time: wd 4.2ms > seagate 8.5 ms

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 02:43
af AntiTrust
Greinilega ekki hægt að fá minni diskana með 32Mb buffer, bara <1TB.

Ég er allavega með 4x1.5Tb 7200.12 diska í servernum hjá mér og meira en sáttur. Þegar ég var að skoða þetta fyrir áramót þá var Seagate með vinningin í þeim tölum sem skiptu hvað mestu máli, þori ekki að fara með það hvort að WD séu komnir með samsvarandi diska.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 03:17
af Tjobbi
AntiTrust skrifaði:Greinilega ekki hægt að fá minni diskana með 32Mb buffer, bara <1TB.

Ég er allavega með 4x1.5Tb 7200.12 diska í servernum hjá mér og meira en sáttur. Þegar ég var að skoða þetta fyrir áramót þá var Seagate með vinningin í þeim tölum sem skiptu hvað mestu máli, þori ekki að fara með það hvort að WD séu komnir með samsvarandi diska.


Sýnist það vera rétt hjá þér, Seagate virðist performa betur í 1tb+

En er ekki eitthvað hdd test sem ég get runnað til að tjékka hvort núverandi hdd minn sé að vinna eðlilega áður en ég fer að afskrifa hann?

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 07:16
af Oak
ég mæli með WD hvað endingu varðar. er með 9 diska og þeir eru svona frá 3-8,9 ára nema tveir TB diskar eru nýir.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 09:44
af BjarniTS
HDD Test ,
Ættir að geta fundið test á heimasíðu framleiðanda , allavega hef ég sótt slíkt stundum á þær heimasíður.
Svo er Ultimate boot cd á
http://www.ultimatebootcd.com/

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mán 01. Feb 2010 19:14
af biturk
ég myndi fá mér samsung harðann disk ef ég væri þú, hef verulega góða reinslu af þeim og treisti þeim útí hið endanlega.

annars, þá hefur komist arabi í diskinn þinn.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Þri 02. Feb 2010 00:10
af Tjobbi
biturk skrifaði:ég myndi fá mér samsung harðann disk ef ég væri þú, hef verulega góða reinslu af þeim og treisti þeim útí hið endanlega.

annars, þá hefur komist arabi í diskinn þinn.


Ég tel að það séu nú litlar líkur á að ég fái mér Samsung disk aftur ef þessi gefst uppá mér. Minn hefur alla tíð verið frekar hávær og hægur, arabi eður ei.

Valið stendur líklega á milli WD eða Seagate :)

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Þri 02. Feb 2010 08:55
af Frost
Glazier skrifaði:Skoðaðu það sem http://www.buy.is hefur uppá að bjóða, mjög líklega finnuru það sem þig langar í ódýrast þar og þá færðu það sent heim til þín þér að kostnaðarlausu.

Edit !! Ég fékk viðvörun fyrir þetta comment.. :shock:


Af hverju? Ég sé ekkert athugavert við þetta comment.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Þri 02. Feb 2010 09:00
af viddi
Frost skrifaði:
Glazier skrifaði:Skoðaðu það sem http://www.buy.is hefur uppá að bjóða, mjög líklega finnuru það sem þig langar í ódýrast þar og þá færðu það sent heim til þín þér að kostnaðarlausu.

Edit !! Ég fékk viðvörun fyrir þetta comment.. :shock:


Af hverju? Ég sé ekkert athugavert við þetta comment.


Ef þú skoðar fleiri pósta eftir hann þá ættiru að átta þig á því.

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Þri 02. Feb 2010 22:07
af Nariur
ég skoðaði ca. síðustu 20 postana hans og sá ekkert að þeim

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Þri 02. Feb 2010 22:31
af Gunnar
sam hér. skoðaði seinustu posta eftir hann og sé ekkert sem hann ætti skilið viðvörun fyrir. :?

Re: Vandamál: Tikk frá hörðum disk

Sent: Mið 03. Feb 2010 00:15
af Tjobbi
Jæja vil ekki vera leiðinlegur en ég held að svona spjall eigi ekki heima hér :wink:

Eru einhverjir fleiri sem vilja miðla reynslusögum á seagate og wd eða gefa álit?